Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 38
3B auka viðskipti okkar við Banda- ríkin, þar sem við höfum mjög hagstæðan tollasamning og greiða þá tolla, sem hafta- og einangrun- arbandalögin í Vestur-Evrópu gera okkur að greiða. Það er rétt, að þeir tollar munu skerða lífs- kjör þjóðarinnar, en þó tel ég, að allir íslendingar kjósi fremur frelsi og sjálfstæði en að dansa í kringum gullkálfinn. F.V.: Helur þjóðin efni á því aS standa utan við þessi banda- lög? DAVÍÐ: Ef sjálfstæður íslenzk- ur atvinnurekstur leggst niður að verulegu leyti, skulum við ekki taia um þjóð, því að íslenzk þjóð án íslenzks atvinnulífs er ekki íslenzk þjóð, heldur þjónustulýð- ur útlendinga. F.V.: Ber þá að skilja þessi ummœli yðar svo, að þér séuð á móti erlendri fjárfestingu hér- lendis og stóriðju á íslandi? DAVÍÐ: Nei, þvert á móti. Ég álít, að nauðsynlegt sé að reyna að auka stöðugleika íslenzks efna- hagslífs, og stórfyrirtæki, sem nota íslenzk hráefni eða íslenzka orku til framleiðslu sinnar, eru mjög vel til þess fallin að örva þá þróun, auk þess sem þau veita mörgum íslendingum atvinnu. Við skulum gera okkur grein fyrir því, að ísland er talið með- al vanþróaðra landa sökum þess, hve iðnaðurinn er enn lítt þróað- ur, og það hlýtur ávallt að vera eitt af aðalverkefnum hverrar ríkisstjórnar að stuðla að því, að næg atvinna sé í landinu og að sjá um, að jafnvægi haldist íefna- hagslífinu. Stofnun stórra iðnfyrirtækja útheimtir mikið fé, meira fé en fátæk og fámenn þjóð eins og íslendingar geta lagt fram, og mikið öryggi er að því, að mark- aður sé tryggður fyrir framleiðsl- una; því álít ég eðlilegt, aðhöfðsé samvinna við útlendinga, meðan slíkur iðnaður er byggður upp. Það er álitið, að Islendingar verði tvöfalt fleiri en nú um alda- mótin og um milljón eftir tæp hundrað ár. Ég spyr: Hvaða at- vinnuvegur annar en iðnaður í einhverri mynd getur veitt öllu þessu fólki atvinnu? Framleiðni í landbúnaði eykst vonandi, svo að ekki þarf að fjölga starfsmönnum þar, ogsömu sögu er að segja um fiskveiðarn- ar. Ekki getur heldur allur þessi fjöldi haft framfæri sitt af verzl- un eða þjónustustörfum. Nei, við þurfum meiri iðnað, meiri iðnað úr innlendum hráefnum, meiri iðnað, sem grundvallist á orku landsins og meiri iðnað úr inn- fluttum hráefnum, og þá með út- flutning slíkra framleiðsluvara fyrir augum. F.V.: Þér nefnduð útflutning iðnaSarvara úr innfluttum hrá- efnum. GetiS þér skýrt nánar, hvað þér eigið við? DAVÍÐ: Eitt af því, sem ég álít, að við þyrftum að flytja út, er hugvit og smekkvísi. Framleiða eitthvað til útflutnings, sem stór- þjóðirnar framleiða ekki. Lítum t. d. á útflutning Dana á ýmsum iðnaðarvörum, húsgögnum, silfur- munum o. s. frv. Hráefnin eru flutt inn til Danmerkur, en það er hin frábæra danska smekkvísi og vöruvöndun, sem hefur gert þeim kleift að flytja út dýrar, fyrsta flokks vörur í samkeppni við stórþjóðir heimsins. Ég álít, að ef vel væri leitað, þá fyrirfyndust hér á íslandi sambærilegir formskapendur og hagleiksmenn, og því álít ég brýna nauðsyn á því, að hér verði sett á stofn „Design Center“, „hönnunar-miðstöð“, eins og það hefur verið þýtt, það er að segja sýningarsalur, þar sem bezta ís- lenzka iðnaðarframleiðslan væri til sýnis allt árið, því að slíkstofn- un mundi vafalaust hafa örvandi áhrif á íslenzka hönnun eða form- sköpun, og enn fremur auðvelda útlendingum leitina að góðum íslenzkum vörum. F.V.: ViliiS þér bœta einhverju við að lokum? DAVÍÐ: Ég vil taka það fram, að ég álít brýna nauðsyn á því, að endanleg ákvörðun verði tek- in um EFTA-vandamálið, þannig að menn geti hagað framtíðar- áætlunum og fjárfestingum sínum í samræmi við niðurstöðuna. Enn fremur vil ég bæta því við, að ég trúi á hugvit og framtak einstaklingsins, og ef löggjafinn hlúir að og aðstoðar íslenzka iðn- aðinn í heild, þá mun iðnaðurinn þroskast og verða fær um að veita okkur og niðjum okkar at- vinnu og þá um leið hefja fs- land úr hópi vanþróaðra landa. FRJÁLS VERZLUN Vörur - þjónusta/ MÝJAR IIIVIB LÐ I R Síðasta nýjungin við pökkun ávaxta og fleiri matvara er að nota teygjanlega plastfilmu. Þessi filma er ekki algjörlega lofþétt, heldur segja þeir, sem við þetta fást, að hún ,,andi“. Geymist mat- varan lengur af þessum sökum og heldur betra bragði. Ásamt plastfilmunni er notað pökkunarsett. Sker það plastfilm- una niður og bræðir plastið saman. Er varan pökkuð inn í sérstaka bakka og er þetta tii mikils hagræðis, bæði fyrir kaup- menn og neytendur. Pökkunarsettið kostar 6200 kr. 1 kg. af plastfilmu (44m-) kostar 160 kr. Á annað hundrað aðiljar nota plastfilmur hérlendis. Frekari upplýsingar fást hjá Hervald Eiríkssyni s.f., Austur- stræti 17. FRLIURIT - AFRIT Skrifstofuvélar h.f. í nýju hús- næði að Hverfisgötu 33 bjóða nú fyrirtækjum þá þjónustu að fá ljósprentuð hvers konar skjöl og pappíra, sem viðkomandi þarf að fá í afriti undir eins. Ljósprent- unarvélin er af gerðinni APECO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.