Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 3
FRJÁLS VERZLUN 3 mmm Það mun nú vera um aldaríjórðung- ur, sem við undirritaðir höfum að meira eða minna leyti átt samleið með „Frjálsri verzlun", ýmist verandi í út- gáfustjórn, ritstjórn eða ritað í blaðið. Það hefur gengið á ýmsu með útkomu og afkomu blaðsins á þessu timabili, enda jafnan unnið að því í hjáverkum af áhugamönnum einum. Þrátt fyrir það er „Frjáls verzlun" nú eitt elzta tímarit landsins. Við höfum jafnan keppt að því, að ritið vœri trútt sínum titli, að vera málsvari frjálsrar verzlunar og almenns athafna- frelsis, og var vissulega ekki vanþörf að minna á þcer hugsjónir á tímum hafta og vaxandi opinberra afskipta af atvinnumálum og viðskiptum. — „Frjáls verzlun" kann að hafa verið veik rödd á þeim árum, en hún hljóðnaði þó ekki, og oft urðum við þess varir, að hún átti sér hljómgrunn og ýmsir mátu vilj- ann fyrir verkið. Nú hefur sem betur fer farsœllegar skipazt í þessum efnum, olnbogarúm verið rýmkað fyrir framtaksmenn og verzlun öll felld í frjálsari farvegi. Enda. þótt við ýmsa aðra örðugleika sé að stríða fyrir atvinnurekendur, fer svo og jafnan, að árœði stefnir til arðs. Engu að síður er það okkar skoðun, að „Frjáls verzlun" hafi enn sínu hlutverki að gegna, að standa vörð um athafnafrels- ið. Auk þess sem nauðsynlegt er, að haldið sé úti í landinu sœmilegu riti, sem fjallar um atvinnuvegi þjóðarinnar og efnahagsmál. Okkur er því mikið ánœgjuefni, að ungir menn vilja taka upp merkið og halda vöku þjóðarinnar á þessum vett- vangi. Óskum við þeim fararheillar og „Frjálsri verzlun" góðs gengis. Birgir Kjaran. Gunnar Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.