Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 42
42 FRJALS' VERZLUN Þjódmál / „Kröfur veröa því óefað bornar fram.. “ - Viðtal við Hannibal Valdimarsson Málefni Alþýðubandalagsins hafa verið ofarlega á baugi að undanfömu. Nokkuð hefur að vísu dregið úr umrœðum um þau, eftir að kosningahríðinni lauk, — en allt að einu er viðbúið, að frekara umtal og deilur hefjist fyrir þingsetningu í haust. Við umrœður um þjóðmál verður ekki gengið framhjá afstöðu verkalýðshreyfingarinnar. Afstaða hennar er nú nokkuð óljós. Menn spyrja: Hvað gerist í haust? FRJÁLS VERZLUN snéri sér til Hannibals Valdimarssonar, for- manns Alþýðubandalagsins og forseta A.S.I., og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Hannibal var staddur vestur í Selárdai, og svaraði hann spurningum blaðsins bréflega. Birtast spurningar F.V. og svör Hannibals hér á eftir. DEILURNAR INNAN ALÞÝÐU- BANDALAGSINS. F.V.: Leikmanni virðist svo sem hver höndin sé upp á móti annarri í Alþýðubandalaginu. Ekki verður beiur séð en forystu- mennirnir leggi öllu meira kapp á að kljást innbyrðis en leysa sameiginleg vandamál. Og þér, formaður Alþýðubandalagsins, buðuð fram sérstakan lista í Reykjavík. Hvað álítið þér um framtíð Alþýðubandalagsins eft- ir það, sem gerzt hefur? HANNIBAL: Ég skil vel, að mönnum sé forvitni í hug varð- andi framtíð Alþýðubandalagsins. En sem formaður þess á ég að sinni óhægt um vik að ræða innri mál þess á opinberum vett- vangi. Fráleitast af öllu var þó að ætlast til þess, eins og Ríkis- útvarpið fór fram á, að ég ræddi viðkvæmustu vandamál þess við einn af nýkjörnum þingmönnum Alþýðubandalagsins, og það áður en kjörbréf höfðu verið gefin út. Þrátt fyrir opinberan ágrein- ing um framboð Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík — og þann ágreining reyndu andstæðingarn- ir auðvitað að notfæra sér tii hins ýtrasta til að rýra traust kjós- enda á Alþýðubandalaginu — varð Alþýðubandalagið aðalsigur- vegari kosninganna: jók atkvæða- fylgi sitt um 1.6% (Alþýðuflokk- urinn um 1.5%) og bætti við sig þingmanni. Hefur það nú 10 manna þingflokk í stað 9 áður. Stórfelldastur varð sigur Al- þýðubandalagsins einmitt í Reykjavík, þar sem það fékk rétt við 9000 atkvæði, en það er miklu sterkara fylgi en Alþýðubanda- lagið hefur nokkru sinni áður hlotið í höfuðborginni. Svo vel vill til, að um ágrein- ingsmál Alþýðubandalagsins get ég eftir kosningarnar vitnað til þess, sem ég sagði um þau mál fyrir kosningarnar. Þá sagði ég þetta í kosningaávarpi I-listans: „Ágreiningurinn í Alþýðu- bandalaginu er um grundvallar- atriði, sem algjörlega ráða fram- tíð þess sem stjórnmálaflokks. Hann er m. a. um það, hvort Al- þýðubandalaginu skuli raunveru- lega stjórnað af skipulögðum upphlaupssveitum annars flokks, eða að það fái að þróast sem al- íslenzkur, sjálfstæður sósíalistísk- ur lýðræðisflokkur, er engum lúti nema eigin félögum. Ágreiningurinn er í rauninni um það, hvort Alþýðubandalagið skuli gert að sósíalistaflokki á vegum einræðis, eða hvort það skuli byggt á grundvelli lýðræð- issósíalisma. Þann grundvallarmun mundu þroskaðir kjósendur úti í heimi ekki telja óverulegan, og sízt þurfa um hann langar orðskýr- ingar.“ Þetta sagði ég þá. Nú bæti ég því aðeins við, að þegar þröngur og einhliða framboðslisti einræð- issósíalista í Reykjavík hafði ver- ið ákveðinn í nafni Alþýðubanda- lagsins — en framboð bandalags- ins í öllum öðrum kjördæmum landsins þá þegar ákveðin með bezta samkomulagi — áttum við, sem ekki vildum aðgerðalaust horfa upp á hrun Alþýðubnnda- lagsins í kosningunum, einskis annars kost en að notfæra okkur löghelgaðan rétt til að bera fram annan framboðslista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík. Og það gerðum við. — Árangurinn er stórsigur Alþýðubandalagsins í kosningunum 11. júní, svo sem að framan segir. F.V.: Hvað munduð þér nú gera, ef Magnús Kjartansson eða einhver annar þingmaður Al- þýðubandalagsins greiddi því atkvceði á Alþingi, að listi yðar, I-listinn, yrði úrskurðaður utan- flokka við samþykkt kjörbréfa, þannig að Unnar Stefánsson fœri á þing í stað Steingríms Páls- sonar? HANNIBAL: Nú hefur lands- kjörstjórn endanlega úrskurðað framboðslista minn sem löglegan framboðslista Alþýðubandalags- ins og þingmenn þá, er kjörfylgi hans skilaði á þing, þingmenn Al- þýðubandalagsins. Það þarf ekki að vera neitt leyndarmál, að ef svo fœri, að einhverjir af þingmönnum Al- þýðubandalagsins stuðluðu að því, beint eða óbeint, að ógilt vœri löglegt kjörbréf einhvers af þingmönnum Alþýðubandalags- ins, vœri eining Alþýðubanda- lagsins rofin. Með slíkum mönn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.