Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 3
Niels P. SigurSsson, lögfr. Löggjöf um samkeppni og varnir gegn óréttmœtnm verzlunarhdttum Sérhver alhafnamaður þráir frjálst athafnalíf í verzlun og viðskiptum. Það frelsi hefur raunar oft verið af skornum skammti og ærnum viðjum hundið. Eiga margir hérlendis vafalaust sára raun af því. Snar samhengisþátlur hins frjálsa athafnalífs er sam- keppnin og hefur verið frá upj)hafi þess. Þessi grein verður lítið yfirlit um samkej)j>ni og þær reglur, sem myndazt hafa um hana á sviði réttarins, að sönnu að þessu sinni mjög ófullkomin og stutt mynd rúmsins vegna. Gömul viðurlög um fölsun. Virt við aðstæður aldar okkar voru viðskiptin að fornu lítil í reifunum, og á ýmsum límabilum sög- unnar voru þau háð sterku eftirliti ríkisvalds, gilda eða verzlunarsamhanda. Bein, knýjandi nauðsyn var því ekki til þess til forna, að almennar réttarreglur yrðu settar um samkeppnina eða til varnar gegn óréttmæt- um verzlunarháttum. Menn gátu þá yfirleitt sótzt eftir hagnaði í viðskij)tum á hvern þann hátt. er þeim sýnd- ist, án beinna afskipta laga eða reglna. Sjálfsagt hafa að fornu verið lil j)rangarar, isem girntust fljóttekinn ágóða, án þess að þurfa að fórna líkama eða sál til mikils erfiðis. Og í flestum menningarlöndum til forna voru til reglur, sem voru því til varnar, að menn freistuðust til að grípa til frumstæðustu bragða í samkeppninni. Fróðir menn segja, að í mjög fornum kínverskum rétti hafi verið ákvæði, sem bönnuðu ótil- hlýðilega auglýsingastarfsemi á þeirrar tíðar vísu, og mörg löggjöfin lagði viðurlög við því, að menn leit- uðu hagnaðar í viðskiptum með því að nnita starfs- mönnum kepjnnautanna. Víða voru ákvæði, sem lögðu viðurlög við því að falsa mál eða vog. t Hamúrabís- lögum, segir t. d. eitthvað á þá leið, að hafi maður selt af hendi vanmælt silfur eða korn, en fengið í skiptum korn eða silfur réttmælt, skuli sá hinn svikuli kaupnauturinn taj)a öllu því, er hann hefur af hendi látið. Eigi skal sigla undir fölsku flaggi. Fram eftir öldum var viðskiptalífinu og þannig háttað, að óheiðarleg kej)pni átti erfitt uj)j)dráttar og gefur því ekki þann höggstað á sér, að þörf væri reglna til takmörkunar á samkeppninni. Gagnvart ein- stökum yfirsjónum viðskiptamanna þótti þó einnig í þann tíð rétt að setja nokkrar reglur, og er þannig frá því greint, að Liineborgarreglugerð frá því um 1400 bannar kaupmanni að hefja eigin vörur til skýjanna. en lasta vöru keppinautsins. Bartskerum í Hamborg var um sama leyti bannað að lokka til sín sveina í iðninni frá kollegum sínum, og ströng refsing var við því lögð, vafalaust af góðum smekk og viðkvænmi gagn- vart framleiðsluvörunni, að menn seldu vín undir fölsku nafni, þannig t. d. Rínarvín fyrir franskt vín og öfugt. Síðar verða svo til, a.m.k. í Frakklandi og Austurríki, reglur, sem banna kaupmönnum að nota í skillum sínum merki eða myndir, sem aðrir nota fyrir, og að gefa þjónum sínum nýársgjafir, en það var á þeim stöðum litið á sem mútur í þá tíð. Svij)- aðar reglur og skyldur hafa þekkzt víða. Trygging góðra verzlunarhátta. Þegar svo þróun efnahagsmálanna var komin á það stig, að athafnalífið braut af sér öll bönd, varð mönnum fljótlega Ijóst, að ótakmarkað frjálsræði gat verið tvíeggjað. Því að ekki einasta gátu góðir menn og heiðarlegir aflað sér ávinnings með verzlunar- frelsinu, heldur var einnig erfitt að isporna við því, að þau öflin, sem vildu maka krókinn með miður við- urkenndum aðferðum, flytu með. Þá varð tímabært að fara að hugsa til að setja almennar allsherjarreglur til FRJÁLS VERZLUN 75

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.