Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 14
til endurskoðunar- og fjármáladeild S. Þ. Framtölin eru endurskoðuð og skattur reiknaður út. Vann ég við þessi skattframtöl og kynntist þannig skatlafyrir- komulagi Bandaríkjanna að nokkru leyti. Persónufrádráttur í Bandaríkjunum er $600,00 fyrir hvern einstakling, og fyrir hvern þann, sem skattgreiðandi hefur á framfæri sínu, má hann draga frá $ 600,00, eða næstum 10 þús. krónur, miðað við núverandi gengi á dollara. Eru ákvæðin varðandi per- sónufrádráttinn mjög rýmileg, t. d. hvað snertir börn, fósturbörn, foreldra, tengdaforeldra og aðra nána ættingja, svo sem föður- og móðurbróðir, afa og ömmu og systkinabörn. Er framfæri allra þessa fyrrgreindu aðila frádráttarhæft. Skilyrði er aðeins, að viðkomandi skattgreiðandi eyði að minnsta kosti $600,00 til styrktar eða framfærslu þess, sem hann fær frádrátt fyrir. Þegar náð er 65 ára aldri eða ef viðkomandi er blindur, tvöfaldast persónufrádrátturinn. Skattar eru tvennskonar: 1) ríkisskattur, 2) skattur til þess fylkis, sem skattgreiðandi hefur aðsetur í. Er skattur til fylkisins um 3—4%, og hækkar persónu- frádrátturinn þá upp í $ 1.000 á hvern einstakling, þegar sá skattur er reiknaður út. Fylkin fá megnið af tekjum sínum af söluskatti, sem lagður er á vörur og þjónustu. Er hann mismunandi hár, eftir því hvort um nauðsynjavörur er að ræða eða ekki. Allur annar frádráttur er mjög rýmilegur, i. d. er sjúkrakostnaður frádráttarhæfur, svo og gjafir til kirkna og góðgerðarstofnana. Hjón eru skattlögð í sitt hvoru lagi, ef þau óska þess. Ggta þau skipt tekjunum til helminga og notið þannig lægri skattstiga. Hver skattgreiðandi reiknar sjálfur út skatta sína, og um leið og hann skilar af sér skattframtalinu, sem á að gerast fyrir 15. marz ár hvert, sendir hann ávísun til greiðslu á sköttum sínum. Framtal hans er síðan endurskoðað af skatlyfirvöldunum. Ef skekkjur koma fram við yfirreiknun á framtalinu, er skattgreiðanda til- kynnt um það síðara hluta árs, og þarf hann þá að senda viðbótargreiðslu eða fær endurgreitt, eftir því hvað við á. Með sh'ku fyrirkomulagi sparast innheimtukostn- aður þess opinbera og fyrirhöfn beggja aðila. Utgáfa skattskrár eins og hér tíðkast, er óþekkt fyr- irbrigði þar í landi. Undruðust menn stórlega, er ég sagði frá fyrirkomulagi þeirra mála hér heima. Eignaskattuv og veltuútsvar þekkjast ekki í Banda- ríkjunum. Ríkið stillir sköttum sínum það í hóf, hvað snertir fyrirtæki, að þeim er kleift að auka slarfrækslu sína og færa út kvíarnar á eðlilegan hátt. Tapsfrá- dráttur fyrirtækja hefur áhrif bæði tvö ár fram fyrir sig eða tvö ár aftur í límann. Á þann hátt gela fyrir- tækin, ef þau tapa eitt árið, en hafa grætt önnur, látið umreikna skatta sína og fengið þannig fé, sem áður var greitt í ríkissjóð, til að rélta við fjárhaginn. Ef horft er fram í tímann, þá er ríkið á þann hátt að tryggja sér varanlegar skatttekjur. Því er öðruvísi varið hér á landi, þar sem allt er þurrausið af ein- staklingum og fyrirtækjum í skatta og gjöld til ríkis og bæja. — Kynntir þú þér aðrar hliðar d starfsemi S. Þ.? Ég kynnti mér lítillega skipulagningu og starfshætti Sameinuðu þjóðanna. Er margháttaðri fræðslu- og kynningarstarfsemi haldið upj)i innan og á vegum S. Þ. Kvikmyndir sýndar frá þátttökuþjóðunum, og fyrirlestrar haldnir um ýmis málefni, sem snerta S. Þ. Meðal starfsmanna samtakanna eru starfandi margs- konar félög og klúbbar til eflingar nánari kynnum þeirra á milli. Hvað starfa margir íslendingar ó vegum S. Þ. í New York? Ég var fyrsti Islendingurinn, sem var ráðinn beint héðan að heiman. Fyrir var íslenzk stúlka, sem búsett er í New York. Starfaði hún í upplýsingadeildinni. Nafn hennar er Kristín Björnsdóttir. Tveimur mánuðum eftir komu mína vestur, kom ívar Guðmundsson, ritstjóri, þangað. Starfar hann, sem kunnugt er, við upplýsingaþjónustu samtakanna. G. M. Eftirlit með sölubúðum. Framh. aj hls. 80. unartímann mikið frá því, sem nú er. Rannsóknir nefndarinnar á þessu atriði sýndu, að 30% neytenda óskuðu eftir að búðir væru ojmar eftir kl. 6,15, en 69% þessara neytenda voru verkamenn. Aðrar rannsóknir leiddu í ljós, að 59% verksmiðju- verkamanna þurftu að komast í verzlanir eftir kl. 6,15, og 80% þeirra verkakvenna, sem annast sjálfar inn- kaup sín, þurftu að gera þau eftir kl. 6,15. Lokunar- tími kl. 7 reyndist hinsvegar fullnægjandi hjá yfir- gnæfandi fjölda neytenda. Nefndin segir, að ákvæðin um lokunartímann hafi áður fyrr verið til mikillar verndar starfsmönnum, en nú sé að nálgast það takmark, að löggjöf um lokun- arlíma söluhúða geli ekki veitl þeim frekari vernd, vegna tillitsins til þarfa neytendanna. Allar frekari takmarkanir á vinnutíma starfsmanna verði starfsfélögin að fá fram eftir öðrum leiðum, og mun nefndin með því eiga við frjálsa samninga laun- þega og atvinnurekenda. 86 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.