Frjáls verslun - 01.08.1967, Page 12
FRJÁLS' VERZLUN
„Ég hefði ekki bysrgt upp mitt
fyrirtæki, ef ég hefði setiðmjálm-
andi á kaffihúsum eins og menn-
ingarvitarnir.“
„í VETUR VERÐUR
ÞAÐ ICEBERG!"
VIÐTAL VIÐ ROLF JOHANSEN, STÓRKAUPMANN
Að Laugavegi 178 er fyrirtækið
Rolf Johansen & Co. til húsa. For-
stjóri þess, Rolf Johansen, er ung-
ur maður, sem hóf snemma kaup-
sýslustörf, og stjórnar nú einu af
stærri fyrirtækjum sinnar tegund-
ar hérlendis, eins og kunnugt er.
Fréttamenn FV hittu Rolf að
máli fyrir skömmu. Rolf er maður
ómyrkur í máli og hafði ýmislegt
að segja.
IAFNRÆÐI.
— Nóg af því, nóg af því. Enga
hreppstjórasnýtupólitík. Ég er bú-
inn að fá mig fullsaddan af sögum
af Gunnari frá Hlíðarenda og
fleiri bardagalúsablesum.
Það á að nýta þetta stóra land.
Hleypa inn fjármagni og útlend-
ingum. Við eigum nóg landrými,
aðrar þjóðir ekki. Við erum alltaf
með kjaftæði í Sameinuðu þjóðun-
um, en gerum svo ekki neitt raun-
hæft — opna allar gáttir! Allar,
það vil ég.
„Bjórinn? — Hann kemur i vet-
ur, eins og liver getur torgað. 5%
síerkur. Ágætur.“
— Ég álít, að nauðsynlegt sé, að
allir fái að sitja við sama borð,
sagði Rolf. Nú erum við laus við
höftin og allt það ógnarfár, sem
fylgir þeim. Ég, sem kaupsýslu-
maður, fagna þessu. Viðskiptin
verða nefnilega aldrei heilbrigð,
fyrr en allir eru jafnréttháir. —
En ef einhver lítill karl á ein-
hverri stórri opinberri skrifstofu á
að fara að skammta og skipa, fer
allt í vitleysu. Eða hvei-nig var
þetta ekki? Eins og vitlausra-
spítali.
T OLLV ÖRUGE YMSL AN.
— Ef ég á að nefna það merk-
asta, sem gerzt hefur í viðskipta-
lífinu, þá nefni ég tollvörugeymsl-
una fyrst. Þetta er stórkostlegt fyr-
irbæri. Nú geta erlend fyrirtæki
geymt þarna vörur handa umboðs-
mönnum sínum. Þetta er hagræð-
ing, sem auðveldar öll viðskipti, og
ég dreg ekki dul á það, að þau
fyrirtæki, sem eiga inni í Tollvöru-
geymslunni eru mun samkeppnis-
færari en hin, sem ekki eru þar.
Þess vegna verður að veita miklu
meira fjármagni til tollvöru-
geymslna en nú er.
ERLENT FJÁRMAGN.______________
— Hvað álítið þér um erlent
fjármagn?
BJÓRINN.
— Bjórinn? Hann kemur í vet-
ur. í vetur verður það Iceberg!
Nógur bjór. Eins og hver getur
torgað. 5% sterkur. Ágætur.
Þetta er vitleysa með íslenzka
vatnið, strákar. Það þarf að ónýta
það um 40%, svo að hægt sé að
brugga úr því. En það er ekki
bara þetta, heldur hitt, að það tek-
ur áratugi að ná réttu bragði. Þess
vegna verður að flytja inn bjór,
en auðvitað hef ég ekkert á móti
innlendri framleiðslu .... Þetta
er frjáls samkeppni.
ENGAN AUMINGIASKAP.
— Nokkuð annað á döfinni,
Rolf?
— Alltaf nóg að gera fyrir dug-
lega menn. Ég hefði ekki byggt
upp mitt fyrirtæki, ef ég hefði
setið mjálmandi á kaffihúsum eins
og menningarvitarnir. Senda þá
alla á sjóinn.
Það má byggja upp land eins og
fyrirtæki. Láta bara rétta menn
um starfið. Rétta menn, sem
vita meir um viðskipti en menn-
ingu. Þá fyrst yrði lifandi í
landinu. Réttir menn í stjórn og
menningarvitarnir við að hausa
fisk.