Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 39
FRJÁL^ VERZLUN 39 super-stat (sjá mynd) og skilar afritum af lausum blöðum, bókum eða jafnvel hlutum, — meðan beðið er eftir. Frumyndin má vera hvort sem er, í svörtu eða fullum litum, laust blað, síða í bók — jafnvel hlutin eins og pennar, brúður eða skartgripir. Hvert af- rit kostar 10.00 kr. AFBORGAIXIIR ÁIV AIJ KAGJALDA Plötuspilarar, saumavélar, skemmtisnekkjur, sjónvarpstæki og mótorhjól eru allt hlutir, sem hugurinn girnist og auðvelt er að selja með afborgunum — en Gunnar Ásgeirsson hf. að Suðuv- landsbraut 16 hefur kynnt hér- lendis nýja tegund afborgana: Sparikaup. í stað þess að fá hlutinn af- hentan strax, greiða um þriðjung kaupverðs við móttöku og afgang á næstu mánuðum að viðbættum kostnaði, geta menn nú fengið keypt ýmis heimilistæki hjá Gunn- ari Ásgeirssyni á annan og kostn- aðarminni hátt en tíðkast um af- borganir. Fjölskylda, sem kaupir sjónvarpstæki, gerir „sparikaup“- samning við sölumann fyrir- tækisins og greiðir síðan 1/14 hluta verðsins inn á reikning fyrirtækisins í viðskiptabanka þess mánaðarlega í 14 mánuði. Innan viku frá því, að áttunda greiðsla hefur verið innt af hendi, er sjónvarpstækinu ekið heim til kaupanda. Hafi kaupandi hins vegar af einhverjum ástæðum séð sig um hönd eða standi höllum fæti fjár- hagslega, áður en tækið er afhent, þá getur hann riftað kaupunum, og fær upphæðina endurgreidda, ásamt bankavöxtum. Gangi kaupin hins vegar sinn eðlilega gang, lýkur hann síðustu greiðslu rúmu ári, eftir að hann gerði samning og hefur þá fengið sitt Blaupunkt sjónvarpstæki við staðgreiðsluverði og án nokkurs aukakostnaðar, sem venjulega fylgir afborgunarskilmálum. Fyr- irtækið segir þessa aðferð hafa gefið góða raun í nágrannalöndum okkar, þar sem flesta hluti sé uú hægt að fá ,,spari“-keypta við vax- andi vinsældir seljenda, kaupenda og viðskiptabanka. DINER'S CLUB er félagsskapur, sem er starfandi í 110 löndum, og greiðir fyrir ferðalögum og sam- skiptum fólks um allan heim. Tvenns konar meðlimir starfa í Diner’s Club: annars vegar aðilar, sem veita tiltekna þjónustu — hins vegar þeir, sem njóta þjón- ustunnar. Yfir 100.000 stofnanir eru með- limir. Eru þetta hótel, flugfélög, verzlanir o. fl. Einstaklmgar eiu rúmlega 2.000.000. Getur hver sá, sem er orðinn 21s árs gamall og hefur óflekkað mannorð og við- skiptatraust, orðið meðlimur. Sérhver einstaklingur, sem c-r meðlimur í Diner’s Club, fær kort, ,sem ber nafn hans og félags- númer. Kortið er bundið við persónu og er óframseljanlegt. Þarf löglegur handhafi kortsins ekki að borga með peningum á þeim stöðum, sem veita meðlim- um þjónustu, heldur nægir undir- skrift hans. Reikningarnir eru síðan sendir meðlimum eftir á, a.m.k. einu sinni í mánuði og skulu greiðast innan 8 daga frá móttöku. — ÓD VR FERDARAKVÉL FÖNIX við Suðurgötu býður ferðalöngum sérstaklega meðfæri- legar ferðarakvélar, sem taka lít- ið sem ekkert pláss og ganga fyrir Hins vegar ábyrgist Diner’s Club greiðslu fyrir meðlimi sína til þeirra stofnana, sem veita þeim þjónustu. Diner’s Club kortið er í gildi um takmarkaðan tíma — V2 — 1 ár í senn. Það er endurnýjað sjálf- krafa fyrir skilvísa meðlimi. Árs- gjaldið er 10 $, en aðgangsgjald, sem er 12 bandar. dalir, greiðist í upphafi í eitt skipti fyrir öll. Diner’s Club hefur vaxið fyrir gagnkvæmt traust, og njóta með- limirnir góðs af áliti félags,skapar- ins, enda er ekki nama úrvalsfólki veitt félagsskírteini. Njóta með- limir því úrvalsþjónustu alls stað- ar. Rétt er að geta þess, að ferða- gjaldeyri, sem ráðstafað er með notkun Diner’s Club-korts, þarf hver meðlimur að sjálfsögðu að fá leyfi fyrir hjá íslenzkum gjaldeyr- isyfirvöldum. 65 skrifstofur eru starfandi út um allan heim til þess að veita meðlimum þjónustu, m.a. ein í Kaupmannahöfn. Umboð fyrir ís- land hefur Guðjón Styrkárssor, hrl., Austurstræti 6. venjulegum rafhlöðum. Rakvélin er þýzk, af gerðinni BRAUN og kostar 590 kr. BRAUN-rakvélin ku vera sér- staklega hentug í sumarbústöð- um, við laxveiðar og ekki sízt — í bílnum. [ DINERS CLUB SCANDINAVIA | UALID WORLD WIDE í' AUTHORIZED SIGNATUHE UD1H80 1234 0 MR.HANS ANDERSON 'y. T Wmisímiit EXPIRES END OF N0V67 NOT THANSFEHfBLE ■ SEE REVEF3SE SIDE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.