Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 13
FRJÁLS VERZLUN 13 Kína: Orsakir menningarbyltingarinnar eru efnahagslegar Eftir að Menningarbyltingin svo- nefnda náði hámarki, hefur at- hygli umheimsins beinzt að Kína í sívaxandi mæli. Hafa fréttir það- an valdið hugsandi mönnum mikl- um áhyggjum, þar eð svo virtist sem algjört stjórnleysi ríkti í þessu stóra og mannmarga landi. Þótti ýmsum illt til þess að vita, ekki sízt ef óábyrgir ofstækismenn næðu völdum. (Er á sumt vart bætandi). Var ekki annað sýnt á tíma en að unglingalýður og æst- ur múgur hefðu tekið alla stjórn í sínar hendur. Virtist innanlands- styrjöld á næsta leiti og loft lævi blandið austur þar. Ýmsir óttuðust og, að Kínverjar kynnu að grípa til einhverra óynd- isúrræða íutanríkismálum, tilþess að leyna ástandinu heima fyrir. Var þetta þeim mun alvarlegra sem reynsla annarra þjóða af utanríkisstefnu Kínverja er slæm. Hefur stefna þeirra yfirleitt verið talin hættuleg heimsfriði. Mao: Áframhaldandi bylting. AndstœSur. Auðsætt var, að baráttan í Kína stóð fremur um framtíðarskipan mála en um persónulegan metnað og frama. Áttust þarna við tvær andstæðar fylkingar: annars vegar gallharðir Maósinnar, sem vilja í engu víkja frá kenningum Marx og Leníns, — og hins vegar þeir, sem aðhyll- ast endurskoðunarstefnu og vilja raunhæfara mat á efnahagsmálum. Hvers vegna? Nú virðast Maó og fylgismenn hans hafa haft betur í valdabaráttunni um stundarsakir, enda þótt sá sigur kunni að reyn- ast þeim ærið dýrkeyptur, því að stjórn landsins hefur stórveikzt á undanförnum mánuðum og Kín- verjar beðið mikinn álitshnekki erlendis. Hafa málin í rauninni alls ekki skýrzt. En hver var ástæðaþess, aðMaó hætti á að gera upp sakirnar við óvini sína og lét koma til upp- gjörs? FORSAGAIVI. Stefna Rússa. Stefna Rússa hefur orðið æ friðsamlegri á undanförnum árum. Hafa forystumenn Sovétríkjanna stefnt að friðsamlegri sambúð við auð- valdsríkin og látið þau orð falla, að kommúnisma yrði ekki komið á, nema með því að sýna yfirburði kommúnistaríkjanna. Þess vegna hefur verið stefnt að því að bæta lífskjör almennings, jafnframtþví sem áherzla hefur verið lögð á framfarir í hernaði og vísindum. Hefur jafnvel verið farið inn á brautir eftirspurnar og framboðs í framleiðslu, en slíkt kallast end- urskoðunarstefna á máli kommún- ista. Þessi undanlátsstefna samrýmd- ist ekki hugmyndum kínverskra valdamanna. Töldu þeir, að Rúss- ar væru að verða taglhnýtingar heimsvaldasinna. Létu þeir í veðri vaka, að forystumenn Rússa væru svikarar, sem hefðu brugðizt hinni vinnandi stétt. Kom að lokum til algjörra vinslita árið 1960. Köll- uðu Rússar þá heim tæknimenn sína og hættu allri aðstoð við Kínverja. Deilur innan Kína. Eftir að vin- slitin urðu með Rússum og Kínverjum, fór bráðlega að verða mikill skortur á tæknimenntuðu fólki. Varð þetta til þess, að sam- dráttur varð á ýmsum sviðum, enda þótt því verði ekki neitað, að nokkrar framfarir hafi orðið á öðrum. Eins og áður var nefnt, hefur eftirspurn og framboð átt lítið upp á pallborðið hjá Kínastjórn. Hefm’ stjórnin trúað meira á áætlanir og kennisetningar en raunhæfarhag- fræðilegar úrbætur. Einnig hefur þungaiðnaðurinn verið látinn sitja í fyrirrúmi, því að stjórnin hefur viljað áframhaldandi byltingu: heimsbyltingu. Þess vegna hefur verið mikill skortur á ýmsum nauðsynjavörum. sérstaklega mat- vörum. Hafa Kínverjar ekki getað brauðfætt sig og orðið að kaupa matvæli annars staðar frá. Þegar framfarir urðu ekki eins örar í Kína og búizt hafði verið við og samdráttar tók að gæta, fóru margir að efast um ágæti þeirrar stefnu, er fylgt hafði verið. Voru þetta einkum þeir, sem stjórnuðu athafnalífinu. Margir þessara manna höfðu hlotið mennt- un sína á Vesturlöndum eða stjórn- að fyrir árið 1949. Töldu þeir sig hæfari, til þess að stjórna fram- leiðslunni en fræðispekinga kom- múnismans. Komu nú fram kröfur um, að gamla stjórnarfarið, sem ríkt hafði fyrir byltingu, yrði rannsak- að, því að þar væri margt gott að finna, sem nota mætti í Kína nú- tímans. Þýddi þetta ekki annað en það, að endurskoðunarstefna skyldi upp tekin eins og í Rúss- landi og farið inn á brautir kapitalisma. Komu þessi sjónar- mið fram opinberlega, og var stjórnin harðlega gagnrýnd. Stóðu málin því þannig, þegar Menningarbyltingin hófst. UPPGJÖRIÐ. Ótti Maós. Maó formaður hafði gagnrýnt sovézka endurskoðun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.