Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 40
Feitlaginn maður og kona hans voru á leið til sæta isinna í leikhúsi að afloknu hléi. „Steig ég ofan á tærnar á yður, um leið og ég f'ór út áðan?“, spurði hann mann nokkurn, er sat yzt á bekknum. ,,Já, það gerðuð þér,“ anzaði maðurinn stuttlega og hjóst við afsökun. Feitlagni maðurinn snéri sér að konu sinni: „María,“ sagði hann, „sætin okkar eru í þessari röð.“ • Segöu jólki ekki neill leyndarmál, því þaö líkist þér meiru cn þig grunar. OTTO WEISS. • í léttu og fjörugu skapi hringdi maður nokkur til vinar síns kl. 2 að nóttu. — Ég vona, að ég hafi ekki truflað þig, sagði hann glaðlega. „Nei, nei, þetta er allt í lagi,“ svaraði vinurinn, „ég varð að svara símanum hvort sem var.“ • Hamingjunni svipar til konurinar, hún dregur taum œskunnar, sem er djörj og vill drottna. MACHIAVELDI. • Atvinnuveitandi er að spyrja umsækjanda út úr: „Þér biðjið um há laun fyrir mann, sem skortir alla reynslu í starfinu?“ „Já, herra,“ sagði ungi maðurinn, „vinnan verður erfiðari, þegar maður kann ekkert til starfsins'“ • Þaö er ekki erfitt aö komasl aö sannleikanum. Þaö sem er erfiöara, er aö hlaupust ekki á brott frá hon- um, þegar þú á annaö borö hefur fundið hann. ETIENNE GILSON. • Litla dóttirin fylgdist með af athygli, þegar tollþjónn- inn rannsakaði farangur móður hennar. Er komið var að síðustu ferðatöskunni, sem innihélt nokkur nýkeypt ilmvatnsglös, klappaði dóttirin saman höndumim og æpti: „Hæ, mamma, nú er hann heitur!“ • Astin er eins og œtisveppur. Þú veizt aldrei, hvort liann er œtur fyrr en þuö er um seinan. Tveir náungar hittust á götu. Þeir höfðu ekki hitzt í mörg ár, en átt saman marga góða stund á duggara- bandsárum sínum. Annar spyr: — Hvernig kvenmanni giftist þú, Fred? — Hún er engill, Harry. — Þú erl lánsamur, Fred. Mín er enn lifandi. • Láttu konuna þína vita strax í byrjun, hver sé hús- bóndinn á heimilinu, því aö þaö er ástœðuluust aö gera gys aö sjálfum sér. FRANKLIN P. JONES. • Tvær konur ræddu sín á milli um eiginmennina með þeirri hógværð, er málinu lilheyrði. „Henrik er algjörlega hjálparlaus án mín,“ sagði önnur. „Ég veit ekki hvað yrði um hann, ef ég færi frá honum í vikutíma.“ „Segjum tvær,“ stundi hin. „Hvernig ég verð að gæta að öllu hjá honum Jóni mínum! Hvenær sem hann festir tölu eða stagar í sokkana sína, verð ég alltaf að þræða nálina fyrir hann.“ • Það, sent ríkiö gefur þér, gelur það tekið frá þér uftur, og þegar þaö er einu sinni byrjaö aö taka, þá getur þaÖ tekiö meira en þaö gaf. SAMUEL GEMPERS. „Frjáls Verzlun4* Útgefandi: Verziunarmannafélag Reykjavíkur. Formaöur: Guðjón Einarsson. Ritstj.: Gunnar Magnússon og Njáll Símon- arson. Ritnefnd: Birgir Kjaran, form., Einar Ásmunds- son, Geir Hallgrímsson, Gunnar Magnússon og Njáll Símonarson. Skrifstofa: Vonarstræti 4, 2. hæð, Reykjavík. Sími 5293. BORGARPRENT 112 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.