Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 54
54 FRJÁLS' VERZLUN VIÐSKIPTAHEIIVIURIISIIM/ INDLAND Alvarlegt ástand er nú í Indlandi. Binda menn samt vonir við, að þetta muni lagast, er vetraruppskeran hefst í október. ÍRLAND \8> irskir bændur hyggja gott til aðildar Bretlands að EBE. Hið sama verður ekki sagt um iðnrekendur. ÍSRAEL <i> Styrjöldin við Araba virðist ekki hafa haft nein skaðandi áhrif á efnahagslíf Ísraels. Skattar hafa að vísu hækkað nokkuð, en allt útlit er fyrir, að framleiðsla ársins 1967 verði meiri en ársins 1966. — Nokkrar stjómmáladeilur eru í ísrael, því að Eskhol, forsætisráðherra, vill bola Dayan, landvamaráðherra, úr embætti. NÍGERÍA — <♦> Ógæfulegt er ástandið þar. Biafra-aðskilnaðarríkið virðist nú riða til falls. 1 Nígeríu eru alls um 250 ættbálkar, svo að von er að þetta haldist ekki saman. Þó stóðu Nígeríumenn einna fremst af öllum íbú- um Afríku, og menn bundu einna mestar vonir við þá. Nú kollvarpast það allt. PANAMA - <♦> Nýlega voru gerðir samningar milli Panamamanna og Banda- ríkjamanna varðandi Panamaskurðinn. Öðlast Panamar aukna hlut- deild í stjóm skurðarins skv. þessum samningi. Samningurinn frá 1903 var orðinn mikið hitamál í Panama. Kom til blóðugra óeirða árið 1964. Síðan hafa Bandaríkjamenn slakað á. Álitið er, að nýr skurður verði grafinn milli 1970 og 1980. PÓLLAND - — — §> Valdastreita er nú innan pólska kommúnistaflokksins. Hvað gerir Gómúlka? Hefur Gyðingaofsóknir til þess að leiða athyglina frá á- standinu. SOVÉTRÍKIN - —— <§> Ekki verður betur séð en nokkur valdabarátta eigi sér stað innan múranna í Kreml. SVlÞJÓÐ <♦> Svíar hafa nú lagt fram umsókn xun aðild að EBE. Það er merki- legt umhugsunarefni út af fyrir sig, að þeir hafa ekki kveðið á um það í umsókninni, hvernig þessi aðild skuli vera: full aðild, aukaaðild? ÞÝZKALAND — <$> Efnahagur Þjóðverja er heldur bágborinn um þessar mundir. Greiðsluhallinn er orðinn næsta geigvænlegur. Ekki er efnahagsundur Erhards eilíft. — Það, sem er að, er í rauninni það, að velferðarbáknið hefur sligað undrið. Allir sáu því, að nauðsynlegt var að draga úr framlögum til ýmissa mála. Ráðherranmir höguðu sér þó eins og heimaríkir hundar, ef leit út fyrir að minnka myndi í eigin sjóði. Helzt hefur þeim lent saman Schröder, landvamamálaráðherra, og Strauss, fjármálaráðherra (sá, sem lét reka lögregluþjóninn fyrir að stoppa sig fyrir umferðarbrot). Var Schröder lítið um það gefið, að Strauss væri með nefið ofan í sínum koppi. Kiesinger, kanzlari, snérist heldur á sveif með Strauss. Fór allt í bál og brand, en nú mun kyrrt að kalla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.