Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 4
tryggingar góSum verzlunarháttum. Raunar litu á sínum tíma ýmsir sanntrúaðir liberalistar óhýru auga sérhverja tilraun til takmörkunar á algeru athafna- frelsi. í franskri kenningu um viöskiptamál frá 19. öld segir þannig, „að menn banni ekki sólina, þótt hún brenni jörðina. Þannig má ekki heldur banna sam- keppnina, því að hún er athafnalífinu það, sem sólin er heiminum.“ — En almennt var nú farið að huga að því, að með viðskiptafrelsinu og þeirri framleiðslu- aukningu, sem henni fylgdi, kom baráttan um við- skiptavinina, og auglýsingastarfsemin fékk byr undir báða vængi. Þegar mikiö var í húfi, hlaut freistingin fyrir óhlutvanda menn óneitanlega að verða nokkuð mikil til að neyta ýmissa bragða, sem ekki voru alltof heiðarleg, til að komast fram úr keppinautnum. Því til varnar urðu svo til í lok síðustu aldar og á þessari öld ýmis heildarlög til að koma í veg fyrir óréttmæta verzlunarháttu. Frakkland átti þar forystuna í fyrstu, en flestar þjóðir hafa fengið löggjöf um þessi efni síðar, bæði með beinum, settum lögum og um dóm- venju. Þróunarsaga þeirra löggjafar er mikið efni og fróðlegt, en verður að sjálfsögðu ekki rakin hér. Ýmsir höfundar hafa flokkað þá löggjöf, sem bein- línis lýtur að vörnum gegn ólögmætum verzlunar- háttum, undir heitið samkeppniréttur í fræðikerfinu. í íslenzkri löggjöf eru mörk ákvæði, sem lúta til tryggingar heiðarlegum verzlunarrekstri, bæði að því er varðar keppinautana og viðskiptavinina. En sem dæmi um þá beinu löggjöf, sem varðar samkeppnina, má nefna lög nr. 84/1933, um varnir gegn óréttmæt- um verzlunarháttum, og lög nr. 43/1903, um vöru- merki. Örfá atriði í sambandi við fyrrnefndu löggjöf- ina skulu nefnd hér. Hœstiréttur dœmir í skrumauglýsingamáli. í lögunum eru fyrst almenn ákvæði, sem banna seljendum að gefa út villandi upplýsingar um vöruna í því augnamiði að hafa áhrif a eftirspurn hennar eða sölu, og mönnum gert að skyldu að gæta þess, að allar auglýsingar séu „látlaust orðaðar, lausar við skrum og hæpnar fullyrðingar, en segi það eitt, sem satt er og rétt í öllum greinum.“ Er sérstaklega bannað að setja „vill- andi auðkenni“ á vöruna, umbúðir, einkennismiða, auglýsingaspjöld, reikninga o.s.frv. Skýra lögin síð- an nánar, hvað átt er við með orðinu „villandi.“ Skv. öðru ákvæði laganna varðar það sakarauka, ef hin villandi auðkenni eru breidd út með almennum aug- lýsingum. Sjálfsagt er það nokkurt matsatriði, hvenær auglýsing er „látlaust“ orðuð eða ekki o.s.frv. Hæsti- réttur hefur nokkrum sinnum fjallað um efni, sem þetta varða. Má t.d. nefna dóm í allgömlu máli. Fyrir- tæki nokkurt hafði í víðlesnu dagblaði auglýst, að framleiðsluvara þess væri framleidd úr „dýrustu og beztu“ efnum og hún væri gerhreinsuð í vélum, sem ekkert annað fyrirtæki hér á landi hefði. Sérfróðir menn voru beðnir álits um, eftir að kæra baist um þessi efni, hvort staðhæfingarnar fengju staðizt. Af niðurstöðum þeirra og öðrum atvikum var metið, að upplýsingarnar í auglýsingunni væru villandi, og var ábyrgðarmaður auglýsingarinnar dæmdur í sekt. í undirrétti var hann daímdur í 50 kr. sekt og þá m. a. tekið tillit til þess, að „um langan aldur hefur tíðkazt, að auglýsendur gengju eins langt og unnt hefur verið í Iofi um vörur sínar,“ og brotið væri smávægilegt. Ha'stiréttur hækkaði sektina í 100 kr. —• Kaupbœtir bannaður. I lögunum eru ennfremur ákvæði, sem banna mönn- um að selja eða hafa á boðstólum vörur, sem merktar eru alþjóðamerki hjúkrunar- eða mannúðarstarfsemi, enn fremur að nota ríkisskjaldamerki án þess að hafa fengið til þess sérstakt leyfi, og nokkur skyld ákvæði. í 14. gr. er bannað að gefa með verzlunarvörum kaup- bætismiða, happdrættismiða, vörugjafir eða annað, sem dregið geti kaupendur til að kaupa þá vörutegund vegna verðmætis í því, sem henni fylgir. Auglýsingar um þess háttar kaupbæti eru einnig bannaðar. í máli, sem Hæstiréttur fjallaði um úl af kæru um brot á þeirri grein, voru atvik þau, að í haframjölspökkum, voru að auki vatnsglös, eitt í hverjum, og var utan á pakkanum mynd af vatnsglasi og texti, sem skýrði frá tilvist þess í pakkanum. Niðurstaðan varð sú, að und- irréttur taldi, að tilgangur ofannefndrar lagagreinar væri sá að koma í veg fyrir, að óskyldum vörum væri blandað saman í verzlun og með því reynt að afla vörutegund vinsælda með öðru móti en verðleikum sjálfrar hennar. Var og talið, að vatnsglas hefði verið látið fylgja hverjum pakka í þeim tilgangi að auka söluna á haframjölinu. Eftir þeim málalokum dæmdi undirréttur fyrirsvarsmann sölufyrirtækisins í 300 kr. sekt fyrir brot á nefndri grein. Ilæstiréttur lækkaði sektina í 100 krónur. Með þe:sum dreifðu dæmum um þessa löggjöf um varnir gegn órétlmætum verzlunarháttum verður hér látið staðar numið. Lögin sjálf og önnur þau ákvæði, sem lúta samkeppnisréttinum, varða hvern þann, sem fæst við verzlun, og sýnist ekki óeðlilegt, að um þau efni verði einhvern tíma síðar fjallað til nokkurrar hlítar í málgagni verzlunarmanna. 76 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.