Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 5
OSCAR CLAUSEN: fiíA fyrstu Aratugum frjAusrar verzuunar VI. GREIN Hann var sonur Boga verzlunarstjóra Benediktsen í Stykkishólmi og Jarðþrúðar Jónsdóttur. Hann lærði ekki í skóla eins og aðrir synir Boga, en gaf sig ungur að verzlun. — Hæstakaupslaðinn á ísafirði keypti hann af Ólafi Thorlacius í Fagradal árið 1828, fyrir eina 1500 dali, og borgaði aðeins 300 dali út af kaupverð- inu. — Sjö árum síðar, þegar Ólafur í Fagradal dó, voru þessir 1200 dalir ógreiddir af kaupverði Hæsta- kaupslaðarins og átli þá Jens Benediktsen að fara að borga þá í dánarbú Ólafs. En þá kom það upp úr kafinu, að láðst hafði að setja í skuldabréfið, að hon- um bæri að borga í ,,kurant“ mynt eða silfurdali, og og notaði Jens sér af því og greiddi aðeins 800 dali í silfri, því að þá var seðildalurinn ekki nema 66% virði1) ; þannig eignaðist hann þessa góðu eign fyrir aðeins 1100 dali. — Þegar Jens gerði þessi kaup og tók við verzluninni á ísafirði, var hann aðeins rúmlega tvítugur, en hann hafði öflugan bakhjarl og hyggin ráðunaut, þar sem Bogi faðir hans var. Tók hann þá þegar að reka umfangsmikla verzlun og þilskijiaútgerð á Isafirði. Hann efnaðist þar á injög stultum tíma og varð einn af ríkuslu kaupmönnum landsins. Skömmu síðar key]iti hann 2 verzlunarslaði auk ísafjarðar, en það voru Keflavík og Vestmannaeyjar. -—- Á ísafirði átti hann og gerði út 4 þilskip.2) —- Árið 1832 fór hann að auka útveg sinn. Keypti hann jagt, er hét „Jens Peter den gamle“ og var 214 counn. lest eða 17 smálestir, og var á henni alíslenzk skipshöfn. Var það óvanalegt í þá daga.3) Svo rak hann líka talsverða útgerð í Vestmannaeyjum, var heppinn með hana og græddi mikið fé. Þar gerði hann út 7 þilskip,4) en 3 þeirra voru litlir þiljubátar. — Um þetta bil var útgerð Jens Benediktsen sú stærsta hér á landi. Til þess að flytja vörur til og frá verzlunarstöðum sínum átti hann 4 stór kaupskip.5 6) Stærst og fullkomn- ust var skonnorta hans, er hét „Hekla,“ en hana lét hann byggja norður í Finnmörk, og þegar skipið kom til Kaupmannahafnar, lét hann skreyta það mjög. — í lyftingu var lágmynd af Heklu, en ljón og bjarndýr sitt hvorumegin við, allt logagylt, og svo var framan á skipinu afarmikil úthöggvin „Gallions“- mynd af Þór með hamarinn Mjölni. Var sú mynd í líkamsstærð og einnig logagylt.0) —- Jens var afar- hreykinn yfir þessu skrautlega skipi sínu og veturinn, sem Hekla var útreidd til fyrstu ferðar sinnar til ís- lands, var kaupmaður oft í ski])inu að deginum og heimsóttu landar hans hann þar. Gekk hann þá oft fram og aftur á þilfarinu, sýndi þeim skipið og var hinn kátasti. — Auk þessara skipa álti Jens Benedikt- sen 16. skipið, er hét „Piskator“, og mun það líka hafa flutt vörur til og frá verzlunarstöðunum,“ en vorið, sem hann dó (1841), var skip þetta fullbúið og út- reitt lil fiskveiða norður í höf (til Spitsbergen?) og mun hafa farið þangað um sumarið. — Jens var athafnamaður mikill og græddist honum mikið fé á sluttum tíma. í Kaupmannahöfn átti hann kornmyllu og brauðgerðarhús og voru allar eignir hans virtar, þegar hann dó, á 125.300 Rd., en skuldir hvíldu þá á honum að u|)])hæð 40 þús. dalir. Vorið 1841 fór Jens Benediktsen á uppáhaldsskipi sínu „Heklu“ frá Kaupmannahöfn lil Vestmannaeyja, en þá var „Hekla“ ný af nálinni, og þótti þá ekki prýðilegra kaupskip hafa siglt til íslands, sízt sem Islendingur átti. — í hafi varð hann veikur og vár fluttur í land, strax og til eyjanna kom og dó þar 1) L65 182 fol. 2) Þau hétu: „Jens Peter,“ „Mani,“ „Bogi“ og „Julia". 3) Sbr. Ármann á Alþingi IV. 4) Þau hétu: llákarlinn, Óskabarn, Bóthildur, Elína, Jós- eph, Forsöget og Matthilde. 5) Briggskipið „Seyen,“ galeas „Christense," galeas ,Metha“ og skonnert „Hekla.“ 6) L65 1288 4to bls. 299. FRJÁLSVERZLUN 77

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.