Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 32
ísland. Vöruskiptajöfnuðurinn í septem- ber var hagstæður um 19,7 milljón kr. Utflutningurinn í mánuðinum nam 75,8 millj. kr., en innflutn- ingurinn 56,1 millj. kr. Eftir fyrstu 9 mánuði ársins er vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um rúmar 232 millj. kr. Nemur út- flutningurinn 425 millj. kr., en inn- flutningurinn 657 millj kr. Á sama tíma í fyrra var verzlunarjöfnuður- inn óhagstæður um 165 millj. kr. Bretland. Ákveðið hefur verið að halda iðn- sýningu í Glasgow 1954. Markmið sýningu þessarar er að kynna um- heiminum hina mikilvægu breytingu og framför í iðnaði Skotlands frá því er síðasta sýning var haldin. Sérstaklega má benda á hina öru þróun í framleiðslu rafmagnstækja og vandsmíðaðra véla, svo og í ýms- um greinum efnaiðnaðarins. Sam- tímis hafa svo orðið stórstígar fram- farir í öðrum iðngreinum. Er undir- búningur að sýningunni þegar haf- inn. i I Nú með haustinu hefur eftirspurn eftir garni og vefnaðarvörum aukizt til muna, sem aftur á rót sína að rekja til kaldari veðráttu í ýmsum löndum heims. Miklar hirgðir af vefnaðarvörum og garni voru fyrir hendi, þar sem útflutningur þessara vörutegunda var teljandi það sem af er árinu, miðað við það sem áð- ur var. Hefur þegar rætzt nokkuð úr erfiðleikum vefnaðariðnaðarins. Pantanir hafa borizt víða erlendis frá og salan á innanlandsmarkaðin- um einnig aukizt. Bretar eiga í harðri samkeppni á heimsmarkaðinum við Japani, sem bjóða framleiðsluvörur sínar, þ.á.m. vefnaðarvörur, lágu verði. Baðm- ullariðnaðurinn er stundum kallað- ur ein af lífæðum Bretlands, en þessi iðnaður hefur einnig orðið lífæð viðskipta í löndum eins og Japan og Indland. Það er því mik- ilvægt fyrir þjóðir þessar, að þær troði ekki niður hverja aðra, heldur nái samkomulagi um útþenslu við- skiptanna. En viðhorf Japana er of- ur skiljanlegt. Japanska kaupmenn vantar samband við meginland Asíu. Þeir hafa því snúið viðskipt- um sínum til Suð-Austur Asíu, landanna við botni Miðjarðarhafs, Afríku og Suður-Ameríku, og þar með farið yfir á viðskiptasvæði, sem Bretar sátu næstum einir að. Árið 1939 fór 38% af útfluttri vefnaðar- vöru Japana til Kína, en 1951 að- eins 1%. Áhugi Japana fyrir öðrum mörkuðum er því augljós, og heima fyrir eru vinnulaunin lág, svo að þeim reynist létt að keppa við aðr- ar þjóðir um heimsmarkaðinn. Bretar standa nú fremstir allra þjóða hvað snertir kjarnorkurann- sóknir og framleiðslu geislavirkra efna, hvort sem það er til hernaðar eða friðsamlegra nota. Útflutningur landsins á geislavirkum efnum til notkunar við lækningar og í iðnaði er meiri en allra annarra þjóða til samans. Á einu ári fluttu þeir út geislavirk efni til 37 landa. Yfir 390 nýjar verksmiðjur hafa verið reistar og endurbyggðar í Wales síðan árið 1945. Iðnaður þessa landshluta er orðinn fjöl- breyttur, en fyrir síðustu styrjöld var þar mest megnis um hráefna- vinnslu að ræða, svo sem kol, járn og stál. írland. Fyrir hálfu öðru ári síðan var sett á stofn bifreiðaverksmiðja i Dyflinni til samsetningar á þýzku almenningsbifreiðinni (Volkswag- en). Hefur starfsemi verksmiðj- unnar gengið framar öllum vonum, þrátt fyrir harða samkeppni af hálfu Breta og Bandaríkjamanna. Eru þýzku bifreiðarnar orðnar fimmtu í röðinni af bifreiðainn- flutningi landsins. Fyrstu fimm mánuði þessa árs seldi verksmiðj- an 400 vöruflutningabifreiðir. Sviss. Svisslendingar eru án efa ein auðugasta þjóð heims. Allt frá styrjaldarlokum hefur verið sam- fellt tímabil velmegunar og hag- sældar, og enn sjást þess engin merki, að breyting á högum þjóðar- innar sé í nánd. Efnalegt ástand landsins er það heilbrigðasta í Evrópu og víðar. íbúar landsins eru 104 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.