Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 23
FRJÁLS VERZLUN 23 „Ilmurinn er indæll og bragðið eftir ])ví.“ Hér ræða forystunienn Ó. Johnson & Kaaber h/f vandamál dagsins yfir kaffibolla. Auðséð er þó, að engin alvarleg vandamál steðja að. Frá vinstri: Rafn Johnson, Ólafur Ó. Johnson, Gunnar Steingrimsson, fulltrúi, og Jóhann Miiller, skrifstofustjóri. ÓLAFUR: Ekki er ég spámaður, en held þó, að fyrirtækin hljóti að stækka. Það er að mörgu leyti óhagkvæmt að reka mörg og smá fyrirtæki. Lítum t. d. á þetta fyrirtæki hér. Það mun víst vera talið með stærri fyrirtækjum sinnar teg- undar. En það er samt sem áður ekki stærra en svo, að við getum ekki leyft okkur að taka upp tölvu-kerfi. Ef ég hefði greiðari aðgang að rekstrarfjármagni, treysti ég mér til þess að tvö- falda veltuna. Og með aukinni veltu gætum við tekið upp þetta kerfi og sparað þannig vinnuafl og peninga. Ekki má heldur gleyma því, að nákvæmari upp- lýsingar fengjust þannig, svo að reksturinn yrði hagkvæmari. F.V.: Hafa fyrirtœki yöar ein- hverjar nýjungar á prjónunum? ÓLAFUR: Eins og þér vitið kannski, höfum við nýlega byggt nýja kaffibrennslu og hafið fram- leiðslu á fleiri kaffitegundum. Þetta hefur verið mikil fjárfest- ing og nóg í bili, svo að ekki er að vænta stórtíðinda á næstunni. F.V.: Nú hafið bér starfaS í viðskiptalífinu í ein fimmtán ár. EruS þér ánœgður með þennan tíma? ÓLAFUR: Ekki get ég sagt annað en ég sé bærilega ánægður. Nei, ég held ég vildi varla skipta um starf. Þetta hefur verið gott að mörgu leyti, þó að starf kaup- sýslumannsins sé kannski ekki alltaf eins auðvelt og sumir vilja vera láta. F.V.: Viljið þér taka eitthvað fram að lokum? ÓLAFUR: Jú, ég vil þakka öll- um samstarfsmönnum minumfyr- ir samvinnuna á undanförnum árum. Reksturinn hjá fyrirtæk- inu hefur gengið vel, en slíkt er ekki sízt að þakka því ágæta fólki, er hjá því starfar. Einn maður getur ekki gert allt, held- ur fer velgengni þess fyrirtækis, er hann stjórnar, fyrst og fremst eftir þeim, er með honum vinna. Ég hef verið heppinn með sam- starfsfólk og vil þakka því fyrir hið liðna. -K Er þess getið á öðrum stað. Má þar nefna byggingu skrifstofuhúsnæð- is við Sætún, byggingu kaffi- brennslu, svo og stofnun tveggja nýrra fyrirtækja: Heimilistækja s/f árið 1962 og Dranga h/f 1963. Alls eru fyrirtækin fimm, en hafa að miklu leyti sameigínlegan rekstur, þó að öllu fremur mætti segja, að um deildir sé að ræða vegna hinna nánu tengsla. Við stjórnun fyrirtækjanna hefur verið farið inn á þá braut að láta hvern mann bera ábyrgð að vissu marki, en verða síðan að standa fyrir máli sínu gagnvart forstjóranum. Önnur störf. Þó að Ólafur hafi ærið nóg á sinni könnu, þar sem er stjórnun fimm fyrirtækja, fæst hann samt sem áður við ýmislegt annað. Þannig er hann umboðs- maður Confederation of British Industries. Þá situr hann og í stjórn ýmissa fyrirtækja. — Og ekki má gleyma því, að maðurinn er félagslyndur og tekur virkan þátt í ýmiss konar félagsstarfsemi. Hefur hann verið formaður Junior Chamber of Commerce og er nú sem stendur formaður Lions- klúbbsins Baldurs. Ættu öll þessi störf að sanna, að maðurinn er ekki iðjulaus. MAÐURINN. Ólafur er maður á bezta aldri, 36 ára gamall. Gæti hann vel verið yngri eftir útliti að dæma, enda er hann mun grennri og spengilegri en títt er um forstjóra hérlendis. Ber hann þar mót bandarískar líkamsmenntar og herskóladvalar. Maðurinn er samvinnuþýður og hið mesta ljúfmenni í framkomu, en á þó til að verða harður, ef móti honum er gert. Er hann vel látinn af starfsfólki sínu. Ólafur er maður félagslyndur, gæddur miklum leikhæfileikum, og þykir skemmtilegur í samkvæm- um. Hann fæst og mikið við frí- merkjasöfnun. Auk þess er hann bridgemaður töluverður, svo ekki sé minnst á laxveiðar. Hins vegar á bókalestur ekki mjög mikil ítök í honum, enda tími lítill til slíks. Hann kvæntist árið 1954. Er kona hans Guðrún Gunnlaugs- dóttir. Hefur þeim hjónunum orð- ið fjögurra barna apðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.