Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 6
litlu síðar, aðeins 36 ára gamall. Varð hann öllum harmdauði, er hann þekktu, því að hann var dreng- skaparmaður og talinn vænstur af öllum sínum syst- » kynum.1) Hann var fríður maður og gerðarlegur, glímumaður og karlmenni. Hann var giftur danskri konu, dóttur Capt. Tram, og áttu þau börn, sem merk- ir menn eru komnir af, í Dannmörku2). Ut af hinu snögglega fráfalli Jens Benediktsen spunnust ýmsar sögur og gaus sá kvittur upp, að hann hefði verið ráðinn af dögum, og var yfirvaldi eyjanna jafnvel bendlað við það,3) en það mun allt orðum aukið. Það sanna er, að hann varð, eins og áður er sagt, veikur í hafi og dó af afleiðingum þess. Dánarbú Jens Benediktsen var, eins og fyrr getur, aiar auðugt; skuldlaus eign þess var 85 þús. dalir, er mundi samsvara allt að 700 þús. kr. á okkar tímum. Skuldir þær, sem á húinu hvíldu, voru stofnaðar vegna vörubirgða þeirra, er hann um vorið hafði sent til verzlananna, en um áramótin þar á undan var hann skuldlaus. — Það fór eins um þennan mikla auð, sem hafði verið safnað á einum 13 árum, eins og svo oft vill fara um fljóttekinn gróða, að hann gekk að mestu til þurraðar í höndum þeirra, sem við tóku, en óhöpp steðjuðu líka að. „Hekla“, hið mikla skip, strandaði og fór í spón á næsta ári, og svo féllu afurðir gífur- lega í verði. — Eignirnar voru svo seldar jafnskjótt og kaupendur fengust af þeim. Þannig var Hæstikaupstaðurinn á ísafirði seldur Hans A. Clausen í Kaupmannahöfn ár- ið 1844, en hann keypti þá um leið galeasinn ,.Methu,“ er síðar sigldi svo margar ferðir til Skagaffarðar og Eyjafjarðar í „spekulants“ verzlun. — Eftir 3 ár var svo komið, að skuldir dánarbúsins voru orðnar 114 þúsund dalir, en þá voru allar eignirnar farnar og eng- inn afgangur handa ekkju hans og hörnum. — D L65 937 4to. 2) M. a. Aage Meyer Benediktsen rithöf. og kona Ander- sens forstjóra Austur-Asíufélagsins. 3) — 937 4to. Norsk-íslenzk starfsskipti. Ritari deildar norska norræna félagsins í Gausdal, Bjarne Törudstad, Fallebu, óskar eftir starfi við verzl- un eða skrifstofu í Reykjavík í 3—6 mánuði, en Is- lendingur ynni í staðinn á sama tíma við hans eigin verzlunarfyrirtæki í Noregi. Þeir, sem hefðu áhuga á slíkum skiptum, eru beðnir að skrifa Törudstad, kaup- manni, eða snúa sér til Norrænafélagsins hér. Er ekki einhver kaupsýslumaður hér, sem getur þekkzt þetta góða boð? Bókadálkur formalabók eftir Arna Tryggvason og Bjarna Bjarnason. önnur útgáfa, Beykjavfk 1952. Helgafell. Þessi bók bætti úr brýnni nauðsyn, þegar hún kom út í fyrstu útgáfu árið 1941. Formálabók Einars Arn- órssonar var þá orðin 30 ára gömul og eðlilega úrelt, þó þún væri mjög nytsamleg á sínum tíma. Bækur um lögfræðileg efni eru oft og tíðum fljótar að verða úr- eltar. Það var einhvern tímann sagt, að ekki þyrfti nema eitt pennastrik af hálfu löggjafans til þess að gera heil bókasöfn að eldsmat. Eins og gefur að skilja verða lögfræðirit, sem ná yfir mikið svið, eins og al- mennar handbækur, formálabækur og önnur slík rit, fljótlega götólt vegna þess hve breytingar í löggjöf nútímans eru tíðar og hraðfara. Ný og ný svið bætast við, og eldri löggjöf tekur hreytingum vegna nýrra aðstæðna. Sú tíð er löngu liðin, að unnt sé að útbúa allsherjar lögbækur til langs tíma. Löggjöfin fær að þessu leyti silt mark af óvissu og hreytileika tímanna. iFormálabókin er nauðsynleg handhók fyrir almenn- ing. Það er ekki eingöngu að hún flytji fyrirmyndir að gerð ýmsra skjala, heldur er í henni að finna höf- uðdrætti löggjafar á mörgum sviðum, sem varða all- an almenning. Þarna er þess vegna hægt að fá í stuttu máli yfirlit um margt, sem flestir þurfa einhvern tím- ann að átta sig á, og er þá til mikils hagræðis að hafa slika bók við hendina. Það er í rauninni sjálfsagt, að Formálabókin sé til á öllum skrifstofum, því að alltaf getur eitthvað borið við, sem hún gæti veitt leiðbein- ingar um. Þeir, sem notað hafa eldri útgáfu þessarar Formála- bókar, munu yfirleitt hafa verið ánægðir með hana. Að vísu hefðu kaflar mátt vera allmiklu ítarlegri, en stærð slíkrar bókar er venjulega nokkuð afskömmtuð af hálfu útgefanda. Nýja útgáfan er allmiklu ítar- legri um margt, og að sjálfsögðu er þar tekið tillit til löggjafar eins og hún er við samningu bókarinnar, og þarf ekki að efa, að höfundarnir hafa gætt fyllstu sam- vizkusemi í því efni. Má örugglega mæla með þessari bók við verzlunar- menn, en þeir geta haft hennar margvísleg not. E.A. LEIÐRÉTTING Af vangá féll niður nafn höfundar að greininni „Frjálsræði í viðskiptum,“ sem birtist í síðasta hefti FRJÁLSRAR VERZLUNAR. Höfundur greinarinnar er Hjörtur Jónsson, kaupmaður. 78 FJIJÁL5.VER2:LUN.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.