Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 34
Egill Guttormsson stór- kaupmaSur varð sextugur 1. okt. s. 1. Hann er fæddur að Ósi í Hörgárdal, Eyja- firði, árið 1892. Fimmtán ára að aldri, árið 1907, fluttist Egill til Reykjavík- ur og réðst til verzlun- arstarfa hjá föðurbróður sínum, Gunnari Einarssyni, er hér hafði með höndum umfangsmikinn atvinnu- rekstur. Þremur árum síð- ar, er Gunnar hætti verzlunarrekstri sínum, fór hann til Edinborgarverzlunar, sem þá var einhver mesta nýtízkuverzlun hér í bæ. Árið 1913 fór Egill til Th. Thorsteinssonar, sem starfrækti verzlunina „Liver- pool“ í kjallaranum á Vesturgötu 3. Hjá honum starfaði Egill til ársins 1919, en upp úr því fór hann að hafa sjálfstæðan rekstur að verulegu leyti, og 1929 stofnaði hann umboðs- og heildverzlun þá, er hann hefur starfrækt síðan. Hefur Egill sérstaklega verzlað með jiappírsvörur og ritföng, og er verzlunin fyrir löngu landsþekkt fyrir góðar vörur í þeirri verzlun- argrein. Það er að bera í bakkafullan lækinn að kynna verzlunarmönnum Egil, svo þekktur sem hann er í þeirri stétt. Hann var um langt skeið einn helzti forgöngumaður V. R., átti sæti í sljórn félagsins og formaður þess í nokkur ár. Fyrir hið mikla og óeigin- gjarna starf hans í þágu félagsins, kaus V. R. Egil sem heiðursfélaga fyrir nokkrum árum. Formaður stór- kaupmannafélagsins hefur hann verið í nokkur ár, og í stjórn Verzlunarráðs Islands hefur hann átt sæti síð- ustu 3 árin. lEgill hefur, eins og sjá má af framangreindu, látið stéttar- og félagsmál mikið til sín taka, enda ötull liðs- maður í öllum þeim málum, er hann lætur sig varða, Hann er alls staðar hinn trausti og ábyggilegi félagi, sem allir bera fyllsta traust til. Á þessum tímamótum í ævi hans færir V.R. hinum góða félaga hugheilar þakkir fyrir heillaríkt starf í þágu þess og óskar, að hann megi lengi við njóta enn. Carl Hemming Sveins sölustjóri varð fimmtugur 5. okt. s.l. Hann er fæddur í Kaupmannahöfn árið 1902, sonur hjónanna Sveins Hallgrímssonar, hankafé- hirðis, og Ellenar konu hans. Hemming, eins og hann er kallaður í daglegu tali, þekkja vel flestir verzlun- armenn þessa bæjar og ' víðar. 1 meir en 25 ár hef- ur hann verið starfsmaður verksmiðjanna Hreins, Nóa og Síríus. Hefur hann áunnið sér traust liúsbænda og viðskiptavina í sölustjórastarfinu. .Skátahreyfingin hefur átt góðan hauk í horni þar sem Heming er. Hefur hann allt frá unglingsárum tekið virkan þátt í starfi þess holla félagsskapar, gegnt þar trúnaðarstörfum og átt sæti um margra ára skeið í stjórn Bandalags ísl. skáta. Samtök verzlunarfólks hér í hæ, V. R., liafa heldur ekki farið varhluta af dugnaði hans og félagshyggju. I stjórn félagsins og í launakjaranefnd átti hann sæti um eitt skeið. Reyndist hann þar tillögugóður og ráðhollur félagsmaður. Hann er aðalfrumkvöðull að stofnun Byggingarsam- vinnufélagi V.R., hefur verið formaður allt frá upp- hafi og unnið þar giftudrjúgt og óeigingjarnt starf. FRJÁLS VERZLUN óskar honum alls þess bezta á þessum tímamótum og biður hann vel njóta. •106 FRJÁLS.Y.ERZIUN ■-

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.