Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Qupperneq 11

Frjáls verslun - 01.08.1967, Qupperneq 11
FIÍJÁLEÍ VERZLUN n VÍÐS VEGAR AÐ Bandaríkjamenn eru nú að kanna möguleika þess, hvernig megi bezt treysta efnahagslíf landanna fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Vandinn: hvernig mábezt fá öll ríkin til sameiginlegrar þátttöku? Takist að fá þau til samstarfs, og þar með leysa efna- hagsvandræði þessara ríkja, má telja, að endir sé bundinn á vand- ræðaástandið fyrir botni Miðjarð- arhafs. — • — Reiknað er með að 60—80 þús- undir ofdrykkjumanna séu í Nor- egi. Hafa Norðmenn fundið út, að mikið vinnutap er að vínneyzl- unni. Eru þeir nú með ýmsar ráð- stafanir, til þess að draga úr þessu böli. Gaman verður að fylgjast með forsetakosningunum í Bandaríkj- unum á næsta ári. Johnson, for- seti, verður að sjálfsögðu í fram- boði, en allt er óvíst um Repú- blíkana. Mest er nú rætt um þá Romney, Nixon, Rockefeller, Rea- gan og Percy. — • — Flugsamgöngur aukast, flugvél- arnar stækka, en flugvellimir ekki að sama skapi. Eru vanda- má\in í sambandi við flugvellina alvarlegust í flugmálum eins og er. Allir muna, hversu mótsnúinn Súkamó, Indónesíuforseti, var Bandaríkjamönnum. Nú hefur þetta snúizt við, og munu Banda- ríkjamenn veita Indónesum vem- lega tækni- og fjárhagsaðstoð. — • — Danski bjórinn er heimsfrægur fyrir gæði. Nú hefur hann náð til Afríku. Fyrir nokkm var opnuð í Addis Abeba, höfuðborg Eþíóp- íu, bruggstöð, sem Danir byggðu og skipulögðu á allan hátt. Mun bjórstöð þessi í framtíðinni fram- leiða um 180 þús. flöskur af bjór á dag. SÖLUSKATTUR. Ymsar sögur heyrast nú um söluskattinn. Margir halda því fram, að hann eigi að hækka úr 7.5% upp í 12%. Segja hinir sömu, að þessi hækkun éigi að bæta ríkissjóði þann tekjumissi, er hann verður fyrir, þegar tollar lækka. Er ekki úr vegi að minnast þess, að söluskatturinn hækkaði nýlega í Danmörku. ÓVISSA. Ákaflega mikillar óvissu Virðist nú gæta í viðskipta- lifinu. Eru menn almennt hræddir við að hefja neinar fram- kvæmdir að ráði. Bíða þeir haustsins. Ganga ýmsar sögur, en engar áreiðanlegar, m. a. vun gengisfellingu. Taldi vildarvinur blaðsins, að gengið væri nú fallið og nefndi um 20%. Áleit hann ástandið i efnahagsmálum það slæmt, að jafnvel þyrfti að grípa til þessara ráðstafana. Ekki skal þó FV leggja neinn dóm á þetta atriði. — Þá ræða menn einnig um það, að verðstöðvunin verði áframhaldandi. PAPPÍRSKJÓLAR. Það nýjasta í tízkunni er papp- írskjólar. f Ameríku hefur sala þeirra stóraukizt að undanfömu. Má fá aUgóðan kjól á 150 kr. ísl., en brúðarkjól fyrir 600 kr. Kostir — gallar. Kostir papp- írskjóla eru vitanlega þeir, aðþeir eru ódýrir og krefjast ekki mik- illar umhugsunar, því að kona getur einfaldlega hent kjól eftir kokteilboð eða dansleik. Þetta hefur það auðvitað í för með sér, að sú skelfing hendir ekki oft konur, að þær sjáist mörgum sinnum í sama kjólnum. Pappírskjólagerð er enn sem komið er á byrjunarstigi. Finnst bæði kaupendum og framleiðend- um þeir nokkuð dýrir miðað við aðra kjóla, þar eð sauma- og snið- kostnaður er nákvæmlega hinn sami og á venjulegum kjólum. Þetta ætti þó allt að standa til bóta, þegar tímar líða fram. Pappírskjólar á íslandi. Papp- írskjólar hafa verið seldir á ís- landi og kostuðu þeir frá kr. 190,00 (stuttir) og aftur dýrari síðir. Þeir náðu þó aldrei veruleg- um vinsældum, enda er líklegt, að íslenzkar konur vilji ganga í öllu vandaðri fatnaði. Festi tízkan varanlegar rætur erlendis, verð- ur reyndin vitanlega hin sama hér. Pappírskjólar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.