Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 33
nær 5 milljónir, og atvinnuleysi þekkist varla þar í landi. Við síð- ustu atvinnuleysisskráningu voru aðeins 1.517 menn atvinnulausir og 5.186 menn voru í lausavinnu, en allir aðrir voru í fastri atvinnu. Skortur er á iðnlærðum mönnum, og hafa Svisslendingar orðið að flytja inn vinnukraft til hinna ýmsu iðn- greina. Nú vinna 132 þús. útlend- ingar í iðnaði landsins, og er það nær 40 þús. meira en á s.l. ári. Þær iðngreinar, sem framleiða til útflutnings, hafa þegar nóg að starfa, og hjá sumum þeirra eru Iiggjandi pantanir tvö ár fram í tímann og lengur. Mikið er einnig að starfa hjá þeim iðngreinum, sem vinna fyrir innanlandsmarkaðinn, og eru t. d. byggingarframkvæmdir injög miklar. Vefnaðariðnaðurínn er sú iðngrein, sem átt hefur við erfiðleika að etja, eins og víðast hvar annars staðar. Hafa safnazt fyrir vörubirgðir hjá mörgum fyrirtækjanna og önnur orðið að fækka vinnustundum slarfsmanna sinna. Horfur hafa þó farið batnandi með haustinu og eft- irspurnin aukizl. Sviss er kunnasta ferðamannaland heims. Náttúrufegurð er mikil, og Svisslendingar kunna öðrum þjóð- um betur að laka á móti ferðamönn- um. Þeim er veillur bezti aðbúnað- ur, sem völ er á, enda eru svissnesku gistihúsin heimsþekkt. Þjónustan við ferðamennina skapar mikla at- vinnu, því að árlega flykkjast ferða- menn . í hundruð þúsunda tali til þessa fagra og hrikalega lands. Vísitala framfærslukostnaðar hef- ur verið um 170 stig nú um eins árs skeið, miðað við 100 árið 1939. Er lalið, að þjóðinni hafi tekizt að stýra hjá verðbólguhætlunni um fyrirsjáanlegan tíma. Vinnufriður er góður og stöðugur í landinu. Ríkir gagnkvæmur skilningur milli atvinnuveitenda og vinnuþiggjenda á skaðsemi verðbólgunnar fyrir þjóð- félagið. Þjóðin er starfsöm, og vinnudagurinn hefst árla dags, kl. 6 eða 7 á morgnana. Skemmtistöðum í Zúrich, stærstu borg landsins, er lokað kl. 12 á miðnætti. Fátækrahverfi og betlarar eru ó- þekkt fyrirbrigði í svissneskum borgum, og þar er heldur ekkert ó- hóf á hlutunum. Þjóðin er nægju- söm, og velmegun þegnanna hvílir á öruggum grundvelli. Holland. Ríkisstjórnin hefur á prjónunum áætlun um endurbyggingu fiski- skipaflota landsins, svo og nýsköp- un fiskiðnaðarins. Er ætlunin að veita 37 millj. gyllin til þessara framkvæmda. Byggð verða 248 ný fiskiskip í stað 469 eldri, og þau út- búin með nýjustu og fullkomnustu tækjum. Kolaframleiðslan í júlí nam 1,1 millj. tonn, á móti 965 þús. tonn- um í mánuðinum á undan. í júlí voru flult inn 428 þús. tonn, og var helmingur þess magns frá Þýzka- landi. Belgía. í fyrsta skipti síðan 1950 varð greiðslujöfnuður landsins gagnvart Greiðslubandalagi Evrópu óhag- stæður um 6,5 millj. dollara í ágúst s.l., en í júlí var hann hagstæður um 8,7 millj. dollara. Þessi óhag- stæði greiðslujöfnuður verður greiddur að hálfu með gulli, en hinn helmingurinn með innstæðum í sjóði greiðslubandalagsins. Noregur. Tekjur Norðmanna af erlendum ferðamönnum árið sem leið námu 8,3 millj. £. Alls komu 481 þús. ferðamenn lil landsins, á móti 525 þús. árið áður. Tekjur af ferða- mönnum eru nú sjöttu í röðinni í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Kanada. Labrador hefur löngurn verið talið lítt byggileg og fánýt auðn, og fáa fýst að nytja landkosti þar norður frá. Landið var fram á síð- ustu ár lítt kannað, og vissu því fá- ir um auðlindir þess. Það hefur legið óáreitt, að heita má, í nepju- kulda norðursins síðan Jacques Cortir leit snæviþakkta tinda þess fyrir hálfri fimmtu öld síðan. Nú hefur verið snúið við blaði. Auð- lindir landsins hafa verið rannsak- aðar nokkuð, en þó ekki til hlýtar. Möguleikar til rafmagnsvirkjunar eru geysimiklir, og má virkja millj- ón kílóvött í ám landsins. Ogrynni málma eru þar í jörðu, svo sem kopar, járn, blý, zink, nikk- el og gljásteinn. Fyrst voru uppgötvaðar auðugar j árngrýtisnámur, er lágu skammt frá landamörkum Quebec og Labra- dor. Hefur þegar á þessu ári verið lögð 350 mílna löng járnbraul norður í auðnina, og á árinu 1954, munu stálbræðslur Kanada og Bandaríkjanna fá járngrýti úr námum þessum. Skógar eru víðáttu- miklir og auðugir í landinu, og mun timburframleiðslan geta orðið arð- vænleg, jafnskjótt og járnbrautar- samband kemst á við þetta mikla og auðuga landssvæði. Bandaríkin. Utflutningurinn féll úr 1,2 millj. $ miðað við júní, niður í 1 millj. $ í júlí. Var útflutningurinn í júlí 20% fyrir neðan mánaðarmeðaltal 1951, og 24% fyrir neðan meðaltal fyrstu 6 mánuði ársins. Innflutningurinn minnkaði á sama tíma úr 860 millj. S, í júní, niður í 836 millj. $ í júlí. Er það um 9% minna en mánaðar- meðaltal 1951, og 7% minna en meðaltal fyrstu sex mánuði ársins. Áætlað er, að á næsta ári fram- leiði bifreiðaiðnaðurinn 5 millj. fólksbifreiðar og 1 millj. vörubif- reiðar auk þeirra, sem framleiddar eru fyrir herinn. Verður þetta um 1 millj. bifreiðum fleira en talið er að framleiðslan verði í ár. FRJÁLS VERZLUN 105

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.