Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.09.1967, Qupperneq 8
B FrfjÁLS VERZLUN ÞJÓÐMÁL embætti fjármálaráóherra SEGIR MAGNLJS JONSSGN í VIÐTALI VIÐ F.V. VERÐFALLIÐ. F.V.: Hvaða áhrii teljið þér, að núverandi verðíall á útílutnings- vörum íslendinga, svo og gœfta- leysið undanfarið haii á efna- hagslíf þjóðarinnar? RÁÐHERRA: Hér er um svogíf- urlegt verðfall að ræða, 20—50% á veigamiklum útflutningsvörum, til viðbótar alvarlegum aflabresti á vetrarvertíð og að því, er nú verð- ur vitað, einnig á síldveiðum, að þjóðarbúið verður óhjákvæmilega fyrir miklum áföllum á þessu ári. í stað 4—6% og jafnvel meiri ár- legrar aukningar þjóðartekna síð- ustu árin er nú áætlað, að þjóðar- tekjur minnki á þessu ári um 4%. Litlar líkur eru þó til, að sú áætl- un standist, því að reiknað er með í dæminu, að magn síldar- aflans verði svipað og í fyrra, þótt enn hafi engin síld verið söltuð, en það er einmitt saltsíld- in, sem hvað bezt hefur staðizt verðlækkanirnar. Þótt við vonum enn, að síldveiðarnar bregðist ekki, þá er þegar ljóst, að þjóðin verður að sætta sig við kjara- skerðingu um sinn. Þjóðin er vissulega vel undir það búin eftir mikla velmegunaraukingu síðustu ára, og ekki er hægt að búast við eintómu sólskini á lífsleiðinni. Það veltur hins vegar á miklu og getur haft úrslitaáhrif á það, hve mikil kjaraskerðingin verður eða hve lengi hún varir, að þjóðin mæti nauðsynlegum aðgerðum af skilningi. FJÖLBREYTNI. F.V.: Eruð þér þeirrar skoðun- ar, a3 auka þurfi fjölbreytni ís- lenzks atvinnulífs? Ef svo er, hvað leggið þér þá til? RÁÐHERRA: Ég hygg núver- andi ástand Ijósasta sönnun þess, hversu mikilvægt er að auka fjölbreytni íslenzkra atvinnuvega og fjölga þeim efnahagslegu stoð- um, sem þjóðfélagið hvílir á. Fáir andstæðingar álbræðslu og stór- virkjunar í því sambandi kjósa nú að halda þeirri afstöðu á lofti, enda eru bæði þessi fyrirtæki eigi aðeins mikilvægur vinnuveitandi eins og sakir standa, heldur léttir einnig gjaldeyrisöflunin vegna þessara framkvæmda erfiðleika okkar á því sviði. Vitanlega þarf að efla núverandi atvinnuvegi og auka framleiðni þeirra, en ég tel einnig markvisst eiga að leita úr- ræða til þess að hagnýta óbeizlað- ar orkulindir landsinstilstóriðjuá fleiri sviðum. Ef við vanrækjum að hafa augun opin fyrir nýjum úrræðum og hikum um of við að hagnýta tækifærin, er þau bjóð- ast, þá getum við ekki fylgzt með í sókn hinna þróuðu þjóða til auk- innar velmegunar. Hvað nákvæm- lega eigi að gera nú á þessu sviði, get ég ekki sagt, en ýmis mál eru í athugun, m. a. á vegum hins nýstofnaða iðnþróunarráðs, og ég tel þurfa að þoka áleiðis öllum þeim nýjum framkvæmdum, er til hagsældar horfa fyrir þjóðina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.