Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 11
NJÁLL SÍMONARSON: Þar fá menn Shakespeare í kaupbæti 9& cmsóÁn á 9et/c 'coat /?, ane niar /ad inn i .Gonc/on Milljónii Lundúnabúa kannast við hana, þessa þröngu, hávaðasömu, óhreinu og fjölförnu götu. Þús- undir erlendra ferðamanna, sem heimsækja England, eiga erfitt með að gleyma henni, því hún á sennilega ekki sinn líka. Þetta er víðkunnasti útimarkaður Lund- únaborgar, og gatan heitir Petticoat Lane, — ósköp yfirlætislaust nafn. Margur Lundúnabúinn væri þó til með að segja þér, að Petticoat Lane eé alls engin gata. „Þetta er sérstök stofnun,“ segja þeir og hafa tals- vert til síns máls. Hundrað þúsund á dag. Bezt er að heimsækja þetta sérstæða alhafnasvæði Lundúnaborgar á sunnudagsmorgni. Þegar maður stekkur út úr strætisvagninum við Aldgate í austur- hluta borgarinnar, verður manni ósjálfrátt starsýnt á allan þann aragrúa fólks, sem svo til fyllir nærliggj- andi götur. Mannhafið er svo mikið, að ill mögulegt er að komast áfram, þangað sem ferðinni er nú aðal- lega heitið — inn á markaðssvæðið á Pelticoat Lane. Er þetta þó engin furða, þegar þess er gætt, að mann- fjöldinn, sem heimsækir markaðinn á hverjum sunnu- dagsmorgni er talinn hvorki meira né minna en 100.000, eða meira en 2/3 hlutar íbúatölu íslands. Ósennilegt er, að allur þessi fjöldi fari úl á Petlicoat Lane einvörðungu til að verzla. Margur maðurinn fer þangað einungis fyrir forvitnissakir til að kynna sét af eigin reynd þetta sérkennilega andrúmsloft, sem þar er að finna. Kvöldkjólar og franskur ostur. Petticoat Lane er þröng gata, því verður ekki neit- að, og hún er um hálfur kílómetri á lengd. Gatan er eiginlega lítið frábrugðin öðrum verzlunargötum á virkum dögum. En þegar sunnudagarnir rísa upp, þá breytist allt. Frá því klukkan átta á sunnudagsmorgni þangað til klukkan tvö eftir bádegi er Petticoat Lane og aðliggjandi götur þaktar um 1000 söluvögnum og skúrum misjafnlega skrautlegum, þar sem kaupa má jafnt kvöldkjóla sem saltaða isíld, grammófónnálar cem píanó, leikföng, bækur, snyrtivörur og nærfatnað. franskan ost, amerísk „style“ bindi og afríkanskar leðurvörur, svo eitthvað sé nefnt. Og hvers konar fólk er það nú, sem selur þennan varning? Hjörðin er æði mislit, svo meira sé ekki sagt. Þarna rekst maður á karla og kerlingar, Pólverja, Grikki, Araba og Eng- lendinga — allir önnum kafnir að koma út varningí sínum, og allt er þetta fólk hvert fyrir sig þýðingar- mikill hlekkur í viðskiptaheimi Petticoat Lane. Rœðusnilld og sölumennska. 'Sölumáti verzlunarstéttarinnar á Petticoat Lane markaðnum er að ýmsu leyti skemmtilegur, og frá- brugðinn er hann því, sem við eigum að venjast hér heima. Litli Malayinn í sínum veikbyggða sölu- skúr, sem komið hefur verið fyrir á gangstéttinni, er framúrskarandi mælskur. Á honum kjaftar bókstaf- lega hver tuska. Fjöldi manns hefur staðnæmst við „sölumusteri“ Malayans, og hlustar með eftirtekt á þrumandi ræðu hans, sem krydduð er sterkum lýsing- arorðum, sem tileinkuð eru gæðum varnings þess, er hann býður. Sannfæringakrafturinn í málfari þessa sölumanns er ólrúlegur. Hvergi bjóðast svona óvið- jafnanlega ismekklegar og endingagóðar vörur fvrir jafn hlægilega lágt verð og hér er um að ræða. Slíkt tækifæri og þetta býðst ekki nema einu sinni á manns- aldri. Á svip sölumannsins má lesa, að miklir bjálfar væru þeir menn, sem slepptu af svona kostakjörum. Hvaða áhrifum verður fólk svo fyrir, sem hlustað hefur á slíkan sölufyrirlestur í nokkrar mínútur? Margir kaupa þennan „óviðjafnanlega, smekklega, end- ingagóða og ódýra hlut,“ enda þótt þeir í fyrstu hefðv aldrei látið sér detta í hug að eignast hann og þurfi í mörgum tilfellum aldrei á honum að halda. Mönnum FKJÁLSVERZLUN 83

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.