Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 22
UTI I HEIMI! Soerfyiur í Hlllífi HlÍSIÐ? Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum nálgast nú óðum. Þeir Eisenhower, hershöfðingi, og Stevenson, fylkisstjóri, eru á stöðugum ferðalögum um landið þvert og endilangt haldandi fjölmargar ræður, þar sem þeir skýra viðhorf sín til innan- og utanríkismála. Þar sem fyrirkomulag allt til forsetakjörs í Banda- ríkjunum er í fáu líkt því, sem Evrópumenn eiga að venjast, er ekki úr vegi að athuga nokk- uð, hvernig háttar til með aðdraganda að kosningu Bandaríkja- forseta. Forsetinn er kjörinn til fjögurra ára í senn. I júlí- mánuði það ár, sem kosning fer fram, er venjan sú, að stjórn- málaflokkarnir haldi flokksþing ' sín, þar sem útnefning for- seta- og varaforseta- efna fer fram. Eiga flokksþing þessi ekki sinn líka í nokkurru landi utan Banda- ríkjanna. Þegar fram- bjóðendur flokkanna hafa verið valdir, er hætta á þeirri freistingu að álíta, að forsetinn sé kjör- inn með nokkurs konar þjóðaratkvæðagreiðslu. Það má til sanns vegar færa, að kosningafyrirkomulagið í Bandaríkjunum leiðir venjulega til sömu úrslita og þjóðaratkvæðagreiðsla, þ.e.a.s., þeir sem kosnir eru forsetar og varaforsetar eru næstum því undantekn- ingalaust þeir frambjóðendur, sem fá hreinan meiri- hluta, eða minnsta kosti meiri hluta greiddra atkvæða. Segja má, að þessi úrslit séu tilviljunarkennd og ekki nauðsynlega spegilmynd kosningafyrirkomulagsins. Til þess að skilja betur, það sem gerist í Bandaríkjunum fram að kosningadegi, hinn 4. nóvember, er nauðsyn- legt að vita einhver deili á kosningakerfinu. KjörráðiS kýs forsetann. Grundvallaratriði þessa kerfis er sú staðreynd, að hvert hinna 48 fylkja innan Bandaríkjanna kjósa sér í Iagi að venju. Næsti forseti og varaforseti verður raun- verulega ekki kjörinn af þeim 98 milljón- um manna, er hafa kosningarétt eða þeim 52 milljónum. sem búist er við að komi á kjörstað, heldur verður hann kjörinn af 531 manna hópi, se n nefnist kjörráð. Þetta ráð kemur þó ekki saman til funda í heild. Stjórnarskrá- in mælir svo fyr- ir, að atkvæðatala hvers fylkis í kjör- ráðinu skuli vera jöfn tölu þing- manna þess í báð- um deildum þingsins. Hvert fylki hefur tvo öldungadeildar- þingmenn (senatora), þannig að tala þeirra í þinginu er 96. 1 fulltrúadeildinni eru 435 þingmenn, en við manntöl þau, sem framkvæmd eru líunda hvert ár, er þingmannatala hvers fylkis endurskoðuð og henni breytt í samræmi við breytingu á fólksfjöldahlutföll- um milli fylkja. Hvert fylki skal þó ætíð hafa að minnsta kosti einn þingmann í fulltrúadeildinni. Með tilliti til þessa hafa minnstu fylkin þrjú atkvæði í kjörráðinu á sama tíma og New York hefur 45. Það sem raunverulega skeður hinn 4. nóvember n.k. er, að kjósendur í hverju einstöku fylki, kjósa fulltrúa sína UNITED STATES ELECTIONS, 1952 Figuret mdicot* rumber of prentfínfiol electort from eoch tiote fhit yeor ; the total number of electort it 531 t tndicottt Senotor eiecfed thú yeor; 35inoll Govemor " " " 3i ____| Democrotc in 1948 prettdtntiol etectton. Tctol: 303 tltctorol * j I~TS1 Republicon ■ • - - Totol: 189 | r~~T Statet* Rightt • • - Tolol: 3® • ln 1948 one Democrofic elector in Ttmtutt cot» hit vott for tht Stotet' Rightt condidote Tölur tákna fjölda kjörráðsfulltrúa hvers fylkis. Skástrikuðu reitirnir eru fylkin, sem kusu Repúblikana 1948, en hvítu, sem kusu Demókrata. Punktuðu reitirnir eru fylki, sem kusu um fylkisréttindi. 94 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.