Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 13
Viðtal við EYJÓLF K. SIGURJÓNSSON, löggiltan endurskoöanda. Að starfi hjd SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM Eyjólfur K. Sipurjónsson, endurskoðandi, er nýkominn heim frá Bandaríkjunum, þar sem hann vann á vegum Sameinuðu þjóðanna. Vann hann á annað ár í endurskoð- unar- og f jármáladeild samtakanna og: kynntist ]»ar m. a. skattafyrirkomulagi Bandaríkjanna. Eyjólfur lauk prófi frá Verzlunarskóla íslands vorið 1943, hóf sama ár endurskoðunarnám og lauk löffgildingar- prófi í janúar 1949. Fór hann síðan til Bandaríkjanna til framhaldsnáms og: dvaldi l»ar í eitt ár. Þegar eftir lieim- komuna opnaði hann endurskoðunarskrifstofu hér í bæ. Eftir eins árs starf heima, tók hann sér leyfi frá störfum og; fór vestur á ný, eins og: fyrr er frá greint. FBJALS VERZLUN fór I»ess á leit við Eyjólf, að hann segði lesendum blaðsins eitthvað frá starfi sínu hjá S. P. og hvernig: skattafyrirkomulaffinu er háttað í Bandaríkj- unum. Varð hann g;óðfúsleg;a við þeirri beiðni. Ritstj. — Hver voru tildrög að ferð þinni til Bandaríkjanna? I einu dagblaða bæjarins sá ég auglýsingu frá S. Þ., þar sem óskað var eftir manni til starfa í endur- skoðunar- og fjármáladeild samtakanna í New York. Mig langaði til að kynnast þessu starfi nokkuð nánar og sendi alla mína „pappíra“ til sérstakrar ráðninga- skrifstofu samtakanna. Fékk ég fljótt svar að vestan ásamt nauðsynlegum eyðublöðum til útfyllingar. Var mér jafnframt tjáð, að þessi deild S. Þ. befði mikinn áhuga fyrir að fá starfsmann héðan frá íslandi. — Hvaða störf hafðir þú svo með höndum hjá Sameinuðu þjóðunum? Fyrst vann ég í deild þeirri, sem hafði með allan ferðakostnað að gera, endurskoðaði reikninga þar að lútandi og staðfesti þá. Eru mjög strangar og fa'úar reglur í gildi varðandi öll ferðalög og kostnað starfs- manna S. Þ. Þegar menn ferðast á vegum samtakanna, er samin ferðaáætlun fyrir viðkomandi starfsmenn, leiðir og farartæki ákveðin, og alltaf valin ódýrasta og heppilegasta leiðin fyrir S. Þ. Eru flugvélar notað- ar, þar sem hægt er að koma þeim við, svo að ferðin taki sem stylztan tíma. Allur hótelkostnaður er greidd- ur með föstum dagpeningum. Almennt eru það 10— 12 $, sem hver starfsmaður fær í ferðafé dag hvern, til þess að standast straum af öllum kostnaði í landi því, sem hann dvelur á vegum S. Þ. Hefur hvert land ákveðinn kóta, hvað má eyða miklu. Þessar ströngu reglur eiga að koma í veg fvrir, að starfsmenn S. Þ. hagnist á ferðum sínum. Strangt eftirlit er einnig haft með allri risnu, sem S. Þ. greiða. Ef t. d. einhver yfirmaður samtakanna þarf að bjóða út gestum til málsverðar, þá gilda um það strangar reglur. Má máltíð með vínföngum ekki fara fram úr 3—4 $ á mann, og sjálfur fær yfirmað- urinn ekki nema helming þeirrar up|)hæðar fyrir sig. Fari kostnaðurinn fram úr tiltekinni upphæð, verður yfirmaðurinn að greiða það sem fram yfir er úr eig- in vasa. Gildir þetta jafnt um háa sem lága yfirmenn. Var starf mitt m. a. fólgið í endurskoðun á fyrr- greindum kostnaði. — Geta bandarísk skattamál talizt mjög frá- brugðin því, sem við eigum að venjast hér á íslandi? Hvað er t. d. að segja um persónufrádráttinn þar í landi? Við endurskoðun á ferðakostnaði vann ég í hálft ár, en fluttist þá yfir í deild, sem hafði með endur- greiðslu á sköttum að gera til Bandaríkjaþegna, sem vinna á vegum S. Þ. Allir, sem vinna hjá S. Þ., eru skattfrjálsir, nema Bandaríkjamenn og Kanadamenn. Bandaríkjastjórn hefur neitað að veita þegnum sínúm skattfríðindi og ber fyrir sig, að þeir vinni í heima- landi sínu. Allar aðrar ríkisstjórnir hafa samþykkt skattfríðindi til handa starfsmönnum S. Þ. En sérstakur skatlur er lagður á laun allra starfs- manna S. Þ., sem leggst í ákveðinn sjóð. Úr þeim sjóði er svo greiddur skattur þeirra starfsmanna, sem ekki eru undanþegnir skattgreiðslu frá sinni ríkisstjórn. Er þannig öllum starfsmönnum S. Þ. gert jafnt undir höfði. Þeir, sem fá þannig endurgreiddan skatt sinn úr sjóði þessum, verða að framvísa skattframtölum FRJÁLS VERZLUN 35

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.