Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 19
„Holí er heima hvað“ Stærsta iðnsýning, sem haldin hefur verið hér á landi, var opnuð laugardaginn 6. september s. 1. og stóð yfir til 19. október. Sýningin var helguð 200 ára afmæli „Innréttinga“ Skúla Magnússonar fógeta. Að- sókn að sýningunni var mjög mikil og sáu hana yfir 73 þús. manns, eða næstum annar hver landsmaður. Þessi umfangsmikla sýning er merkilegt átak iðnað- arins í landinu. Hún sannar áþreifanlega gildi iðnað- arins fyrir þjóðarbúskap Islendinga. Þar mátti sjá framleiðslugetu þessa þriðja aðalatvinnuvegar þjóð- arinnar í dag. Skipulag sýningarinnar var gott og fjölbreytni mik- il. Þarna vantaði þó fulltrúa nokkurra iðngreina, þ. á. m. fiskmjölsiðnaðarins, en sá iðnaður er mikilvægur fyrir útflutningsframleiðsluna. Fyrirkomulag sýningarinnar var í stórum dráttum þannig: I kjallara hússins sýndu vélsmiðjur og ann- ar þungaiðnaður vélar sínar og framleiðslu. Sýning- ardeildir í kjallaranum vöktu einna hvað mesta at- hygli gesta. Að auki hafði þungaiðnaðurinn til um- ráða útisýningarsvæðið. Á 1. hæð var matvælaiðnaður margs konar, sælgæt- is- og efnagerðir, efnaiðnaður, veiðafæragerðir o.fl. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sýndi þar framleiðslu- vörur frystiiðnaðarins. Skúladeild hafði húsrými á þessari hæð, en hún var gerð til minningar um „Inn- réttingar“ Skúla fógeta. Mátti þar sjá gripi og muni, er tilheyrðu Skúla eða frá tíð hans. Líkan af „Innrétt- ingunum“ var þar til sýnis og eintak af hlutabréfum fyrirtækisins, en þær voru að nafninu til hlutafélags- eign. Táknmyndir og línurit úr þróunarsögu iðnaðar- ins frá dögum Skúla og fram á þennan dag voru þar á veggjum. I fordyri þessarar hæðar, sem er aðalinngangur hússins, gat að líta myndir af íslenzkum náttúruöflum og athafnalífi þjóðarinnar. Hagnýting náttúruauðlinda landsins er enn skammt á veg komin, en verkefnin eru óþrjótandi. Var fordyri sýningarinnar smekklega gert, áhrifamikið og fróðlegt. Á annarri hæð var rafmagns- og raftækjaiðnaður, byggingarefnaiðnaður, svo sem framleiðsla Vikurfé- lagsins, plastvörur o.fl. Iðnaður S.Í.S. hafði um þriðj- ung þessarar hæðar til umráða. Voru sýningardeildirn- ar smekklegar, og vakti sýning á vefnaðarvörum verk- smiðja Sambandsins sérstaka athygli sýningargesta. Þriðju hæð hússins hafði vefnaðarvöru- og leður- iðnaðurinn til umráða, en þar voru einnig prentsmiðj- ur og listiðnaður. Allskonar vefnaður og fatnaður prýddi stofurnar á þessari hæð. Sýningardeild Vinriu- fatagerðarinnar var athyglisverð og framleiðsla verk- smiðjunnar á skjólfatnaði mjög til fyrirmyndar. Nokk- ur fyrirtæki á sviði vefnaðariðnaðarins tóku ekki þátt í sýningunni, og var það miður, þegar svona gott tæki- færi bauðst til að kynna alþjóð framleiðsluvörur þess- arar iðngreinar. Á efstu hæðinni var húsgagnaiðnaðurinn, heimilis- iðnaðarfélagið, iðnaður S.I.B.S. o.fl. Var margt ný- stárlegt og frumlegt að sjá hjá húsgagnaiðnaðinum. Augljóst er, að iðnsýningin hefur haft örfandi áhrif á iðnrekendur. Komu fram á sýningunni margar merk- ar nýjungar, sem aldrei hafa verið framleiddar hér á Iandi áður. Af þeim helztu má nefna dieselvék fram- leidd af Héðni, og þurrkvél, framleidd af Rafha í Hafn- arfirði. Þessar tvær verksmiðjur sýndu þarna einnig íslenzku þvottavélina, sem þær framleiða í sameiningu. S. H. Steindórsson frá Akureyri sýndi þarna fyrsta rafmótorinn. Ofnasmiðjan h.f. sýndi fyrstu íslenzku rafmagnsuppþvottavélina og þvegil, sem kemur í stað gólfklúts, og m.fl. var þarna af nýjum framleiðslu- vörum, sem of langt mál yrði u])j) að telja. Deildin um gernýtingu í iðnaði var mjög athyglis- verð og lærdómsrík. Var gestum gefinn bæklingur til leiðbeiningar og skýringar á þessu mikilvæga atriði. Framh. á bls. 99. FRJÁLSVERZLUN 91

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.