Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 19
19 FRJÁLS VERZLUN 1%. Virðist þetta miklu nær lagi. Hnuplið er orðið mjög alvarlegt, ef álitið er, að það nái yfir 0.5% af heildarveltu. Mest ber á því, að fólk hnupli dýrri smávöru: laxi, niðursuðu- vöru, kexi o. fl. Stingur fólk þessu inn á sig eða í töskur. Einnig ber við, að fólk reyni að ganga út úr verzlunum með fullar tösk- ur, — án þess að borga. Hefur fólk verið tekið, þegar það var að laumast út með vörur, sem kostuðu yfir 1000 kr. Er slíkt fljótt að safnast saman, þegar til lengdar lætur. Aðrar verzlanir. Næst á eftir kjörverzlunum, sem selja mat- og nýlenduvörur, koma svo ýmsar verzlanir: bókaverzlanir, sælgætis- og leikfangabúðir og aðrar verzl- anir, sem selja ýmiss konar smá- varning. Er hnuplið að sjálfsögðu alltaf nokkru meira, eftir því sem fólk kemst nær vörunni. Það var álit þeirra, sem við var talað í þessum verzlunum, að alltaf væri eitthvað um hnupl, — við slíku væri að búast, en það væri í sjálfu sér ekkert vandamál og ekki meira en eðlilegt mætti teljast. — Mannfólkið væri nú einu sinni svona. Höínin. Talið er, að 1% þess varnings, sem fluttur er til lands- ins, rýrni og skemmist á leiðinni, við uppskipun eða í vörugeymsl- um. Auðvitað er fráleitt að kenna þetta allt hnupli. Aðalvandinn er röng Iestun, kæruleysi í meðför- um vörunnar og léleg pökkun. Þarna kreppir skórinn fyrst og fremst. Rýrnunin er sízt meiri hér en erlendis. í höfninni í London er rýrnunin t.d. talin vera IV2. Annars staðar er hún meiri. — Er ekki unnt að ljúka þessum orðum svo, að ekki sé minnst á það, að ýmiss konar leið- indamál hafa komið upp hér við höfnina, og eru þau mál hlutað- eigendum til lítils sóma. Af því, sem að ofan er sagt, sést, að hnuplsins gætir mest í kjörverzlunum, sem verzla með mat- og nýlenduvörur, — og er hnuplið þar töluvert vandamál, — en aftur á móti er hnuplið síðan hverfandi lítið í öðrum verzlunum. Um þjófnað við höfnina er varla unnt að ræða, þar eð mörkin milli eiginlegra skemmda og þess, sem gæti verið þjófnaður, eru óskýr. Öruggt er, að einhverju er stolið, en varla er það mikið miðað við skemmdirnar. HVERIIR HNUPLA? Það kom í Ijós við könnunina, að sama fólkið verður aftur og aftur uppvíst að hnupli. Er margt af þessu fólki þekkt í verzlunum, og er reynt að hafa gætur á því eftir föngum. Konur. Konurnar eru aðgangs- harðastar í hnuplinu. Eru þær á öllum aldri og af öllum stétt- um. Flestar eru vel klæddar og virðast hafa bœði góð fjárráð, góða fyrirvinnu og gott þjóðfélags- álit. Neyðartilfellin eru svo til óþekkt, enda er íslenzka þjóðfélag- ið velferðarþjóðfélag. ,,Ég veit það ekki, það kemur bara eitthvað yfir mig,“ sagði kona ein, er hún var innt eftir því, hvers vegna hún hnuplaði. — Orsakirnar virðastþannigekki vera fátækt, heldur miklu fremur: ágirnd, óánægja og lífsleiði. Er sem hnuplið auki spennuna í tilbreyt- ingarlausu og grámyglulegu lífi. Þessar upplýsingar eru tvímæla- laust mikilsverðastar af öllu því, sem fram kom við könnunina, og mættu þær verða fólki til umhugs- unar. Börn. Þá hnupla börn og ung- lingar ætíð nokkru. Mest eru þetta unglingar, sem eru frá illa stæð- um heimilum fjárhagslega og félagslega. Karlmenn. Fullorðnir karlmenn hnupla yfirleitt ekki, finnst það líklega fyrir neðan virðingu sína. Ef karlmenn stela á annað borð, þá eru það oftast drykkjumenn. ■—- Þó hafa velmetnir og ódrukknir góðborgarar sézt stinga bók í barminn. LOKAORÐ Hér að framan hefur verið skýrt frá rannsókn Frjálsrar verzlunar á hnupli. Kom ýmislegt það fram í þessari rannsókn, sem athyglisvert má teljast. Það hlýtur að vera brýnt verk- efni, sérstaklega fyrir kjörbúða- eigendur, að koma í veg fyrir hnupl. Hafa menn bent á ýmis úrræði, en flestir eru sammála um, að ekkert vinnist, nema allir taki höndum saman. Ein verzlun má sín einskis. Kjörbúðaeigendur ættu skilyrð- islaust að kæra þá, sem verða upp- vísir að hnupli. Þetta er sama fólkið aftur og aftur, og er engin ástæða til þess að leyfa því að ganga stelandi búð úr búð ár eftir ár. Þjófnaður er þjófnaður, þótt lítill sé. Þá hefur og verið rætt um, að gengið yrði harðar eftir því, að viðskiptavinir notuðu innkaupa- körfur verzlananna, en mikið hef- ur vantað á, að þesu sé fram- fylgt. Einnig hefur verið talað um að koma upp speglum í verzlun- um o. f 1., — en raunverulega er engin ráð hægt að gefa í þessu efni, og verða kaupmenn að ræða þessi mál sín í milli og ráða fram úr vandanum. Lítið skal rætt um hnupl í öðr- um verzlunum eða við höfnina. Skal þó minnt á þá staðreynd, að bezt er að ná í vörur sínar sem fyrst af hafnarbakkanum eða úr vöruhúsum. Enginn getur búizt við að fá sendingu alheila, þegar hún hefur e.t.v. legið í geymslu hjá öðrum mánuðum saman. En þótt nokkru sé hnuplað og töluvert verðmætatjón geti hlotizt af slíku, þá er það tjón í rauninni ekkert miðað við annað það, sem af hnuplinu leiðir: siðferðisskað- ann. Má spyrja, hversu hæf sú móðir sé til barnauppeldis, sem hefur hnupl og þjófnað fyrir börn- um sínum? Og hvað hugsa börnin og hver verður virðing þeirra fyrir eignarétti og verðmætum? Sá svari, sem veit. Hnuplar borgari velferðarþjóðfélagsins af neyð - eða eru orsakirnar aðrar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.