Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 47
0--RJÁLS VERZLUN 47 TRAV-L-BAR ÞJÓNNINN SEM FYLGIR HVERT SEM ÞÚ FERÐ OG HVAR SEM ÞÚ ERT - ER FERÐABARINN TIL AÐ AUKA ÁNÆGJUNA. EINKAUMBOÐ: I. KONRÁÐSSON UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN MIÐTÚN 76 REYKJAVÍK NÝ TEGUND TEIKNI- OG MERKIÁHALDA FYRIR # SMÁSALA # HEILDSALA # TEIKNARA O. FL. Með SPEEDRITE geta allir teiknað úrvals auglýsingar og skilti á svipstundu — án nokkurrar tæknikunnáttu. SPEEDRITE er mjög hrein- legt í meðförum. Kennslubók í auglýsingateikningu með ótal fyrirmyndum fylgir. 10 LITIR HERVALD EIRÍKSSON SF. AUSTURSTRÆTI 17-REYKJAVÍK PÓSTHÓLF 324 - SÍMI 22665 landsins og einhæfra atvinnu- vega að leggja fram ,,non- Iinear“-tilboð. En þegar ljóst var, að ekki yrði samkomulag um nema í kringum 30% tollalækkun á iðnaðarvörum og mun minni tollalækkun á sjávarafurðum, töldu íslenzku fulltrúarnir óhætt að leggja fram tilboð um 50% tollalækkun á „linear“-grund- velli. Var þá fyrirsjáanlegt, að unnt yrði að taka tilboðið að verulegu leyti aftur, ef ekki næðist gagnkvæmni í samn- ingunum. í ágúst 1966 lagði Efnahagsbandalagið fram tilboð sitt um tollalækkanir á sjávar- afurðum í Kennedy-viðræðunum. Tilboðið olli íslendingum og öðr- um sjávarútvegsþjóðum miklum vonbrigðum. Boðin var lækkun á fyrirhuguðum freðfisktolli úr 18% í 17%. Einnig var boðin lækkun tolls á mjöli og söltuðum hrogn- um, sem ekki skipti miklu máli, og binding tollkvóta á ísfiski. Upp- lýst var, að í gildi væru gamlar GATT-bindingar á tollkvótum fyr- ir saltfisk og skreið. Bandaríkin buðu í fyrstu helmingslækkun á tolli á blokkfrystum fiski. En í upphaflega sjávarafurðatilboði sínu buðu Bretar enga lækkun. sem skipti máli fyrir íslendinga. Ljóst var, er tilboð helztu við- skiptaaðilja okkar með sjávar- afurðirhöfðu borizt, að í tilboðum þeirra var ekki gert ráð fyrir neinum verulegum gagntilboðum af okkar hálfu. Var í fyrstu talið, að íslendingar mundu ekki þurfa að leggja annað fram en tollalækkanir þær, sem þegar höfðu átt sér stað frá árinu 1964. En þessir aðiljarbættusíðartilboð sín með sjávarafurðir nokkuð. Efnahagsbandalagið bauð lækkun á freðfisktollinum úr 18% í 15%. Bandaríkin buðu algera niðurfell- ingu tolla á blokkfrystum fiski, og Bretar buðu helmingslækkun tolla á síldarlýsi eða úr 10% í 5%. Var tilboð þessara aðilja okkur nokkru hagstæðara eftir þessa lag- færingu, en var þó hvergi nærri eins hagstætt og við höfðum gert okkur vonir um. Á það var fallizt, að ísland mætti taka með í sitt tilboð í Kennedy-viðræðunum þær tolla- lækkanir, sem átt höfðu sér stað frá því, að ísland gerðist bráða- birgðaaðili að GATT 5. marz 1964. Er Efnahagsbandalagið, Bandarík- in og Bretland höfðu bætt tilboð sín um tollalækkanir á sjávaraf- urðum, varð ísland að bjóða nokkr- ar frekari tollalækkanir en átt höfðu sér stað áður frá 1964. Tolla- lækkanir samkvæmt lokatilboði ís- lendinga námu 40-50 millj. króna. Taka þær til vara, er við fluttum inn fyrir 760 millj. kr. (cif.) árið 1965. En sá innflutningur skiptist sem hér segir á viðskiptasvæði: Norðurlönd 68 millj. Bretland 98 — Efnahagsbandalagið 220 — Bandaríkin 236 — Önnur lönd 137 — Alls 759 millj. Heimilt er að framkvæma tolla- lækkanirnar á 5 ára tímabili. Ekki hefur enn verið metið, hversu miklu tollalækkanir þær, er ís- lendingar fá með Kennedy-viðræð- unum, nema. Geta má þess þó, að útflutningur íslands á síldarlýsi til Bretlands nam 151.4 millj. kr. árið 1965 og 57,5 millj. kr. árið 1966. 50% tollalækkun samsvarar því 7,6 millj. kr. lækkun tollabyrðar árið 1965 og 2,9 millj. kr. árið 1966. Þó má geta þess i þessu sambandi, að íslenzki útflutning- urinn á síldarlýsi til Bretlands hefði vafalaust verið hærri þessi ár, ef Danir hefðu ekki notið EFTA-ívilnunar á þessari vöru, þar sem brögð hafa verið að því, að íslenzkt síldarlýsi hafi farið um Danmörku til Bretlands. Eins og fram hefur verið tekið, náðist mestur árangur í Kennedy- viðræðunum á sviði viðskipta með iðnaðarvörur. Árangurinn á sviði viðskipta með sjávar- afurðir varð mjög lítill. Þær tollalækkanir á sjávarafurðum, sem íslendingar munu verða að- njótandi á mörkuðum Efnahags- bandalagsins, Bretlands og Banda- ríkjanna, munu bæta aðstöðu ís- lendinga nokkuð á mörkuðum þessum, en þó aðeins tiltölulega lítið. Samkeppnisaðstaðaíslendinga á mörkuðum EFTA og Efnahags- bandalagsins hefur stórversnað undanfarin ár. Er ljóst, að íslend- ingar verða á næstunni að gera einhverjar frekari ráðstafanir til þess að bæta aðstöðu sína á mörkuðum þessum. Björgvin Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.