Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 16
GARÐAB GÍSLASON í stjórn 1917—1944. Formaður 1917—’21 ojf 1922—’34. Leitazt hefur verið við að halda vörð um hagsmuni hinnar frjálsu verzlunarstefnu gegn áleitni þings og stjórnar hverju sinni. Verzlunarráðið hefur tilnefnt menn í samninga- nefndir um utanríkisviðskipti, og samningagerðir við erlendar þjóðir bornar undir það. Um allmörg ár hélt Verzlunarráðið úti riti er nefndist „Verzlunartíðindi“. Fyrir forgöngu ráð'ins, voru haldin verzlunarþing 4 sinnum, árin 1935, 1936, 1937 og 1939, og tóku þátt í þeim þingum ýmis stéttarfélög og sérgreinafé- lög. Á verzlunarþingunum voru tekin til meðferðar þau mál, sem á hverjum tíma hafa verið efst á baugi með- al kaupsýslumanna, og hafa þau haft mikla þýðingu í þá átt að skýra málin fyrir kaupsýslumönnum og ákveða stefnuna, sem fara skuli eftir. I þessu sambandi má einnig minna á fund kaup- sýslumanna og iðnrekenda, er haldinn var að tilhlutan ráðsins árið 1948. Stóðu fundarhöld þessi yfir í 3 eða 4 daga og vöktu QP OO HALLGRÍMUB BENEDIKTSSON I stjórn 1932—1948. Formaður 1934—'49. mikla athygli alþjóðar. Þar voru aðsteðjandi mál rædd og krufin til mergjar, gerðar samþykktir og bent á leiðir til úrbóta. Má hiklaust fullyrða, að fundir þessir hafi hreinsað andrúmsloftið meðal allra þeirra, sem við kaupsýslu fást, og það sem meira er um vert, þing og stjórn farið síðar að samþykktum fundarins í mörgum mál- um. Verzlunarráðið hefur frá upphafi haldið uppi skrif- stofu í Reykjavík. Fyrsti skrifstofustjóri þess var Ge- org Ólafsson, síðar bankastjóri. Eftir það varð Björn Sigurðsson um tíma skrifstofustjóri, en þar á eftir var séra Sigurður Guðmundsson ritari skrifstoíu ráðs- ins og einn starfsmaður þess um skeið. Dr. Oddur Guðjónsson var skrifstofustjóri ráðsins 1934—1943, en þá tók Helgi Bergsson, hagfræðingur, við og hefur gegnt því starfi síðan. Skrifstofan hefur haft með höndum hinn mesta fjölda mála, sem verzlunarstéttina vörðuðu og haft hafa hina mestu þýðingu. Framh. á bls. 110. FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.