Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1967, Page 3

Frjáls verslun - 01.08.1967, Page 3
FRJÁLS VERZLUN 3 mmm Það mun nú vera um aldaríjórðung- ur, sem við undirritaðir höfum að meira eða minna leyti átt samleið með „Frjálsri verzlun", ýmist verandi í út- gáfustjórn, ritstjórn eða ritað í blaðið. Það hefur gengið á ýmsu með útkomu og afkomu blaðsins á þessu timabili, enda jafnan unnið að því í hjáverkum af áhugamönnum einum. Þrátt fyrir það er „Frjáls verzlun" nú eitt elzta tímarit landsins. Við höfum jafnan keppt að því, að ritið vœri trútt sínum titli, að vera málsvari frjálsrar verzlunar og almenns athafna- frelsis, og var vissulega ekki vanþörf að minna á þcer hugsjónir á tímum hafta og vaxandi opinberra afskipta af atvinnumálum og viðskiptum. — „Frjáls verzlun" kann að hafa verið veik rödd á þeim árum, en hún hljóðnaði þó ekki, og oft urðum við þess varir, að hún átti sér hljómgrunn og ýmsir mátu vilj- ann fyrir verkið. Nú hefur sem betur fer farsœllegar skipazt í þessum efnum, olnbogarúm verið rýmkað fyrir framtaksmenn og verzlun öll felld í frjálsari farvegi. Enda. þótt við ýmsa aðra örðugleika sé að stríða fyrir atvinnurekendur, fer svo og jafnan, að árœði stefnir til arðs. Engu að síður er það okkar skoðun, að „Frjáls verzlun" hafi enn sínu hlutverki að gegna, að standa vörð um athafnafrels- ið. Auk þess sem nauðsynlegt er, að haldið sé úti í landinu sœmilegu riti, sem fjallar um atvinnuvegi þjóðarinnar og efnahagsmál. Okkur er því mikið ánœgjuefni, að ungir menn vilja taka upp merkið og halda vöku þjóðarinnar á þessum vett- vangi. Óskum við þeim fararheillar og „Frjálsri verzlun" góðs gengis. Birgir Kjaran. Gunnar Magnússon.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.