Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Qupperneq 12

Frjáls verslun - 01.08.1967, Qupperneq 12
FRJÁLS' VERZLUN „Ég hefði ekki bysrgt upp mitt fyrirtæki, ef ég hefði setiðmjálm- andi á kaffihúsum eins og menn- ingarvitarnir.“ „í VETUR VERÐUR ÞAÐ ICEBERG!" VIÐTAL VIÐ ROLF JOHANSEN, STÓRKAUPMANN Að Laugavegi 178 er fyrirtækið Rolf Johansen & Co. til húsa. For- stjóri þess, Rolf Johansen, er ung- ur maður, sem hóf snemma kaup- sýslustörf, og stjórnar nú einu af stærri fyrirtækjum sinnar tegund- ar hérlendis, eins og kunnugt er. Fréttamenn FV hittu Rolf að máli fyrir skömmu. Rolf er maður ómyrkur í máli og hafði ýmislegt að segja. IAFNRÆÐI. — Nóg af því, nóg af því. Enga hreppstjórasnýtupólitík. Ég er bú- inn að fá mig fullsaddan af sögum af Gunnari frá Hlíðarenda og fleiri bardagalúsablesum. Það á að nýta þetta stóra land. Hleypa inn fjármagni og útlend- ingum. Við eigum nóg landrými, aðrar þjóðir ekki. Við erum alltaf með kjaftæði í Sameinuðu þjóðun- um, en gerum svo ekki neitt raun- hæft — opna allar gáttir! Allar, það vil ég. „Bjórinn? — Hann kemur i vet- ur, eins og liver getur torgað. 5% síerkur. Ágætur.“ — Ég álít, að nauðsynlegt sé, að allir fái að sitja við sama borð, sagði Rolf. Nú erum við laus við höftin og allt það ógnarfár, sem fylgir þeim. Ég, sem kaupsýslu- maður, fagna þessu. Viðskiptin verða nefnilega aldrei heilbrigð, fyrr en allir eru jafnréttháir. — En ef einhver lítill karl á ein- hverri stórri opinberri skrifstofu á að fara að skammta og skipa, fer allt í vitleysu. Eða hvei-nig var þetta ekki? Eins og vitlausra- spítali. T OLLV ÖRUGE YMSL AN. — Ef ég á að nefna það merk- asta, sem gerzt hefur í viðskipta- lífinu, þá nefni ég tollvörugeymsl- una fyrst. Þetta er stórkostlegt fyr- irbæri. Nú geta erlend fyrirtæki geymt þarna vörur handa umboðs- mönnum sínum. Þetta er hagræð- ing, sem auðveldar öll viðskipti, og ég dreg ekki dul á það, að þau fyrirtæki, sem eiga inni í Tollvöru- geymslunni eru mun samkeppnis- færari en hin, sem ekki eru þar. Þess vegna verður að veita miklu meira fjármagni til tollvöru- geymslna en nú er. ERLENT FJÁRMAGN.______________ — Hvað álítið þér um erlent fjármagn? BJÓRINN. — Bjórinn? Hann kemur í vet- ur. í vetur verður það Iceberg! Nógur bjór. Eins og hver getur torgað. 5% sterkur. Ágætur. Þetta er vitleysa með íslenzka vatnið, strákar. Það þarf að ónýta það um 40%, svo að hægt sé að brugga úr því. En það er ekki bara þetta, heldur hitt, að það tek- ur áratugi að ná réttu bragði. Þess vegna verður að flytja inn bjór, en auðvitað hef ég ekkert á móti innlendri framleiðslu .... Þetta er frjáls samkeppni. ENGAN AUMINGIASKAP. — Nokkuð annað á döfinni, Rolf? — Alltaf nóg að gera fyrir dug- lega menn. Ég hefði ekki byggt upp mitt fyrirtæki, ef ég hefði setið mjálmandi á kaffihúsum eins og menningarvitarnir. Senda þá alla á sjóinn. Það má byggja upp land eins og fyrirtæki. Láta bara rétta menn um starfið. Rétta menn, sem vita meir um viðskipti en menn- ingu. Þá fyrst yrði lifandi í landinu. Réttir menn í stjórn og menningarvitarnir við að hausa fisk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.