Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Qupperneq 53

Frjáls verslun - 01.08.1967, Qupperneq 53
FRJÁLS VERZLUN 53 VIÐSKIPTAHEIMURINN ARABALÖND Heldur er lágt á Aröbum risið eftir ósigurinn í styrjöldinni við ísraelsmenn. Hafa þeir komið á olíubanni að miklu leyti. Svo ein- kennilegt er þó, að þetta bann kemur verst við þá sjálfa. Sagt er, að ýmsir Suður-Ameríkumenn séu ekkert óánægðir með þetta olíubann Araba. -----------------------------------------------------------—------------------------------------------<s> BANDARÍKIN Líkur eru á því, að verkföll verði í bandaríska bílaiðnaðinum í . haust, er samningar renna út. Saga undanfarinna ára hefur sýnt, að ekki eiga bílakóngarnir í Detroit á góðu von af foringja bílaiðnaðar- manna, Walter Reuther, sem stendur fast á sínu. Bandarikjamenn mega búast við skattahækkun á næsta ári. Renna allar stoðir undir þá skoðun, að skattar verði hækkaðir. Vinsældum Johnsons, forseta, hefur hrakað mjög. Ýmsir vilja halda því fram, að hann tapi forsetakosningunum ’68, en mikið má gerast, ef svo fer. Repúblíkar hafa ekki enn komið sér saman um mót- frambjóðenda Johnsons. Nokkur lægð hefur verið í efnahagslífi Bandaríkjanna, það sem af er þessa árs. Fór verðlag hækkandi, og óttuðust menn verðbólgu. Nú hefur rofað til. Eru menn nú almennt bjartsýnir. T '-----------------------------------------------—-------------® BRETLAND Viðskiptajöfnuður Breta verður síóhagstæðari. Síðustu þrjá mán- uði hefur hann verið óhagstæður um sem svarar 13.500 millj. íslenzkra króna. Er pundið nú talið í töluverðri hættu. Atvinnuleysi eykst í Bretlandi. í júlímánuði voru nálega 500 þúsund manns atvinnulausir. Eru þetta 2.1% allra vinnandi manna þar. Óvinsældir Wilsons fara síður en svo minnkandi þessa dagana. Wilson komst til valda, af því að menn töldu, að hann kynni einhver ráð við efnahagsvandanum, en Wilson virðist kunna fá ráðin. Hins vegar verður hann æ harðari, bæði í afstöðu sinni til ýmissa mála og eins í lund. 90% af brezka stáliðnaðinum hafa nú verið þjóðnýtt. Eru vinstri kratar Wilsons hinir ánægðustu með þetta og telja þetta hið eina, sem forsætisráðherrann hafi gert af viti síðustu mánuði. Dregið hefur verið úr fjárframlögum til landvarna í Bretlandi. Umsóknin að EBE: allt situr við sama. ----------------------------------------------------<$> DANMÖRK Söluskattsmálin eru að verða að heiftarlegu deiluefni. Hafa kaup- menn þakið veggi í verzlunum sínum með mótmælaplöggum gegn þessum ófögnuði. FRAKKLAND Frakkar eru nú velviljaðri erlendu fjármagni en áður, að því er bezt verður séð. Jafnstaðráðnir sýnast þeir í því að hleypa Bretum ekki inn í EBE. Vegna þessarar þrjózku hefur vináttan kólnað nokkuð milli Frakka og Þjóðverja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.