Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 27
Heildsölumiðsiöðin i RoUerdam
Myndin sýnir líknn af Heildsölumiðstöðinni í Rotterdam.
Eins og 'kunnugt er, var stór
hluti af borginni Rotterdam í
Hollandi eyðilagður í síðustu
istyrjöld, og varð viðskipta-
hverfi borgarinnar mjög hart
úti. Síðan hefur verið unnið
að endurbyggingu þess og
hefur verið reynt að koma öllu
sem haganlegast fyrir í hin-
um nýju borgarhlutum.
Eitt af því, sem skipuleggj-
endur borgarinnar hafa komið
í framkvæmd, er að byggt
verði ein allsherjarmiðstöð
fyrir stórsölu. Birtist hér mynd
af húsi því, sem miðstöðin
verður í, þegar það verður fullgert, en byggingu þess
er nú þegar vel á veg komið.
Byggingin verður hin stærsta í Evrópu og er bygg-
ingarstæðið 17000 fermetrar, lengd húasins 220 metr-
ar og hæð 35.5 metrar. Byggingin telst 440.000 ten-
ingsmetrar og verður þetta því geysimikið hús.
Ætlast er til, að húsið taki vörur, sem nemi 600
smálestum á dag, en vöruflutningum úr birgðageymsl-
um innanhúss er þannig fyrir komið, að vörurnar eru
fluttar til á sérstökum pöllum, sem rúmast í vörulyft-
um og falla mátulega á vörubifreiðar, sem eru lil laks
og flytja vörurnar beint út um allt land, án nokkurrar
millihleSslu.
f húsinu er auðvitað allt, sem til þæginda heyrir
fyrir þann aragrúa af starfsfólki, er þar mun vinna,
svo sem veitingasalir, búðir, fundarsalir og annað
slíkt.
Er bygging þessa húss mjög merkilegt nýmæli og
má nærri geta, að það liefur ekki verið auðvelt verk
að setja fjöldamörg stórsölufyrirtæki undir eitt þak
og sjá fyrir öllum þörfum þeirra, sérstökum og sam-
eiginlegum, á einum etað.
Iðnsýningin 1952.
Framh. af bls. 91.
Auk kynningar á framleiðslu hinna ýmsu fyrir-
tækja, hafði sýningin að geyma margskonar almenn-
an fróðleik í myndum og línuritum, sem snerti iðn-
aðinn og þjóðina í heild.
' Fjöldamörg fyrirtæki gáfu út smá bæklinga til út-
býtingar meðal sýningargesta og kynntu þar starfsemi
sína og framleiðslu.
Fyrirtæki innan matvælaiðnaðarins gáfu gestum að
bragða á framfeiðslu sinni.
Skipulagsafrek iðnsýningarinnar var mikið verk, en
það leystu af bendi þeir Skarphéðinn Jóhannsson,
arkitekt, og Helgi Bergs, verkfræðingur. framkvæmda-
stjóri sýningarinnar.
Tðnaðurinn er orðinn gildur og veigamikill þáttur
í efnahagslífi þjóðarinnar. Þróun hans hefur verið ör
og stórstíg síðasta áratuginn. Iðja og iðnaður hafa
orðið okkur öflug lyftistöng til aukinnar sjálfsbjarg-
ar og velmegunar.
Iðnsýningin var stórfellt átak til að sýna alþjóð til-
verurétt sinn.
Skrifstofuhúsgögn.
Framh. a-f bls. 97.
svo víðtæk áhrif, þá verða allar greinar iðnaðar að
fylgjast með framförunum, og það hefur húsgagna-
iðnaðurinn einnig gert.
Húsgögnin í dag byggjast á kröfum okkar sjálfra,
og miðast við nútíma lifnaðarhætti, og sé þess gætt,
þá erum við sjálfum okkur samkvæm.
Hjalti Gcir Kristjánsson
FRJÁLS VERZLUN
99