Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Síða 48

Frjáls verslun - 01.08.1967, Síða 48
4B FRJÁLS' VER2LUN Blöð bækur/ Nýtt kvennablað vekur athygli HRLIMD hefur aukið kröfur um bætt útiit íslenzkra blaða. Það varð við fleiri örðugleika að etja en bjartsýnir útgefendur Hrundar höfðu búizt við í upp- hafi. Nýtt kvennablað, sem unnið er að mörgu leyti á mjög nýstár- legan hátt, hóf göngu sína — nokkuð á eftir áætlun og undan sinni samtíð -— með meiri eftir- tekt og hávaða en tíðkast um ný blöð. Helzti erfiðleikinn var sá, að verið var að gera tilraun með nýja prentaðferð: Filmsetningu og off.setprentun. Betra seint. — Það er áreiðan- lega íslandsmet að ná 11.000 áskrifendum á rúmum þrem mán- uðum, — en ef lagt er á vogar- skálarnar, hvort þyngra sé á met- unum nákvæmnisvinna og nostur við útlit, á kostnað stundvísinnar, — eða hraðvirkni á kostnað vand- virkninnar, þarf varla að efast um, að hið fyrrnefnda hefur átt rík- ari þátt í ofangreindri tölu. Hver síða í blaðinu er þaulhugsuð, og þýzki útlitsteiknarinn og hesta- maðurinn Peter Behrens var heila viku að teikna blaðhausinn. Þessi vinnubrögð eru nokkuð óvenju- leg hér á landi, og þess vegna hafa ekki allir gert sér grein fyrir því, að naumur tími og vönduð vinnu- brögð fara illa saman, nema með þeim mun betri skipulagningu. HerferS. Frá því í febrúar hafa símar Handbóka varla linnt látun- um, því að hringt var í um það bil 12.000 reykvískar konur til að kynna þeim blaðið — og selja það. Og síðastliðinn mánuð hafa fjöldamargir sölumenn vaðið inn í eldhús flestra húsmæðra — veif- andi Hrund og safnandi áskrift- um. Blaðið er dýrt, ,,en það er ótrúlegt, hvað litlar tíu krónur geta gert fyrir útlitið og gæðin“, segir framkvæmdastjóri Hand- bóka, Einar Sveinsson, 22ja ára að aldri, „og þegar fram í sækir, held ég, að konur vilji und- antekningalaust borga 55 krónur og fá blaðið vandað og fallegt.“ Sölutœkni. „Við eigum von á að ná yfir 15.000 eintaka upp- lagi,“ segir Einar, og náist það ekki, verður varla við ritstjórann, Margréti R. Bjarnason, að sak- ast. Hrund hefur verið líkt við Tidens Kvinder, og það fremur til lofs en lasts. Þótt yfir- bragðið sé „aristókratískt,“ þá er það meðalhófið, sem Margrét i eyn- ir að fylgja — og tekst. En þótt Hrund sé gott blað, þá selur það sig ekki sjálft. Gangi það vel, er það fyrst og frernst að þakka sölutækni. Eða eins og Einar segir: „Það er hægt að selja hvað sem er, sé það gert á réttan hátt“. DIRECTORY OF ICELAIMD Directory of Iceland hefur kom- ið út síðan 1907, alls 37 sinnum. Er bókin rituð á ensku og er ein helzta heimild um ísland er- lendis. Fjórða tölublað: júlíblað í ágústmánuði.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.