Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 31
sölunnar h.f. skömmu eftir að hann kom til bæjarins.
Árið 1945 seldí Hans hlut sinn í Sjóklæðagerðinni
og byrjaði á nýrri iðjiu teppa- og gólfdreglagerð, er
hann starfrækti til dauðadags.
Árlega var henl tugum tonna af ónýtum fiskilínum.
Þetta hráefni nýtti Hans við iðju sína. Fann hann upp
vélar og lét smíða, sem röktu í sundur fiskilínurnar,
svo að hægt yrði að nota þær í dregla.
Hans var bjartsýnn og þrautseigur athafnamaður,
sem ekki hikaði við að leggja inn á nýjar brautir.
Drenglyndi hans og fórnfýsi var viðbrugðið. Hans
var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Maríu Helgu Guð-
mundsdóttur, missti hann 1937. Eru fimm börn þeirra
uppkomin á lífi. — Síðari kona hans, var Ólafía Á.
Einarsdóttir og lifir hún mann sinn.
Sigurður Þorsleinsson
skrifstofustjóri andaðist 11.
sept s. 1. Hann var Reyk-
víkingur að ætt, fæddur 7.
jan. 1892, og því liðlega
sjötugur að aldri, er hann
lézt. Foreldrar hans voru
þau hjónin Þorsteinn Guð-
mundsson, er lengst starf-
aði hjá Thomsénsverzlun
og síðar varð yfirfiskimats-
maður, og kona hans Krist-
ín Gestsdóttir.
Snemma beygðist krókurinn til þess er verða vildi.
Tólf ára gamall hóf Sigurður verzlunarstörf hjá
Thomsensverzlun, og verzlunarstéttinni tilheyrði hann
upp frá því. Hjá Thomsen starfaði hann í 16 ár. Um
tveggja ára skeið starfaði hann við verzlun I.P.T.
Bryde, og eitt ár var hann hjá Pétri J. Thorsteinsson.
En frá 1913 og til dauðadags starfaði hann við verzl-
un Jes Ziemsen, og stjórnaði skrifstofu verzlunar-
innar.
Sigurður vann störf sín af trúmennsku og skyldu-
rækni. Hann var tryggðartröll, ötull, hispurslaus og
viðmót hans allt ljúfmannlegt, eins og góðum dreng
sæmdi.
Sigurður var meðlimur í V. R. um hálfrar aldar
skeið, tók virkan þátt í félagsstarfinu skömmu eftir
aldamótin og átti sæti í stjórn félagsins. Fyrir þau
störf var hann kjörinn heiðursfélagi á 60 ára afmæli
þess. Meðlimur í Styrktar- og sjúkrasjóð verzlunar-
manna var hann frá 1899.
Kvæntur var Sigurður Amalíú Sigurðardóttur, Jóns-
sonar fangavarðar, sem látin er fyrir nokkrum árum.
Áttu þau þrjú börn uppkomin.
Sigurjón Pétursson for-
stjóri andaðist 1. okt. s.l.
Hann var fæddur í Reykja-
vík 15. júlí 1905, sonur
hjónanna Péturs Sigurðs-
sonar, sjómanns, og Guð-
rúnu Gróu Jónsdóttur, konu
hans.
Um fermingaaldur hóf
Sigurjón starf hjá H. Bene-
diktsson & Co., og starfaði
þar í samfleytt 23 ár. Sam-
hliða starfi sínu stundaði
hann nám við Verzlunarskóla íslands og lauk þaðan
fullnaðarprófi 1924. Gjaldkera- og skrifstofustjóra-
störfum hjá H. Benediktsson & Co gegndi hann til
10. marz 1942, er hann tók við framkvæmdastjóra-
stöðu hjá Hraðfrystistöðinni h.f. í Reykjavík. Er H.
Benediktsson & Co var meðal stofnenda H.f. Ræsis,
var leitað til Sigurjóns um að taka að sér forstöðu
þess fyrirtækis. Hóf Sigurjón starf sitt sem forstjóri
H.f. Ræsis í ársbyrjun 1943 og stýrði því fvrirtæki
til dauðadags. Gekk hann með alúð og sínum alkunna
dugnaði að því að yfirstíga margvíslega byrjunarörð-
ugleika og skapa fyrirtækinu traust og virðingu.
Sigurjón var að eðlisfari félagslyndur og var hon-
um falin mörg trúnaðarstörf í þágu ýmsra félaga og
samtaka. Á yngri árum var hann virkur þátttakandi í
íþróttahreyfingunni, innan vébanda K.R. Iþróttahreyf-
ingin átti ávaUt góðan hauk í horni þar sem Sigurjón
var, og gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum í þágu
liennar um ævina. Átti t. d. sæti í stjórn Í.S.Í. og K.R.
í mörg ár. Hann var áhugasamur um stjórnmál og
formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins síðustu
árin. Hann átti sæti í framkvæmdanefnd Vinnuveit-
endasambands íslands, og í stjórn Rotarvklúbbs
Reykjavíkur. Einnig starfaði hann ötullega að mál-
efnum Oddfellowreglunnar. Formaður bvggingarnefnd-
ar Neskirkju var hann og safnaðarfulltrúi þeirrar
sóknar.
Sigurjón var mannkosta og hæfileikamaður mikill,
vinmargur og vinsæll. Greiðvikni hans og hjálpsemi
var viðbrugðið. Dugnaður hans var frábær, og var
hverju málefni vel borgið, sem hann lagði Iiðsinni
sitt.
Kvæntur var hann Sigríði Loftsdóttur, og lifir hún
mann sinn, ásamt tveimur börnum þeirra.
FRJÁLSVERZLUN
103