Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 29
FRJÁLS VERZLUN 29 Samgöngur - flutningar/ Flugfrakt alls staöar að vinna á 59,1%. Veigamesti hluti innflutn- ingsins eru fiskblokkirnar fyrir fiskiðnaðarverksmiðjurnar, sem framleiða úr þeim tilbúna fisk- rétti, en vestra eru nú starfandi 50—60 slíkar verksmiðjur. Árið 1961 var fiskblokkainnflutningur- inn 118.6 millj. pund og var það 58.7% heildarinnflutningsins. Ár- ið 1966 var fiskblokkainnflutn- ingurinn kominn upp í 206.5 millj. pund og hafði því aukizt um 74.1%. Þar af voru fiskblokk- ir 64.2% heildarinnflutnings. Þró- unin er í þá átt, að eftirspurnin fer hlutfallslega minnkandi eftir frystum fiskflökum, en eykst eft- ir fiskblokk og tilbúnum fiskrétt- um. Hlutdeild Islands og Kanada er mest í innflutningnum. í heildar- innflutningnum hafa þessar þjóð- ir samanlagt verið árlega með frá 70—90%. Er það nokkuð breytilegt ár frá ári eftir tegund- um. Innflutningurinn er mun meiri frá Kanada en íslandi, og má sem dæmi nefna, að um helm- ingur innfluttrar fiskblokkar hef- ur komið frá Kanada og um 1/5 frá íslandi. Verðlag á fiskbiokk er mismunandi eftir fisktegund- um, en verð á þorskblokk hefur á undanförnum árum verið á milli 20—30 cent. pr. pund. LÆGÐ. Fiskveiðum í Bandaríkjunum hefur farið hnignandi undanfarin ár. Hefur það skapað góða sölu- möguleika á sjávarafurðum fyrir aðrar þjóðir. íbúar Bandaríkjanna eru nú um 190 milljónir, og er árleg fiskneyzla á mann 10—11 pund. Hin hagstæða markaðs- staða undanfarandi ára hefur leitt til offramboðs á fiski með þar af leiðandi verðlækkunar- áhrifum. Fiskmarkaðurinn vestra er sem stendur í lægð, og erfitt að spá um, hvenær úr rætist. En íslenzkir fiskframleiðendur láta ekki stundarerfiðleika draga úr sér kjarkinn. SÍS hefur þegar byggt nýja og fullkomna fiskiðn- aðarverksmiðju í Harrisburg,Pen. og SH er að byggja aðra 1 Cam- bridge, Maryland, og munu ís- lendingar halda ótrauðir áfram að tryggja sér örugga og aukna hlutdeild í sölu verðmætra sjávar- afurða á hinum mikilvæga banda- ríska markaði. — íslenzku flugfélögin taka þátt í kapphlaupinu. Möguleilcar aukinna vöruflutn- inga í lofti eru svo til óendanlegir. Flugsamgöngum fleygir fram, og flugfélögin leggja ofurkapp á að ná til sín sem mestu af vöruflutn- ingum. Er áætlað, að aukningin á vöruflutningum verði helmingi meiri en á farþegaflutningum. Aukningin á vöruflutningum í lofti hefur verið ákaflega mikil hin síðari ár. Þó að innan við 2% af öllu vörumagni sé flutt með flugvélum, mun sú tala ekki standa lengi óbreytt. Má t.d. nefna, að Bandaríkjamenn fluttu flugleiðis árið 1966 32,5% af öllum útflutningi sínum til Frakklands, 22.8% til Bretlands og 26.5% til Sviss. Þótt Bandaríkjamenn séu vitaskuld komnir lengst á þessu sviði, er aukningin einnig gífurleg annars staðar. Þannig jókst flug- frakt um 11,3% á Kastrupflugvelli árið 1966. Á síðustu 15 árum hefur öll flug- frakttæplega sjöfaldazt. Áriðl975 er álitið, að flugfraktin verði 7 til 8 sinnum meiri en árið 1967. Feit- ur biti bíður því flugfélaganna. Framfarir. Það, sem gerir þetta kleift, er að sjálfsögðu örar fram- farir og tækninýjungar. Ber þar fyrst og fremst að nefna stærri flugvélar, betri aðferðir og tæki við hleðslu og meðhöndlun vör- unnar, auk þess sem kostnaður við hverja flugfraktareiningu fer minnkandi eftir auknu heildar- magni. ÍSLAND. fslendingar láta sitt ekki eftir liggja, og komu Flugfélag íslands og Loftleiðir h.f. á fót flugfrakt-af- 4> greiðslu við Sölvhólsgötu hinn 10. marz s.l. Hefur sú starfsemi geng- ið vel. Hagnaður. Ekki má líta á það eingöngu, að flugfarmgjöld séu hærri en skipa. Kemur þar margt fleira til, svo sem að unnt er að panta smærri sendingar, en eiga þó ávallt nægilegan „lager“, vaxta- sparnaður, minni fjármagnsbind- ing, minni rýrnun og minni leiga fyrir geymsluhúsnæði. Er ekki nóg að einblína á farmgjöldin ein- vörðungu, því að þá er dæmið að- eins hálfreiknað. Einnig skal áherzla lögð á það, að menn verða að gera heildaráætlun um flutn- inga sína, því að ein og ein sending með flugfrakt kemur yfirleitt illa út. FV hafði samband við Friðrik Theodórsson hjá söludeild Loft- leiða. Sagði Friðrik: „Við reiknum það út fyrir alla, hvort það borgi sig að flytja með flugfrakt eða ekki. Þetta er þjónusta við við- skiptavini, sem einungis er bundin við staðreyndir og raunhæfar nið- urstöður. þar sem öll atriði eru tekin með: Total Cost Concept“. Betri skilningur. Menn ættu að athuga, að einungis 50% af flug- fraktgjaldi reiknast með til tollun- ar, sé varan leyst út innan 10 daga frá því að hún kemur til landsins. Þessi afsláttur reiknast þó ein- ungis af farmgjöldum frá síðustu höfn og til íslands. Þess vegna má með hagræðingu fá töluverða lækkun, þ.e. ef þess er gætt að reyna að hafa þessar vegalengdir sem lengstar. Einnig ættu menn að kynna sér ákvæði um afslátt eftir auknu flutningsmagni. Nokkuð hefur borið á því, að mönnum finnist 10 daga fresturinn of stuttur. Því er til að svara, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.