Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 57
F RJA LEa VERZLUN 57 Siávarútvegur y Á BÆiARÚTGERÐ REYKJAVÍKUR SÉR TILVERURÉTT? heiidartap á rekstri útgerðarinnar er samtals kr. 133.653.728.46 framt vera hluthafar. Auðvelt er að sniðganga þessa reglu, og hef- ur hún víða verið felld úr lögum. Um framkvæmd laganna virð- ist rétt að stefna að því að auka vald og eftirlitsaðstöðu skráning- arstjóra frá því, sem nú er, bæði um stofnun og starfsemi hlutafé- laganna. 1 því sambandi ber að athuga, hvort rétt sé að skipa einn skráningarstjóra fyrir allt landið, í stað þess að halda sér- staka hlutafélagaskrá í hverju lögsagnarumdæmi. Mundi það horfa til aukins samræmis ogekki valda sérstökum. erfiðleikum, eins og samgöngum er nú háttað. Fleira má að sjálfsögðu telja, þótt hér verði staðar numið. Yfir- leitt má ætlazt til þess um endur- skoðun laganna, að hún verði gagnger. Þar með er ekki sagt, að hún þurfi að vera róttæk á öllum sviðum. í mörgum tilfellum yrði aðeins um það að ræða að setja fyllri ákvæði um starfsháttu fé- laganna en gert hefur verið. Ástæða er til að ætla, að lögin muni lengjast að mun við endur- skoðun. í lögunum frá 1921 eru alls 60 efnisgreinar, og munu fá- ar þjóðir komast af með svo stutt- orð hlutafélagalög nú á dögum. Til samanburðar má geta þess, að í frumvarpinu frá 1952 voru ekki færri en 155 greinar. ÖNNUR LÖGGJÖF. Minna ber á það að lokum, að hin almennu hlutafélagalög geyma aðeins hina nauðsynlegu umgerð um stofnun og starfsháttu hlutafélaga. Það fer að miklu leyti eftir löggjöfinni á öðrum sviðum, einkum í skatta- og fjár- hagsmálum, hvort félögunum er búinn nægilega heilbrigður starfs- grundvöllur. f skattamálum hef- ur það viljað brenna við hér á landi, að hlutafélagsformið fengi um of einstrengingslega meðferð í löggjöfinni. Einkum á þetta við um ákvæði tekjuskattslaga varð- andi úthlutun við félagsslit. í annan stað ber að geta þess, að ákvæði laga um skattfrelsi spari- fjár og ýmissa annarra verðmæta hefur neikvæð áhrif á gildi hluta- bréfa sem fjárfestingar. Þótt margt hafi áunnizt til leiðrétting- ar í þessum málum á síðari árum, er ástæða til að gera þeim enn frekari skil. Iljörtur Torfason. AÐDRAGANDI AÐ STOFNUN BÚR. í janúar 1942 samþykkti Bæj- arstjórn Reykjavíkur ályktun þess efnis, að láta fara fram „ítar- legarannsókn á atvinnumöguleik- um bæjarbúa, þegar núverandi ástandi lýkur . . . og þá einkum hvernig greitt verði fyrir vexti útgerðar frá bænum.“ Sjávarútvegsnefnd. Bæjarráð skipaði ári síðar 3 nefndir til þess að kanna þessi mál. Skyldi ein nefndin fjalla um útgerðarmál og var kölluð Sjávarútvegsnefnd Reykjavíkur. Keyptir togarar. í október 1945 var fyrir atbeina ríkisstjórnarinn- ar og Nýbyggingarráðs samið um smíði 30 togara í Englandi, 2 árið 1946 og loks 10 árið 1948. Sjávarútvegsnefnd samþykkti að skora á Bæjarstjórn, að hún gengist fyrir því, að 2/3 togar- anna, sem samið var um árið'1945, yrðu keyptir til Reykjavíkur. Einnig áleit nefndin, að Reykia- víkurbær ætti að kaupa þá togara, sem einstaklingar eða félög þeirra gætu ekki eða vildu ekki kaupa, til þess að þetta hlutfall nýsköp- unartogara kæmi til bæjarins.Fór Bæjarstjórn að óskum sjávarút- vegsnefndar. Alls komu 20 togarartilReykja- víkur af þesum 42 nýsköpunar- Bundnir við bryggju: togarar í Reykjavíkurhöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.