Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 12
„I»etta er síðasta stykkið — svona kostakjör bjóðast ekki aftur . . .“ finnst það eiginlega vera einhver skylda, sem á þeini hvílir, að úr því þeir á annað borð eru komnir í þetta andrúmsloft Petticoat Lane markaðsins, þá geti þeir ekki þaðan farið tómhentir. Aðctllinn, sem hvarf. Petticoat Lane hefur verið við líði sem götumarkað- ur í liðlega 200 ár. Fyrir 1750 var þetta álitinn mjög svo virðulegur staður, þar sem yfirstéttarmenn bjuggu. Sóttin mikla, &em herjaði í London um miðja 18. öld, svældi að lokum aðalinn í burtu frá þessu svæði, og skömmu síðar fóru hollenzkir, franskir og enskir kaupahéðnar að venja komur sínar á þessar slóðir, þar sem þeir hófu svo verzlun úti undir beru lofti. Um 1750 virðist svo komið, að allir, sem eitthvað höfðu til sölu eða skipta í Lundúnum, þurftu að leggja leið sína til Petticoat Lane. Þarna breiddu þeir úr vörum sínum, og þöndu sig hver í kapp við annan um leið og þeir reyndu að koma út varningnum. „Petit Court" þótti fínna. Mönnum er það nokkuð óljóst, hvernig nafnið Petticoat Lane er til orðið í sambandi við hina þekktu verzlunargötu. Sé horfið aftur til 14. aldar. kemst maður að því, að gatan heitir Hog Lane (Svínatröð), og mun hún hafa dregið nafn sitt af því, að svínum var sleppt á götuna, og léku þau þar lausum hala. Sumir vilja halda því fram, að aðlinum hafi ekki þótt þetta nógu virðulegt nafn, og því tekið upp annað götuheiti. Þá eru aðrir, sem hafa þá kenningu, að Petticoat sé myndað af franska nafninu „Petit Court,“ sem merkir þröngan veg. Stóra fjölskyldan. Kaupsýslumennirnir og fjölskyldur þeirra eru sann- arlega upp með sér af sambandinu við Petticoat Lane. Mörg sölubúrin hafa gengið í erfðir sem fjölskyldu- fyrirtæki í áratugi, og er litið á þau sem dýrmætasta sameignartákn fjölskyldunnar. Annars má segja, að verzlunarstétt Petticoal markaðsins sé ein stór fjöl- skylda, sem lifir og hrærist í þröngu umhverfi, þar sem hver dagurinn er öðrum líkur. 2500 verzlunarleyfi á ári. Hvernig hefja menn nú annars verzlunarrekstur þarna undir beru lofti, og hvað orsakai hið lága verð, sem þar er hægt að bjóða fyrir margvíslegar vöruteg- undir? Verzlunarleyfi verða menn skilyrðislaust að hafa, þegar þeir byrja að höndla á markaðnum. Ef Ieyfi er veitt, þá er greitt fyrir það 2 shiflinga og gildir aðeins fyrir einn dag. Þriggja til fjögurra daga leyfi ko;ta 4 shillinga og fimm daga leyfi eru seld á 5 shillinga. Talið er, að sótt sé um 2500 veizlunar- leyfi fyrir Petticoat Lane á ári. Tekjur þess opinbera fyrir þessi leyfi geta varla talizt háar, eða um það bil £6500 um árið. Kostnaðurinn, sem opinberir að- ilar verða að greiða vegna götuhreinsunar, hlýtur hins vegar að vera nokkuð mikill. Á hverjum sunnudegi, frá því klukkan eitt eftir hádegi þar til klukkan tíu að kvöldi, vinna 16 menn að því að hreinsa upp ýmiskon- ar rusl af Pelticoat Lane og nærliggjandi götum, sem skilið hefur verið eftir eða kastað frá sér, meðan á sunnudagssölunni stendur. Talið er, að allt það drasl, sem skilið er eftir á sunnudögum, vegi frá 3 til 5 smá- lestir, og í jólavikunni getur þetta farið upp í 10 smá- lestir. Auk þess er sprautað vikulega um 18 þúsund lítrum af vatni á göturnar til að hreinsa þær eftir annir dagsins. Shakespeare í kaupbœti. Kaupsýslumennirnir í Petticoat Lane eiga sinn eigin leiðtoga. Heitir sá Mike Stern og er um sextugt. Hann hefur verið leiðandi maður í félagsskapi markaðskaup- mannanna í röskan aldarfjórðung og nýtur mikils trausts meðal starfsbræðra sinna. Á sunnudögum hópast fólk að söluplássinu hans Mike, þar sem hann stendur í allri sinni mekt, klæddur í viðhafnar- skrúða borgarstjóra og hefur stærðar -sverð við hlið sér. Ef til vill er Mike Stern öllum öðrum fremur tákn þess sérstæða og mótsagnakennda, sem verður á vegi manns, þegar Petticoat Lane markaðunnn er heimsóttur. Þarna stendur gamli maðurinn með varn- inginn í höndunum eins og hver annar sölumaður á markaðnum og lýsir gæðum hans og dásemdum með mörgum fögrum orðum . . . og svo hljóma skyndilega í loftinu innan um kjarnyrtar og kröftugar söluræður til viðskiptavinanna tilvitnanir úr verkum William Shakespeares sem nokkurskonar kaupbætir til þeirra. er á hlusta. 84 frjálsverzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.