Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 36
36 FRJÁLS VERZLUN Iðnaður/ „Aðild að EFTA mundi veikja samningsaðstöðu V -J& 4 F.V.: Ekki þarl að fjölyrSa um þaS, að miklar deilur hafa átt sér staS um iSnaSarmálin. Þa3 er sem menn skiptist nokkuS í tvo hópa: Þann hópinn, sem tel- ur, að iðnaðurinn njóti nú þegar nœgilegrar vemdar, — og svo hinn, sem er þess fullviss, að iðn- aðurinn sé á heljarþröminni og Ieggist hreinlega niður, ef ekki verður að gert. Hver er yðar skoðun á þess- um málum? DAVÍÐ: Til þessaðsvaraþessari spurningu þarf fyrst að reyna að gera sér grein fyrir því, í hversu margar gjörólíkar greinar iðnað- urrinn skiptist, og er mjög mis- munandi hvers eðlis verndinerog hversu mikil hún er. Ýmsar teg’ undir iðnaðar njóta svotilalgjörr- ar náttúrulegrar verndar, t. d.ým- iss konar þjónustuiðnaður eins og bifreiðaviðgerðir o. fl. því um líkt. Andstæða við það er t. d. margs konar sjávarafurðaiðnaður, sem einkum miðar framleiðslu sína við útflutning, en eins og kunnugt er hafa ýmsar greinar þess iðnaðar átt í miklum erfið- leikum undanfarið og hafa jafn- vel þegið styrk af hinu opinbera. okkar við EBE“ -rætt við Davíð Sch. Thorsteinsson um erfiðleika iðnaðarins og úrræði til bóta - Fríverzlunarbandalagið - Efnahagsbandalagið o. fl. Enn fremur eru starfræktar hér ótal tegundir iðnaðar, sem standa í beinni samkeppni við er- lenda iðnaðarframleiðslu á innan- landsmarkaði, ótollverndaðar eða lítt tollverndaðar; þar má t. d. nefna skipasmíði og veiðarfæra- gerð, en þessar iðngreinar eiga mjög í vök að verjast, þrátt fyrir markað, sem í þessu tilviki er mjög stór. Svo er hinn almenni neyzlu- vöruiðnaður, og þykist ég vita, að með spurningunni sé einkum átt við hann, en eins og kunnugt er, starfar mikill hluti þjóðarinnar við þá grein iðnaðarins. Ymsar greinar neyzluvöruiðnaðarins njóta beinnar lögverndar, þ. e. a. s. að innflutningur er nú bann- aður á hliðstæðum erlendum vörutegundum, eins og t. d. á iðnaðarvörum úr landbúnaðaraf- urðum, svo sem smjöri, smjörlíki, ostum, kaffi o. fl. Aðrar greinar eins og t. d. öl- og gosdrykkja- gerð, plastumbúða- og dósagerð njóta verulegrar náttúrulegrar verndar vegna flutningskostnaðar á hliðstæðum erlendum vöruteg- undum, en mikill hluti neyzlu- vöruiðnaðarins stendur nú í harðri samkeppni við innfluttar erlendar iðnaðarvörur, og hefur orðið samdráttur í ýmsum grein- um hans, þrátt fyrir tollvernd þá, sem ýmsir aðilar álíta að nægja ætti til verndar honum. Ég vil benda á það, að skrán- ing krónunnar hefur að sjálf- sögðu mjög mikla þýðingu, þegar rætt er um tollvernd og það, að kaupgjald hér á landi hefur meir en tvöfaldazt, síðan gengi krón- unnar var síðast breytt, og á sú þróun að mínu áliti hvað mestan þátt í núverandi erfiðleikum iðn- aðarins. Það er álit mitt, að iðn- aður, sem einkum selur fram- leiðslu sína á hinum litla innan- landsmarkaði, muni næstu ára- tugina a. m. k. eiga mjög erfitt með að keppa við innflutning full- unninna iðnaðarvara, án toll- verndar, og þá einkum af eftir- farandi ástæðum: 1. Smæð markaðarins, sem veldur því, að ekki er hægt að framleiða nema tiltölu- lega lítið magn af hverri vörutegund og sjaldnast er hægt að koma við sjálf- virkni í stórum stíl, þannig að einingarverð hlýtur að verða hátt. 2. Stærð landsins og kostnaður við að halda sem mestu af því í byggð, en þetta veldur að sjálfsögðu háu kaup- gjaldi. 3. Harðbýli landsins, sem or- sakar mjög hátt verð land- búnaðarafurða og þarafleið- andi hátt kaupgjald. 4. Húsnæðisverð, sem er að sjálfsögðu hátt í okkar lofts- lagi. Mitt álit er því, að ef haldast á byggð í landinu og nægileg at- vinna handa ört vaxandi þjóð okkar, þurfi að vernda íslenzka neyzluvöruiðnaðinn næstu ára- tugina eða a. m. k. þangað til fólksfjöldinn í landinu er kom- inn yfir eina milljón. Til þess að koma í veg fyrir at- vinnuleysi hér á landi í náinni framtíð, álít ég m. a. nauðsynlegt, að nú þegar verði felldir niður tollar af hráefnum til iðnaðar, svo og tollar af öllum vélum og tækjum til iðnaðar. F.V.: Segjum nú sem svo, aS iðnaðurinn nyti þeirrar tollvemd- ar, sem hann nýtur nú, og fengi síðan niður felldan toll á hráefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.