Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 29
Stærsta skipið, sem tekið hefur verið í Slippinn til l>essa, er strandferðaskipið ..Hekla'*. kvæmdir að nýju. Sumarið 1932 tók svo Sigurður Jónsson verkfræðingur við framkvæmdastjórn Slipp- félagsins, og hefur hann gegnt því starfi síðan. Fyrsti togarinn í slipp. Má segja, að brotið hafi verið nýtt blað í sögu fé- lagsins um þetta leyti, þar sem hafist er handa um bygg- ingu tveggja nýrra dráttarbraula. Bygging þeirrar minni var hafin í september 1932, og var hún full- gerð í desember sama ár. Var þá fyrsti togarinn dreg- inn á land réttu 31 ári eftir að Tryggvi Gunnarsson kom fyrst fram með tillöguna um stofnun dráttar- brautar. Ári síðar var stærri brautin byggð, og gat hún tekið allt að 1000 lesta skip. Merkum áfanga var náð með þessum framkvæmdum, því áður hafði ekki verið unnt að draga togara á land í neinum slipp á Islandi. Stœrsta drdttarbrautin. Framþróun Sli])pfélagsins heldur áfram, og á ár- unum 1941—’43 reisir félagið stórhýsi í stað hinna gömlu og ófullkomnu húsa, sem það átti áður. Ný dráttarbraut fyrir 1500 lesta skip er fullgerð 1948 ásamt hliðarfærslu fyrir þrjú skip af stærð nýsköpun- artogaranna. Slip])urinn getur nú tekið á land full- hlaðinn togara af nýjustu gerð, og er það mikil bót frá því, sem áður var. Þurfti þá oft að taka afla úr skipum áður en þau voru dregin í slipp, sem hafði mikil óþægindi og kostnað í för með sér. Strandferða- skipið „Hekla“ er stærsta skipið, sem komið hefur í Slippinn til þessa. Farið inn á nýjar brautir. Auk þess að fást við umfangsmiklar skipaviðgerðir rekur Slippfélagið í dag fullkomna trésmiðju með fyrsta flokks vélum. Eru þar framleiddir gluggar, hurðir, fánastengur, og ýmiskonar önnur trévinna er þar innt af hendi. Þá á félagið sína eigin málninga- verksmiðju, þar sem framleiða má allt að 500 smá- lestir af málningu á ári. Ennfremur rekur Slippfé- lagið verzlun, þar sem eru á boðstólum allskonar vör- ur til skipa, útgerðar o.s.frv. — Stjórn Slippfélags- ins skipa nú: Geir G. Zoega vegamálastjóri, formað- ur, Kristján Siggeirsson, kaupmaður, varaformaður, Tryggvi Ófeigsson, útgerðarmaður, og Valgeir Björns- son, hafnarstjóri. Starfsemi þessa ])jóðþrifafyrirtækis um hálfrar ald- ar skeið hefur stuðlað að þróun útgerðar í landinu og vaxið til mikilla átaka í höndum forsjálla og fram- takssamra manna. Slip])félagið í Reykjavík á eftir að leggja út á nýjar brautir á komandi árum og sýna með því enn betur þann stórhug, sem einkennt hefur alla starfsemi þess allt frá hyrjun. FRJÁLS VERZLUN 101

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.