Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 10
Með þessum ráðstöfunum átti að koma í veg fyrir. að saga áranna eftir 1930 endurtæki sig. En jafnframt lokuðust þessum löndum leiðir, sem áður höfðu verið farnar, þegar atvinnuleysi og óhagstæður greiðslu- jöfnuður steðjuðu að. Og spurningin er, hversu hald- góðar þessar skuldbindingar verða, þegar á reynir og aðstoðar Bandaríkjanna nýtur ekki lengur við. Og hvaða leiðir á að fara til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi og greiðsluhalla gagnvart útlöndum? Hin gamla aðferð að hækka forvexti bankanna næg- ir vart lengur ein til að koma á greiðslujöfnuði. Nú á dögum veldur slík hækkun ekki fjármagnshreyfing- um milli landa, og auk þess eru þær verðhækkanir, sem átt geta sér stað, svo miklar, að geysiháa vaxta hækkun getur þurft til, að verulega dragi úr eftir- spurn eftir fjármagni til innflutnings. En önnur aðferð er árangursríkari, þ. e. bein minnk- un útlána. Dragi bankarnír úr útlánum sínum, getur það valdið örðugleikum í atvinnulífinu. Og spyrja mætti, hvort þar væri um stundarerfiðleika eða áfram- haldandi að ræða. Eins og þjóðfélagshættir eru hjá 'okkur nú, er hætt við, að þessi vandamál séu ekki stundarfyrirbæri. Or- sökin er m. a. sú, að framleiðslukostnaður útflutnings- afurðanna lagar sig ekki sjálfkrafa eftir breyttum við- skiptakjörum. Gengi erlends gjaldeyris er fastskráð yfir löng tímabil, en tekur síðan stökkbreytingum, þegar misræmið er orðið svo mikið, að aðrar leiðir þykja ekki færar. Þegar viðskiptakjörin batna, fá laun- þegar oftar sinn hluta með hækkuðu kaupgjaldi en lækkuðu vöruverði, og þegar viðskiptakjörin versna, er afleiðingin venjulega hækkað kaupgjald vegna hækkunar á vísitölu. Meðan málum er þannig háttað, geta versnandi viðskiptakjör valdið því, að því marki að tryggja í senn næga atvinnu og frjálsa verzlun verði tæpast náð með öðru móti en gengislækkun. Þetta má ekki skilja þannig, að hægt sé að leysa þetta vandamál með því að hætta við hina frjálsu verzlun. Með því móti er hægt að slá gengislækkuninni á frest, en byrðar versnandi viðskiptakjara koma fram eftir sem áður í einni eða annarri mynd. Frá Bandaríkjunum hafa heyrzt raddir um, að bezt væri að hætta við hið fasta gengi, en láta gengið breyt- ast frá degi til dags eftir framboði og eftirspurn. Þessi lausn mundi að sjálfsögðu gera auknar kröf- ur til hæfileika verzlunarstéttarinnar. En mundi hið frjálsa gengi ekki raunverulega þýða sílækkandi gengi íslenzku krónunnar? Þetta fyrirkomulag mundi hafa þann kost, að augu alþjóðar myndu opnast fyrir þeirri staðreynd, að hækkaðar peningatekjur, í hvaða mvnd sem er. hafa í för með sér minnkandi verðgildi gjaldmiðilsins, nema þessar auknu tekjur eigi rót sína að rekja til aukinnar framleiðslu eða bættra viðskiptakjara. Ennfremur mundi koma skýrar í ljós, hversu erfitt hlutverk rík- isvaldsins er, þar sem launþegar og atvinnurekendur koma sér saman um kaupgjald, oft án tillits til, hvort það samrýmist kröfunni um næga atvinnu og óbreytt verðlag, en það er síðan hlutverk ríkisvaldsins að við- halda nægri atvinnu og óbreyttu gengi. Hins vegar er hætta á, að hin stopula afkoma atvinnuveganna mundi valda öðrum gengisbreytingum og leiða til spákaup- mennsku, nema komið yrði fyrir slíkt með sérstökum ráðstöfunum. Um framtíð hinnar frjálsu verzlunar er erfitt að spá. Þar mun ráða mestu sú þróun, sem verður í við- skiptalöndum okkar, hvort markaðslönd okkar verða framvegis fremur í Austur-Evrópu en hingað til og hvernig fer um efnahagssamvinnu Evrópulandanna. Okkur er fyrir beztu, að efnahagslíf þjóðarinnar kom- ist í það horf, að við getum tekið fullan þátt í þeim aðgerðum, sem beitt verður til að leysa verzlunina úr viðjum. En fari svo, að samvinnan verði rofin og ný öld hafta og aukinna tolla renni upp, á ísland vart annars kost en fylgjast með straumnum. Og fullvíst er, að slíkt ástand mundi verða okkur til tjóns fremur flestum öðrum. Vísitölur leysa ekki vandamálin. Framh. af bls. 74. markast hljóta á hverjum tíma ekki einvörðungu af framfœrslukostnaði launþegans, heldur einnig af verzlunarkjörum framleiðslunnar. Á þenna eina hátt eru einhverjar vonir til, að hœgt verði að stemma stigu fyrir stöðugt vaxandi misvœgi í efnahagsstarfsemi þjóðarinnar. Með því er þó alls ekki verið að fullyrða, að sjálfkrafa muni greið- ast fram úr öllum vandrœðum, svo mjög flókin sem efnahagsvandamál okkar eru í dag. Og víst er um það, að ef hin frjálsa leið yrði farin, reyndi ekki síður á þegnskap atvinnustéttanna, því að það gildir einu um hina frjálsu leið og vísitölu- kerfið, að hún mun heldur ekki reynast fœr nema starfsstéttirnar sýni gagnkvœman skilning á kjör- um hver anarrar og slegið verði af þrotlausri köfupólitík. Eitt er þó víst, að þótt á margt muni reyna, og sumt e.t.v. misjafnlega takast, ef að frjálsu leið- inni verður horfið, þá er þó með henni snúið baki við hinni sjálfvirku verðbólgustefnu, sem nú er rekin, og hefur þá nokkuð áunnizt. 82 frjáls verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.