Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.10.1952, Blaðsíða 26
Sígareitur lengjasl Hið víðfræga bandaríska tóbaks- firma Ligget & Myers Tobacco Co., sem framleiðir metsölu sígaretturn- ar Chesterfield, hefur nýlega sent á markaðinn nýja tegund af síga- rettum, sem eru þó nokkuð lengri en þær, er við eigum að venjast dags daglega. Umbúðir hinna nýju sígaretta eru í engu frábrugðnar þeim eldri, að öðru leyti en því, að þær eru stærri. Firmað hefur gefið þessari nýju framleiðslu sinni Iieit- ið „King-Size Chesterfield.“ • Mildi — Menn kunna nú að spyrja, hvað liggi á bak við þá nýj- ung að framleiða stærri sígarettur en áður. Skýringin er í stuttu máli þessi: Vaxandi áhyggjur reykinga- manna af heilsuspillandi áhrifum tóbaksreykinga, sem meðal annars má rekja til margra bóka og tíma- ritagreina um þessi efni, og þá sér- staklega greina, sem birzt hafa í Keader’s Digest, hafa haft mikil á- hrif á þá þróun, sem nú er að mynd- ast í framleiðslu sígaretta. Fram- leiðendur leggja ávall't mikla á- herzlu á það, hve sígarettur þeirra séu mildar, og yfirleitt stefna flestar auglýsingar að þessu sama marki. Þetta hefur orðið vatn á millu hinn- ar nýju framleiðslu á stærri sígar- ettum, því framleiðendurnir hafa auglýst þær sem mildari og „létl- ari“ en venjulegar sígarettur. Vilja þeir halda því fram, að aukið tó- bak í hinum lengri sígarettum (21% 1 stærri pnkkanum er 21% meira tóbak <*n í þoim minni. meira í nýju Chesterfieldj stuðli að því að sía burtu nikótín og sosur. • Sama nafn — Sú hefur verið venjan, þegar tóbaksfirmu hafa byrjað framleiðslu á stærri síga- rettum, að tekið hefur verið upp nýtt nafn fyrir þær. Ligget & May- ers hefur ekki fylgt þessari reglu, heldur haldið sér við gamla nafn- ið, Chesterfield. Er mikill kostur við þetta, sérstaklega í sambandi við allar auglýsingar, þar sem nafnið er orðið gamal þekkt og rótgróið. • Auknir möguleikar —Ástæðan fyrir J>ví, að Ligget & Myers hefur farið inn á markaðinn í hinum stærri sígarettum, virðist vera góð og gild. Söluaukning hinna nýju tegunda hefur verið með fádæmum mikil hin síðustu ár á sama tíma og sala á venjulegum tegundum hefur staðið í stað eða jafnvel minnkað. Nú er svo komið, að öll hin stærri tóbaksfirmu Bandaríkj- anna framleiða að minnsta kosli eina tegund af lengri sígarettunum. Sem dæmi: American Tobacco Co. framleiðir Pall Mall og Herbert Tareyton, Philij) Morris býður upp á Dunhill, R. J. Reynolds er með Cavalier og P. Lorillard með Em- bassy. • Sala — Pall Mall er sú tegund af hinum löngu sígarettum, sem selzt hefur langsamlega mest af. Sala þeirra er sífellt að aukast, og eru þær nú í fimmta sæti sölu- hæstu sígaretta Bandaríkjanna. Eins og fyrr segir, þá leiðir Chesterfield í sölu allra sígaretta, en næst koma Camel, Lucky Strike og Philij) Morris. Hér áður fvrr var Lucky Strike í fyrsta sæti lengi vel, en verður nú að sætta sig við þriðja sæti. Er álitið, að aðal orsök þess- arar breytingar sé sú, að Lucky Strike er eina tegundin af söluhæstu sígarettunum, sem ekki er auglýst sem mild, og engin áherzla lögð á slíkt. • Fjórar til góða — Verð á hin- um nýju og lengri Chesterfield síga- rettum í Bandaríkjunum er 1 centi meira en á venjulegum sígarettum, }>rátt fyrir það, að tóbaksmagnið í nýju jrökkunum sé svijrað og í 24 venjulegum sígarettum. Virðist því í fljótu bragði vera góð kaup í nýju tegundinni borið saman við þá eldri. Mikil eftirspurn er sögð vera eftir nýju Chesterfield sígarettun- um í Bandaríkjunum, og ekki er ólíklegt, að slíkt hið sama verði ujrp á tengingnum hér heima, en þær eru nú að koma á markaðinn. 98 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.