Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 7
PÁLL S. PÁLSSON: Eftirlit með sölubúðum í Stóra-Bretlandi Löggjöfin. Núgildandi lög í Bretlandi um eftirlit með sölu- búðum, „The Shops Act,“ eru frá árinu 1950. Var þá safnað saman lagaákvæðum frá ýmsum tímum, er þá voru í gildi og snertu sölubúðir, og gefin út aftur sem heildarlöggjöf, aðstandendum öllum til mikils hugarléttis. Lögin eiga aðallega við verzlanir, svo og vinnutíma starfsmanna hjá veitingastofum og vinnu- tíma unglinga við veitingasölu hjá hótelum. Lögin fjalla aðallega um: 1. Lokunartíma. 2. Vinnutíma starfsmanna. 3. Vinnuráðningar unglinga inrian 18 ára aldurs. 4. Ráðstafanir til verndar heilbrigði og velferð starfsmanna. Lögin eru margbrotin. Ákvæðin breytileg eftir teg- undum verzlana. Hér skal að- eins drepið á nokkur almenn- ustu ákvæðin. Lögin tryggja, að starfsfólk verzlana innan 16 ára aldurs vinni eigi lengur en 44 klukku- stundir á viku hverri. LFnglingar milli 16 og 18 ára aldurs mega ekki vinna lengur en 48 stundir á viku. Þó eru veittar heimildir til yfirvinnutíma fyrir fólk á þessu aldursskeiði. Yfirvinn- an má þó aldrei fara fram úr 50 stundum á ári og aldrei fram úr 12 stundum á viku. Aðalreglan um lokunar- tíma sölubúða er sú, að sér- hver sölubúð ljúki viðskiplum eigi síðar en kl. 1 e. h. einn virkan dag í viku hverri, búð- um sé lokað á kvöldin yfir vetrarmánuðina í síðasta lagi kl. 7,30 einn virkan dag, en aðra virka daga kl. 6. Aðra tíma ársins eigi síðar en kl. 9 að kvöldi einn virkan dag í yiku, en aðra virka daga eigi síðar en kl. 8. — Frá þess- ari meginreglu er þó heil hersing af undantekningum. Eftir þeim skilningi, sem eftirlitið leggur í hin flóknu ákvæði laganna, mega vinnustundir eldri starfs- manna en 18 ára vera allt að 65 á viku, án þess að refsivert sé talið. Frídagar mega ekki vera færri en 52 á ári, þ. e. 26 sunnudagar og 52 hálfir frídagar. Af almennu ákvæðunum til verndunar heilbrigði og velferð starfsmanna er eftirtektarverðast ákvæðið um það, að stúlkum skuli séð fyrir sætum innan afgreiðslu- borðs, ef hlé verður á afgreiðslu. Eftirlitið. Eftirlitsmenn eru á verði um það, að lögunum sé framfylgt. Framkvæmd eftir- litsins þótti mér athyglisverð- ari en löggjöfin. Eftirlitið er sérlega nákvæmt, að því er virtist, en þó ekki kostnaðar- samt. 1 London eru 70.000 búðir, auk heildsöluverzlana og götu- sala. Tólf eftirlitsmenn ann- ast eftirlitið í allri borginni. Er borginni skipt niður í 12 umdæmi. Eftirlitsmenn þessir hafa enga aðstoðarmenn, og þeir verða jafnhliða að sinna öðrum eftirlitsstörfum, svo að talið er að 3/4 af tíma þeirra sé helgaður búðareftirlitinu. Eftirlitsmaðurinn heldur skýrslur yfir allar búðir í umdæmi sínu, þar sem liann færir inn skoðunardaga og athugasemdir, ef einhverjar eru. Ef ný verzlun er sett upp. kemur eftirlitsmaðurinn á FRJÁLS.VERZLUR n

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.