Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 14
14
F^JÁLS VERZLUN
arstefnu harðlega. Þótti hon-
um illt, ef sú stefna ætti eftir
að komast á í Kína. Taldi hann-
að hún væri fyrsta skrefið í átt
til kapitalisma.
Maó hélt því fram, að þeir, sem
vildu breytingar á kínverskri
framleiðslustjórn, væru í raun-
inni svikarar. Endurskoðunar-
stefnan leiddi til kapítalisma, og
ef atvinnuvegimir væru orðnir
kapitalískir, þá gæti kommúniskt
stjórnarfar ekki þrifizt. Ef áfram-
haldandi byltingarkommúnismi
ætti að ríkja, þá mætti ekki þola
endurskoðunarstefnu í n e i n n i
mynd.
Viðbrögð. Viðbrögð Maós urðu
þau, að hann leitaði til æskunn-
ar, sem ekki var k u n n u g
stjórnarháttum fyrir byltinguna,
en var hins vegar gegnsýrð af
anda og hugsjónum kommún-
ismans. Skyldi þetta fólk nú opin-
bera Kínverjum hugsun Maós og
uppræta endurskoðunarstefnuna.
Þess gætti fljótt, að Maó hafði
ekki gert sér grein fyrir raun-
verulegum styrkleika andskota
sinna. Brugðust þeir hart við og
veittu kröftuga mótspyrnu. Einnig
varð það Ijóst. að með því að nota
Rauðu varðliðana hafði Maó leyst
afl úr læðingi, sem hann réð ekki
við.
Bardttan. Andstæðingar Maós
voru ekki alveg á því að gef-
ast upp baráttulaust. Voru marg-
ir þeirra valdamiklir, enda er Kína
skipt niður í mörg stjórnunar-
svæði, þar sem miðstjórnin hefur
í rauninni lítið að segja. Þar við
bætist, að þeir réðu yfir fram-
leiðslutækjunum. Þessir menn
voru ekki alveg á því að gleypa
það hrátt, að tilvitnanir úr
ritum Maós væru eins konar
töfraþula, sem sópaði öllum erfið-
leikum burt.
Baráttan stóð sem sagt milli
hinna hörðu flokksmanna, sem
vildu áframhaldandi byltingar-
kommúnisma, — og hinna, er
vildu fara hægar í sakirnar og
byrja að „njóta ávaxta byltingar-
innar.“ Gerðust ýmsar greinir með
þessum andstæðu fylkingum. en
þó mun stuðningur hersins við
Maó hafa ráðið úrslitum. Hefur
Maó því haft betur, að því er séð
verður.
EFTIR I)PPGJÖRIÐ.
Sú innanlandsbarátta. sem nú
hefur átt sér stað í Kína, hefur
stórveikt stjórn landsins og opin-
berað ýmsa veikleika, er áður voru
ekki kunnir. Baráttan hefur leikið
landið illa, og er það nánast flak-
andi í sárum. Tekur langan tíma
að græða þau.
Brœðrabylta. Þó að Maó hafi
nú haft betur, þá er styrkur
hans ekki sá, að hann komi fram
öllum sínum áformum. Óvinir
hans eru enn sterkir, og hann
hefur án efa fundið, að hættulegt
er að vanmeta þá.
Utcmríkisstefna Kínverja verður
vafalaust einangrunarkennd fyrst
í stað, og endurskoðunarstefna á
langt í land enn þá. Maó og fylgis-
menn hans sjá fyrir því. En upp-
gjörið hefur í rauninni einungis
veikt Maó; trúin á veldi hans hef-
ur minnkað og óánægjuraddir
hafa kveðið sér hljóðs. Fram-
tíð Kína er þess vegna jafn óráðin
og fyrr. Maó hefur að vísu lagt
andstæðinga sína að velli í orði,
enda ekki við öðru að búast af
heimsmethafa, — en einhvern
veginn finnst það á, að þessum
leik hafi frekar lokið með bræðra-
byltu en algjörum sigri.
TIZKAN: IUAO GEFLR LINLNA
E n g i n n tízkukóngur hefur
nokkru sinni haft jafnmikil
áhrif á klæðaburð manna og Mao
formaður, þegar hann lét, fyrir
tæpum tuttugu árum síðan, 600
milljónir Kínverja klæðast sams
konar klæðnaði: bláum vinnuföt-
um. Vegna múgsvipsins, sem
þjóðin hlaut af þessu, hefur hún
oft síðan verið nefnd „bláu maur-
arnir".
Og þegar formaðurinn sendi 20
milljónir „ung-maura“ af stað í
ólívugrænum búningi, sem rauða
varðliða, til þátttöku i menning-
arbyltingunni, fóru tízkuhús í
hinum kapítaliska heimi að taka
við sér. Frönsk og þýzk tízkuhús
eru farin að senda frá sér „varð-
liða-dragtir“ og „Mao-smókinga,“
— og um brezku Carnaby Street-
húsin fór Mao-línan sem eldur í
sinu og þaðan sem leið liggur í
allar unglinga-tízkuverzlanir um
allan hinn vestræna heim.
„Peking-jakkinn", alfatnaður í
bláu, með viðeigandi húfu, kostar
í Þýzkalandi um 60 mörk, og í
Bretlandi er hægt að fá fyrir átta
til tuttugu pund „maura-alfatn-
að“ í mismunandi litum. Og
yndislega rauða dragt í verka-
lýðs-stíl, sem heitir einfaldlega
„Austrið er rautt“.
Sammy Davis, Brigitte Bardot, fyrirsætur: „The Mao Look“.