Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 15
Verzlunarráð Islands 35 ára Verzlunarráð íslands var stofnað 17. september 1917 á „fulltrúafundi verzlunarstéttarinnar,“ er haldinn var hér í bæ. Tildrög að stofnun þess er að leita lengra aftur í tímann, því að það er Kaupmannafélagið í Reykjavík, sem helzt kemur við sögu Verzlunarráðs- ins, en félag það var stofnað 1899. í þessu félagi voru venjulega flestir eða allir helztu kaupmenn bæjarins og hafði það margvísleg áhrif og beitti sér fyr- ir framkvæmdum í ýmsum mál- um stéttarinnar. Þar var fyrst rætt um nauðsyn allsherjarfélagsskapar kaupsýslumanna. Sendi stjórn fé- lagsins strax í ársbyrjun 1907 út boðsbréf til kau]>manna út um land um stofnun eins allsherjar kaup- mannafélags á Islandi. Þessar umleitanir munu ekki hafa borið þann árangur, sem til var ætlazt. Kau])mannafélagið og stjórn þess eða framkvæmdanefnd, sem kölluð var fyrst „fulltrúanefnd Reykjavíkurkaupmanna“ og síðan „Kauj)mannaráð Reykjavíkur," var fyrst og fremst reykvísk stofnun. Fleiri tilraunir voru gerðar til að ná til allra kaupsýslumanna landsins, og 1914 var nafni þess breytt og það kallað „Kaupmannaráð Is- lands.“ Stofnun Verzlunarráðs íslands er einskonar fram- hald af starfsemi Kaupmannaráðsins, og stofnunin undirbúin af hendi þess. Ætlunin var að stofna eins- konar „fulltrúanefnd fyrir verzlun, iðnað og sigling- ar“, er nefndist Verzlunarráð Islands. í Kaupmanna- ráðinu áttu um þessar mundir sæti: Jes Zimsen, Ólaf- ur G. Eyjólfsson, Garðar Gíslason, Jón Brynjólfsson og Páll Stefánsson, en varamenn, sem alloft tóku þátt í störfunum, voru Páll H. Gíslason og Ólafur Johnson. Á stofnfundinum, 17. se|)tember 1917, reifaði Jes Zimsen málið og lagði fram frumvarj) Kaupmanna- ráðsins til laga fyrir hið nýja verzlunarráð. Tilgang- ur þess var ákveðinn sá, að vernda og efla verzlun, iðnað og siglingar landsmanna, og settar reglur um störf þess í einstökum atriðum. Stofnendur Verzlunarráðs Islands voru 156 kaup- sýslumenn og fyrirtæki. Fyrstu fulltrúar þess voru þeir Jes Zimsen, Garðar Gíslason, Jón Brynjólfsson, Ólafur Johnson, Carl Proppé, Jensen Bjerg og 01- geir Friðgeirsson. Garðar Gíslason var kosinn fyrsti íormaður ráðsins, og átti hann sam- fleytt sæti í stjórn þess lil ársins 1944. Formannsstörfum gegndi hann 1917—1921 og frá 1922 — 1934. Ólafur Johnson var formaður 1921, en átti sæti í stjórninni frá 1917— ’29. Hallgrímur Benediklsson var kosinn í stjórnina 1932. Formaður ráðsins var hann kosinn 1934 og ávallt síðan endurkosinn til 1949, að hann baðst undan endurkosningu. Eggert Kristjánsson var kosinn formaður 194>9 og síðan. Hann var fyrst kosinn í varastjórn 1935, og hefur ávallt átt sæti í stjórn ráðsins síðan og gegndi varaformannsstörfum 1945—48. Á þeim 35 árum, sem Verzlunarráð íslands hefur starfað, liefur margt drifið á daga þess. Sem heildar- samtiik kaupsýslumanna og fyrirlækja hefur Verzlun- arráðið haft mikil afskipti af ýmsum löggjafarmálum, sem verzlunarstéttina vörðuðu, allt frá því er það var stofnað. Árið 1922 tók Verzlunarráðið að sér fjárhald verzlunarskólans, af Kaupmannafélaginu og V.R., en þá var fjárhagur hans mjög erfiður. Skólinn er að öðru leyti einskonar sjálfseignarstofnun, og hefur getið sér góðs orðstírs og álifcs út á við, en skólastjóri hans hefur verið frá 1931, eins og öllum er kunnugt, Vilhjálmur Þ. Gíslason KGGERT KRISTJANSSON 1 stjórn frá 1935. Formnður frá 1949.. FRJÁLS VERZLUN 87

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.