Frjáls verslun - 01.08.1967, Síða 11
FIÍJÁLEÍ VERZLUN
n
VÍÐS VEGAR AÐ
Bandaríkjamenn eru nú að
kanna möguleika þess, hvernig
megi bezt treysta efnahagslíf
landanna fyrir botni Miðjarðar-
hafsins. Vandinn: hvernig mábezt
fá öll ríkin til sameiginlegrar
þátttöku? Takist að fá þau til
samstarfs, og þar með leysa efna-
hagsvandræði þessara ríkja, má
telja, að endir sé bundinn á vand-
ræðaástandið fyrir botni Miðjarð-
arhafs.
— • —
Reiknað er með að 60—80 þús-
undir ofdrykkjumanna séu í Nor-
egi. Hafa Norðmenn fundið út, að
mikið vinnutap er að vínneyzl-
unni. Eru þeir nú með ýmsar ráð-
stafanir, til þess að draga úr
þessu böli.
Gaman verður að fylgjast með
forsetakosningunum í Bandaríkj-
unum á næsta ári. Johnson, for-
seti, verður að sjálfsögðu í fram-
boði, en allt er óvíst um Repú-
blíkana. Mest er nú rætt um þá
Romney, Nixon, Rockefeller, Rea-
gan og Percy.
— • —
Flugsamgöngur aukast, flugvél-
arnar stækka, en flugvellimir
ekki að sama skapi. Eru vanda-
má\in í sambandi við flugvellina
alvarlegust í flugmálum eins og
er.
Allir muna, hversu mótsnúinn
Súkamó, Indónesíuforseti, var
Bandaríkjamönnum. Nú hefur
þetta snúizt við, og munu Banda-
ríkjamenn veita Indónesum vem-
lega tækni- og fjárhagsaðstoð.
— • —
Danski bjórinn er heimsfrægur
fyrir gæði. Nú hefur hann náð til
Afríku. Fyrir nokkm var opnuð
í Addis Abeba, höfuðborg Eþíóp-
íu, bruggstöð, sem Danir byggðu
og skipulögðu á allan hátt. Mun
bjórstöð þessi í framtíðinni fram-
leiða um 180 þús. flöskur af bjór
á dag.
SÖLUSKATTUR. Ymsar sögur heyrast nú um söluskattinn.
Margir halda því fram, að hann eigi að hækka úr 7.5% upp í
12%. Segja hinir sömu, að þessi hækkun éigi að bæta ríkissjóði
þann tekjumissi, er hann verður fyrir, þegar tollar lækka. Er
ekki úr vegi að minnast þess, að söluskatturinn hækkaði nýlega
í Danmörku.
ÓVISSA. Ákaflega mikillar óvissu Virðist nú gæta í viðskipta-
lifinu. Eru menn almennt hræddir við að hefja neinar fram-
kvæmdir að ráði. Bíða þeir haustsins. Ganga ýmsar sögur, en
engar áreiðanlegar, m. a. vun gengisfellingu. Taldi vildarvinur
blaðsins, að gengið væri nú fallið og nefndi um 20%. Áleit hann
ástandið i efnahagsmálum það slæmt, að jafnvel þyrfti að grípa
til þessara ráðstafana. Ekki skal þó FV leggja neinn dóm á þetta
atriði. — Þá ræða menn einnig um það, að verðstöðvunin verði
áframhaldandi.
PAPPÍRSKJÓLAR.
Það nýjasta í tízkunni er papp-
írskjólar. f Ameríku hefur sala
þeirra stóraukizt að undanfömu.
Má fá aUgóðan kjól á 150 kr. ísl.,
en brúðarkjól fyrir 600 kr.
Kostir — gallar. Kostir papp-
írskjóla eru vitanlega þeir, aðþeir
eru ódýrir og krefjast ekki mik-
illar umhugsunar, því að kona
getur einfaldlega hent kjól eftir
kokteilboð eða dansleik. Þetta
hefur það auðvitað í för með sér,
að sú skelfing hendir ekki oft
konur, að þær sjáist mörgum
sinnum í sama kjólnum.
Pappírskjólagerð er enn sem
komið er á byrjunarstigi. Finnst
bæði kaupendum og framleiðend-
um þeir nokkuð dýrir miðað við
aðra kjóla, þar eð sauma- og snið-
kostnaður er nákvæmlega hinn
sami og á venjulegum kjólum.
Þetta ætti þó allt að standa til
bóta, þegar tímar líða fram.
Pappírskjólar á íslandi. Papp-
írskjólar hafa verið seldir á ís-
landi og kostuðu þeir frá kr.
190,00 (stuttir) og aftur dýrari
síðir. Þeir náðu þó aldrei veruleg-
um vinsældum, enda er líklegt, að
íslenzkar konur vilji ganga í öllu
vandaðri fatnaði. Festi tízkan
varanlegar rætur erlendis, verð-
ur reyndin vitanlega hin sama
hér.
Pappírskjólar.