Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 35
FÉLifiSMSL Gerðardómur í ágreiningsmáli um verkaskiptingu I»unn 2. júlí s.l. kvað fferðardómur upp úrskurð út af áffreininffsmáli milli Þórunnar Guðmundsdóttur og; Lífstykkjabúðarinnar li.f. hér í bœ. Iteis mál þetta út af uppsögn nefndrar tórunnar hjá fyrirtækinu. Er hór um talsvert þýðing;armikinn úrskurð að ræða, sem getur verið til leiðbeiningar framveg;is, með bví að ákvaiði samniiiffs um verkahring; afgreiðslufólks eru mjög; óskýr. Birtist hér f heild úrskurður g;erðardóms í máli þessu: Með bréfi dags. 9. júní, snéri Einar Ásinundí-son, hrl. f. h. Þórunnar Guðmudsdóttur, Framnesvegi 8A, hér í bæ, sér til gerðardómsins varðandi ágreining hennar og forráðamanna Lífstykkjabúðarinnar h.f. um starfstakmörk afgreiðslustúlku í búð. Taldi Þórunn, að henni hefði verið sagt upp slarfa með aðeins fjögra daga fyrirvara vegna þess, að hún hefði neitað að þvo búðarglugga og fága rúður. Krefst Þórunn þess, að gerðardómurinn viðurkenni, að benni hafi ekki borið skylda lil að framkvæma umræddan gluggaþvott og fágun án sérstaks samnings. Af hálfu Lífstykkjabúðarinnar h.f. hefur því verið haldið fram, að það falli undir venjuleg afgreiðslu- störf að vinna verk þessi. I málinu er fram komið, að Þórunn var ráðin til af- greiðslustarfa hjá Lífstykkjabúðinni h.f. í vefnaðar- vöruverzlun fyrirtækisins og ekki virðist við ráðningu hennar hafa verið sérstaklega samið um starfssvið bennar. I kiarasamningi Verzlunarmannafélags Reykja- víkur við verzlunarrekendur er ekki um þetla atriði rætt. Leitað hefur verið álits Sambands smásöluverzl- ana um betta alriöi, og segir svo í áliti þess, sem dags. er 20. júní „um það liefur skapazt margra ára föst hefð, að afgreiðslufólk þvoi glugga og þurki af ryk í venjulegum vinnutíma og í sambandi við útstilling- ar, ef gluggar eru þannig standsettir, að því fylgi ekki sérstök lífshætta, t. d. gluggaþvottur að utanverðu af efri hæðum verzlunarhúsa.“ Þegar virt er aðalstarf afgreiðsluslúlkna í vefn- aðarvöruverzlunum, verður að telja eðlilegt, að þeim beri, án sérstaks samnings, að framkvæma venjulega hreinsun glugga verzlunar þeirrar, sem þær vinna í, þar á meðal að þvo og fága gluggarúður að innan. Hinsvegar verður ekki á það fallizt, að slíkum af- Bókadálkur LÖG OG RÉTTUR. Eftir Ólaf Jóhannesson, prófessor. Bók um íslenzka lögfræði, almennt, hefur ekki kom- ið út í um það bil 200 ár hér á landi og er því full nauðsyn, að sh'kt rit komi út. í Háskólanum var við kennsluna stuðst við erlendar bækur, danskar og norsk- ar, með því að íslenzkt rit var ekki til. Bók próf. Ólafs Jóhannessonar, Lög og réttur, bætir úr þessari vöntun á myndarlegan hátt. Undirtitill henn- ar er: „Þa:ttir um íslenzka réttarskipun,“ og er bókin í 7 höfuðköflum. Fyrst er kafli um stjórnarskipun og stjórnsýslu þar sem tekin eru til meðferðar grundvöll- ur stjórnskipunarinnar, þing og landsstjórn, sveitar- stjórn og almenn mannréttindi borgaranna. Næst kem- ur um einstaklinginn, lögfræði hans og almennan rétt, þar næst hjúskaparréttur og afstaða til barna og síðan erfðaréttur og búskipti. Loks kemur langur kafli um allskonar fjármunaréttindi og að síðustu kaflar um refsivörzlu og dómgæzlu og réttarfar. Bókinni fylgja formálar nokkurra skjala og eru þeir til leiðbeininga, þó fyllra sé um slíkt í Formálabók þeirri, sem nýlega hefur veriö endurútgefin. Má segja, að þeim viðauka hefði mátt sleppa, en lengja í þess stað annaö efni. Eins og gefur að skilja eru þeir þættir löggjafar fjölmargir, sem bókin snertir lítiö eða alls ekki. En bókin nær því vel að ná til nokkurra greina löggjafar, sem snerta svo að segja hvern borgara. Efninu eru gerð skil á greinargóðan hátt, en aldrei verður hjá því komizt að efni, sem er mjög samanþjappað, verði nokkuð „þurrt“ aflestrar með köflum. En í bókinni er mjög margur fróðleikur og er hún ágæt handbók fyrir almenning um það, sem hún nær til. Bókin er all stór eða tæpar 400 bls. með þéttu letri og er því talsvert efnismikil. Bókaútgáfa Menningar- sjóðs gefur ritið út. E.Á. greiðsluslúlkum sé, án sérstaks samnings, skylt að þvo eða fága glugga og gluggarúður að utan. . ÁLYKTUN: Þórunni Guðmundsdóttur var skylt að hreinsa glugga, j)vo og fága gluggarúður verzlunar Lífsstykkjabúðar- innar h.f. að innan, en ekki að utan. FRÉÁlrS VEJRZLUN 107

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.