Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Síða 42

Frjáls verslun - 01.08.1967, Síða 42
42 FRJALS' VERZLUN Þjódmál / „Kröfur veröa því óefað bornar fram.. “ - Viðtal við Hannibal Valdimarsson Málefni Alþýðubandalagsins hafa verið ofarlega á baugi að undanfömu. Nokkuð hefur að vísu dregið úr umrœðum um þau, eftir að kosningahríðinni lauk, — en allt að einu er viðbúið, að frekara umtal og deilur hefjist fyrir þingsetningu í haust. Við umrœður um þjóðmál verður ekki gengið framhjá afstöðu verkalýðshreyfingarinnar. Afstaða hennar er nú nokkuð óljós. Menn spyrja: Hvað gerist í haust? FRJÁLS VERZLUN snéri sér til Hannibals Valdimarssonar, for- manns Alþýðubandalagsins og forseta A.S.I., og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Hannibal var staddur vestur í Selárdai, og svaraði hann spurningum blaðsins bréflega. Birtast spurningar F.V. og svör Hannibals hér á eftir. DEILURNAR INNAN ALÞÝÐU- BANDALAGSINS. F.V.: Leikmanni virðist svo sem hver höndin sé upp á móti annarri í Alþýðubandalaginu. Ekki verður beiur séð en forystu- mennirnir leggi öllu meira kapp á að kljást innbyrðis en leysa sameiginleg vandamál. Og þér, formaður Alþýðubandalagsins, buðuð fram sérstakan lista í Reykjavík. Hvað álítið þér um framtíð Alþýðubandalagsins eft- ir það, sem gerzt hefur? HANNIBAL: Ég skil vel, að mönnum sé forvitni í hug varð- andi framtíð Alþýðubandalagsins. En sem formaður þess á ég að sinni óhægt um vik að ræða innri mál þess á opinberum vett- vangi. Fráleitast af öllu var þó að ætlast til þess, eins og Ríkis- útvarpið fór fram á, að ég ræddi viðkvæmustu vandamál þess við einn af nýkjörnum þingmönnum Alþýðubandalagsins, og það áður en kjörbréf höfðu verið gefin út. Þrátt fyrir opinberan ágrein- ing um framboð Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík — og þann ágreining reyndu andstæðingarn- ir auðvitað að notfæra sér tii hins ýtrasta til að rýra traust kjós- enda á Alþýðubandalaginu — varð Alþýðubandalagið aðalsigur- vegari kosninganna: jók atkvæða- fylgi sitt um 1.6% (Alþýðuflokk- urinn um 1.5%) og bætti við sig þingmanni. Hefur það nú 10 manna þingflokk í stað 9 áður. Stórfelldastur varð sigur Al- þýðubandalagsins einmitt í Reykjavík, þar sem það fékk rétt við 9000 atkvæði, en það er miklu sterkara fylgi en Alþýðubanda- lagið hefur nokkru sinni áður hlotið í höfuðborginni. Svo vel vill til, að um ágrein- ingsmál Alþýðubandalagsins get ég eftir kosningarnar vitnað til þess, sem ég sagði um þau mál fyrir kosningarnar. Þá sagði ég þetta í kosningaávarpi I-listans: „Ágreiningurinn í Alþýðu- bandalaginu er um grundvallar- atriði, sem algjörlega ráða fram- tíð þess sem stjórnmálaflokks. Hann er m. a. um það, hvort Al- þýðubandalaginu skuli raunveru- lega stjórnað af skipulögðum upphlaupssveitum annars flokks, eða að það fái að þróast sem al- íslenzkur, sjálfstæður sósíalistísk- ur lýðræðisflokkur, er engum lúti nema eigin félögum. Ágreiningurinn er í rauninni um það, hvort Alþýðubandalagið skuli gert að sósíalistaflokki á vegum einræðis, eða hvort það skuli byggt á grundvelli lýðræð- issósíalisma. Þann grundvallarmun mundu þroskaðir kjósendur úti í heimi ekki telja óverulegan, og sízt þurfa um hann langar orðskýr- ingar.“ Þetta sagði ég þá. Nú bæti ég því aðeins við, að þegar þröngur og einhliða framboðslisti einræð- issósíalista í Reykjavík hafði ver- ið ákveðinn í nafni Alþýðubanda- lagsins — en framboð bandalags- ins í öllum öðrum kjördæmum landsins þá þegar ákveðin með bezta samkomulagi — áttum við, sem ekki vildum aðgerðalaust horfa upp á hrun Alþýðubnnda- lagsins í kosningunum, einskis annars kost en að notfæra okkur löghelgaðan rétt til að bera fram annan framboðslista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík. Og það gerðum við. — Árangurinn er stórsigur Alþýðubandalagsins í kosningunum 11. júní, svo sem að framan segir. F.V.: Hvað munduð þér nú gera, ef Magnús Kjartansson eða einhver annar þingmaður Al- þýðubandalagsins greiddi því atkvceði á Alþingi, að listi yðar, I-listinn, yrði úrskurðaður utan- flokka við samþykkt kjörbréfa, þannig að Unnar Stefánsson fœri á þing í stað Steingríms Páls- sonar? HANNIBAL: Nú hefur lands- kjörstjórn endanlega úrskurðað framboðslista minn sem löglegan framboðslista Alþýðubandalags- ins og þingmenn þá, er kjörfylgi hans skilaði á þing, þingmenn Al- þýðubandalagsins. Það þarf ekki að vera neitt leyndarmál, að ef svo fœri, að einhverjir af þingmönnum Al- þýðubandalagsins stuðluðu að því, beint eða óbeint, að ógilt vœri löglegt kjörbréf einhvers af þingmönnum Alþýðubandalags- ins, vœri eining Alþýðubanda- lagsins rofin. Með slíkum mönn-

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.