Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 28
2B
FRJÁLS VERZLUN
INNFLUTNINGUR
BANDARÍKJANNA
Á FRYSTRI
FISKBLOKK
% HLUTDEILD
ÍSLANDS OG
KANADA 1959-66
59 ’ÓO 61 'Ó2 63 '64 65 '6ó
300 3215
Heildarinnflutn lÆur
| ^^229 7 / I 55 4 •íí
Fiskblokk ir^-'
^^143 5 118 6 53 2
*61 '62 '63 '64 '65 ’66
INNFLUTNINGUR
BANDARÍKJANNA
Á FRYSTUM FISKI
1961-66
uð um og eftir 1940. S.H., sem
stofnað var árið 1942, hefur ann-
azt útflutning um 70% heildar-
útflutnings, SÍS rúmlega 20%, og
nokkrir sjálfstæðir einstaklingar
á einstaka tíma nokkur %.
Um það, hvort samtakaleiðin í
útflutningi frystra sjávarafurða
með uppbyggingu eigin sölukerf-
is í þýðingarmestu viðskiptalönd-
um, hafi verið hin rétta skipu-
lagsleið, munu nú fáir efast. í
þeim efnum hafa íslendingar náð
svo stórfelldum árangri, að til
þess hefur verið vitnað erlendis,
sem fordæmi um, hvernig bræðra-
þjóðir okkar á Norðurlöndum
skuli haga sér í þessum efnum.
MARKAÐIR.
Helztu útflutningslönd fyrir
frystar sjávarafurðir hafa verið
Bretland, Bandaríkin, Sovétríkin,
en auk þess hafa Tékkóslóvakía,
Austur-Þýzkaland, Frakkiand,
Holland og Svíþjóð haft mikla
þýðingu.
Bandaríkin. Síðari árin hafa
Bandaríki Norður-Ameríku verið
aðalmarkaðsland íslendinga fyrir
hraðfrystar sjávarafurðir, en allt
frá lokum seinni heimsstyrjaldar-
innar hefur verið unnið markvisst
að því, að byggja upp sölu- og
dreifingarkerfi fyrir þessar af-
urðir í þessu háþróaða landi. S.H.
opnaði skrifstofu í New York ár-
ið 1944, og stofnaði síðan árið
1947 dótturfyrirtækið Coldwater
Seafood Corp., sem hefur verið
allumsvifamikið í sölu hrað-
frystra sjávarafurða og tilbúinna
fiskrétta, framleiddum í eigin
fiskiðnaðarverksmiðju, er hóf
starfrækslu árið 1954. Brautryðj-
endaárin og fram til ársins 1962
hafði Jón Gunnarsson, verkfræð-
ingur, forustuna í uppbyggingu
markaðsins í Bandaríkjunum, og
markaðist stefna hans í þessum
málum af mikilli framsýni og
stórhug. Núverandi framkvæmda-
stjóri Coldwater er Þorsteinn
Gíslason, verkfr. Þáhefur Sjávar-
afurðadeild SÍS starfrækt skrif-
stofu og fiskiðnaðarverksmiðju
vestra, en sú starfsemi hefur ver-
ið minni í sniðum en hjá Cold-
water.
Sölukerfi. Þessir tveir aðilar,
S.H. og SÍS, hafa haft algjöra for-
ustu í uppbyggingu sölu- ogmark-
aðskerfis fyrir íslenzkar hrað-
frystar sjávarafurðir í Bandaríkj-
unum. Hafa þeir umboðsmanna
(fyrirtækja) kerfi um allt landið
og selja afurðirnar undir eigin
vörumerkjum. Vörumerki Cold-
water eru „ICELANDIC“ og
„FROZEN FRESH“, og dótturfyr-
irtækis SÍS, IcelandProductsLtd.,
„SAMBA“. Verja fyrirtækin ár-
lega milljónum króna í auglýs-
inga- og kynningarstarfsemi.
Góður drangur. Árangur þess-
arar starfsemi hefur orðið sá, að
útflutningur hraðfrystra sjávar-
afurða til Bandaríkjanna hefur
farið stöðugt vaxandi. Árið 1966
var heildarútflutningsverðmæti
hraðfrystra sjávarafurða frá ís-
landi 1612.5 millj. kr. (f.o.b.),
þar af var flutt út til Bandaríkj-
anna fyrir 877.9 millj. króna, eða
54,4% heildarútflutningsverð-
mætisins. Helzti útflutningsflokk-
urinn voru fryst fiskflök (fisk-
blokk meðtalin), 41.778 tonn, að
verðmæti 1055.5 millj. króna, þar
af voru seld til Bandaríkjanna
27.213 tonn, að verðmæti 765.3
millj. króna. Varð það 65.1% út-
flutningsmagnsins og 72,5% verð-
mætisins.
Af þessu sést, hversu geysi-
mikla þýðingu bandaríski mark-
aðurinn hefur fyrir íslenzka hrað-
frystiiðnaðinn. Miklar sveiflur í
framboði, eftirspurn eða á verð-
lagi hraðfrystra sjávarafurða þar
hafa því víðtæk áhrif á íslenzka
hraðfrystiiðnaðinn og þjóðarbúið
í heild, vegna hinnar miklu þýð-
ingar þessarar atvinnugreinar í
íslenzku þjóðarbúi.
Kanadamenn og fslendingar
hafa verið mestu seljendur til
Bandaríkjanna á hraðfrystum
sjávarafurðum um árabil. Hafa
þessar þjóðir notið góðs af þess-
ari stöðu síðustu árin vegna hag-
stæðrar verðþróunar, sem breytt-
ist þó til hins verra undir lok
ársins 1966.
1961—1966. Tímabilið 1961—
1966, sem var verðhækkunar-
tímabil, jókst innflutningur
Bandaríkjanna í frystum sjávar-
afurðum (þorsk-, ýsu-, ufsa-,
keilu-, lýsings-, karfa- og stein-
bítsflökum og fiskblokk) úr 202,0
millj. pundum (91.506 tonnum)
(1 lb. = 0.453 kg) í 321,5 millj.
pund (145.413 tonn) eða um