Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.08.1967, Blaðsíða 17
FrfJALS' VERZLUN 17 anirnar. Árið 1966 skipti hins veg- ar um. Heimsframleiðslan á mjöli jókst mjög á því ári. Jafnframt höfðu undangengnar hækkanir leitt til hægari aukningar á notkun fiskimjöls í fóðurbætis- blöndur eða jafnvel til minnk- unar. Þá áttu Perúmenn og miklar birgðir í ársbyrjun 1966. Mjölverðið hefur verið á stöðugri niðurleið allt árið 1966 og það, sem af er þessa árs. Nokkrum sinnum leit út fyrir, að verðið ætlaði að styrkj- ast, en þær vonir brugðust. Almennt eru menn ekki bjart- sýnir um, að verðþróunin snúist við á næstunni. Birgðir útflutn- ingslandanna eru enn gífurlegar, og er reiknað með ca. 800 þús. tonna birgðum í árslok 1967. sem er 150 þús. tonnum meira en i árs- lok 1966. Hins vegar má telja, að hið lága verð leiði til aukinnar neyzlu, þótt ólíklegt sé, að hennar fari að gæta að ráði á þessu ári. Líkur virðast því benda til, að verð á fiskmjöli fari enn eitthvað lækkandi á næstunni, en öldudal- urinn sé samt sem áður ekki allt of langt undan. Um horfurnar á næsta ári er enn erfiðara að spá. Þróunin verður annars vegar undir aflabrögðum komin og hins vegar undir því, hve mikil verðhækkun- in getur orðið, án þess að þess fari að gæta í samdrætti á neyzlunni. SÍLDARLÝSI. Verð á síldarlýsi var allstöðugt árin 1956-1958, en árið 1959 byrj- aði verðfall, sem stóð nær óslitið til ársins 1962, þegar botninum var loks náð. Verðfallið átti rætur sínar að rekja til gífurlegrar fram- leiðsluaukningar á búklýsi á þess- um árum. Búklýsisframleiðslan meir en tvöfaldaðist á þessum tíma, og áttu þar Perúmenn drýgsta hlutann, þó að einnig yrði mikil framleiðsluaukning í öðrum löndum, þar á meðal íslandi. Árið 1963 minnkaði búklýsisfram- leiðslan og jafnframt fór fram- leiðsla hvallýsis að dragast saman. Leiddi samdrátturinn til þess, að verð á síldarlýsi tvöfaldaðist á árinu 1963. Á árinu 1964 var verð á síldarlýsi orðið svipað því, sem það var árið 1959, áður en verðhrunið hófst. Af þessari ástæðu hefur meðalverðið 1964 verið sett sem 100 í meðfylgjandi línuriti. Verð síldarlýsis hélzt við þetta mark fram í ársbyrjun 1966, þótt nokkrar minniháttar sveiflur yrðu á því. Um vorið 1966 byrjaði verðið síðan að falla með vaxandi hraða, allt fram í október, þegar það styrktist nokkuð fram í desember. Eftir áramót byrjaði verðið hins vegar að falla enn, en með minni hraða en á árinu 1966. Allmikil framleiðsluaukning varð á búklýsi árin 1964-1966, en jafn- framt hefur framleiðsla hvallýsis dregizt saman hröðum skrefum. Hvallýsi mun nú nema tæpum 10% af heildarlýsisframleiðslunni, en nam fyrir 6 árum síðan um 35% heildarframleiðslunnar. Óhætt virðist að fullyrða, að síld- arlýsið hafi notið góðs af sam- drætti hvalveiða. Sé horft fram á veginn, virðist ekki ástæða til að ætla, að annað eins verðhrun eigi sér stað á þessu ári og því næsta og varð árin 1959—1962. Framleiðsluaukningin er nú mun hægari en á þeim ár- um. Ekki er ólíklegt, að hvalveið- ar haldi áfram að minnka, en hins vegar fara áhrif þess samdráttar þverrandi. Flestir aðiljar virðast nú sammála um, að verðið sé að nálgast lágmark og einhverjar horfur um hækkandi verð séu framundan. Benda menn á verð jurtaolíu sér til stuðnings, en markaðsverð hennar hefur ekki lækkað. HORFUR. Eins og fram hefur komið hér að ofan, virðist ekki ástæða til að óttast, að verðfall þessara útflutn- ingsafurða haldi áfram að marki, nema ef til vill eitthvað á síldar- mjöli. Á hinn bóginn er heldur ekki ástæða til að vænta skjótra breytinga til batnaðar. Minnihátt- ar verðhækkanir virðast líklegar, þegar fram í sækir, en líkindin til, að sama útflutningsverð og var fyrir verðfallið fáist fyrir þessar afurðir í náinni framtíð, eru hverfandi litlar. 4. 1. 2. 3. 4. 1. 3. 4. 1. 2. 3. 4. 1. 2. 3. 4. 1. 1962 1963 1964 1965 1966 1967
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.