Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 17
Sala veitinga og gistingar vinnur að því að full- nægja tveimur aðal kröfum mannsins, næringu og skjóli. Þessi atvinnuvegur hefur því þróast með öll- um menningarþjóðum um margar aldir og hefur átt mikilvægu hlutverki að gegna í sögu þeirra. Fyrsta merki velmegunar þjóðar er oftast það, að land. menn borða vel og búa í góðum húsakynnum. Frumstæð- ar þjóðir tilbiðja guði sína með því að bera þeim þann bezta mat, sem þær eiga völ á og byggja yfir þá betri hús en þær búa í sjálfar. Þegar rómverska ríkið var voldugast í heimi, kepptust herforingjar þess um að halda stærstu og beztu veizlurnar eftir sigur- göngur sínar um Róm. Frakkar hafa löngum stasrt sig af því að búa til beztan mat allra þjóða, en það orð fengu þeir, þegar Frakkland var mesta stórþjóð Evrópu. Bandaríkjamenn í dag segjast borða og búa betur en nokkur þjóð. Að loknu góðu sumri, þegar seinasta sátan er komin undir þak, eru lialdin töðu- gjöld í sveitum á íslandi og þá borið á borð allt það góðgæti, sem heimilið hefur til að bjóða. Gott mat- arræði og velmegun fara ávallt saman og hefur matur meiri áhrif á dagleg störf manna en flestir hverjir gera sér grein fyrir. Ein greinilegasta breyting í borgum og bæjum nú- tímans hefur verið skiptingin í sérhverfi. Eru hverfi fyrir athafnalíf, svo sem verzlun og iðnað, en önnur einungis fyrir íbúðarhús, skóla og leikvelli. Er nú svo komið í afar mörgum tilfellum, að hið vinnandi fólk hefur ekki tíma til að fara heim til máltíða og verður að njóta þeirra í því hverfi, þar sem vinnan er. í Reykjavík hefur þessi skipting aukizt mjög mikið seinustu árin. Reykjavík hefur einnig sína sérstöðu, þar sem hún er aðal miðstöð fyrir verzlun og sam- göngur landsins, og er þar að auki aðsetur stjórnar- valdanna. Er því á hverri stundu í borginni hópur manna, sem aðeins hefur komið til borgarinnar í er- indum, sem laka lengri eða skemmri tíma. Að lokum er svo alltaf einhver hópur manna, sem niá kalla ferða- menn, sem ekki eiga annað erindi en að heimsækja kunningja og sjá borgina. Allt þetta fólk þarf bæði mat og húsaskjól, og til þess að fullnægja þessari eftirspurn hafa risið í Reykjavík mörg veitingahús, sum ágæt en önnur miður góð. Gistihúsaskortur hefur aftur á móti ekki aukizt neitt heldur þvert á móti hefur fjölda herbergja á gistihúsum fækkað seinustu árin, sérstaklega við bruna Hótel Islands. Rekstur veitinga- og gistihúsa er mjög fjölþættur og flókinn. Má segja fyrst, að það sé tvennt ólíkt að reka veitingasölu og gistihús. Rekstur veitingahúss má skipta niður í fimm aðal liði. 1. Innkaup vöru (hráefna). 2. Breyting hráefna í seljanlega vöru á staðnum. 3. Sala fullunnar vöru á staðnum. 4. Neyzla hinnar fullunnu vöru á staðnum. 5. Stjórn, eftirlit og bókhald. Þessir fimm liðir sýna í stuttu máli megin atriðin í starfsemi eins fyrirtækis, sem selur veitingar. Það eru tvö mikilvæg atriði í veitingastarfseminni, sem gera hana strax sérstæða frá almennri verzlun. Á ég hér við breytingu hráefna og neyzlu hinnar fullunnu vöru á staðnum. Er það því mjög áríðandi, að fyrir liendi séu viðunandi vinnuskilyrði fyrir hvortveggja og ekki síður fyrir breytingu hráefna, sem því miður er oft vanrækt, jafnvel við byggingu nýrra og glæsilegra veitingastofa. En eldhús í veitingahúsi er jafn mikil- vægt og vélarúm í skipi; án þess er enginn rekstur. Vörukaup fyrir veitingahús eru oft miklum erfiðleik- um bundin, þar sem vörurnar eru að mestu leyti ný- meti, sem skemmist fljótt, ef illa er á haldið. Sem dæmi má nefna vörur eins og kjöt, fisk, mjólk, græn- meti o.fl. Er það því takmark veitingamannsins að hafa vörusamsetninguna eins hraða og hægt er, ekki sízt, þar sem nýmeti er oft yfir 80% af kostnaði innkaupa hans. Til þess að komast hjá skemmdum á nýmeti og öðrum mat þarf veitingahús að hafa góðar og kæld- FRJÁLS VERZLUN 89

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.