Frjáls verslun - 01.09.1967, Qupperneq 8
B
FrfjÁLS VERZLUN
ÞJÓÐMÁL
embætti fjármálaráóherra
SEGIR MAGNLJS JONSSGN í VIÐTALI VIÐ F.V.
VERÐFALLIÐ.
F.V.: Hvaða áhrii teljið þér, að
núverandi verðíall á útílutnings-
vörum íslendinga, svo og gœfta-
leysið undanfarið haii á efna-
hagslíf þjóðarinnar?
RÁÐHERRA: Hér er um svogíf-
urlegt verðfall að ræða, 20—50%
á veigamiklum útflutningsvörum,
til viðbótar alvarlegum aflabresti
á vetrarvertíð og að því, er nú verð-
ur vitað, einnig á síldveiðum, að
þjóðarbúið verður óhjákvæmilega
fyrir miklum áföllum á þessu ári.
í stað 4—6% og jafnvel meiri ár-
legrar aukningar þjóðartekna síð-
ustu árin er nú áætlað, að þjóðar-
tekjur minnki á þessu ári um 4%.
Litlar líkur eru þó til, að sú áætl-
un standist, því að reiknað er
með í dæminu, að magn síldar-
aflans verði svipað og í fyrra,
þótt enn hafi engin síld verið
söltuð, en það er einmitt saltsíld-
in, sem hvað bezt hefur staðizt
verðlækkanirnar. Þótt við vonum
enn, að síldveiðarnar bregðist
ekki, þá er þegar ljóst, að þjóðin
verður að sætta sig við kjara-
skerðingu um sinn. Þjóðin er
vissulega vel undir það búin eftir
mikla velmegunaraukingu síðustu
ára, og ekki er hægt að búast við
eintómu sólskini á lífsleiðinni.
Það veltur hins vegar á miklu og
getur haft úrslitaáhrif á það, hve
mikil kjaraskerðingin verður eða
hve lengi hún varir, að þjóðin
mæti nauðsynlegum aðgerðum af
skilningi.
FJÖLBREYTNI.
F.V.: Eruð þér þeirrar skoðun-
ar, a3 auka þurfi fjölbreytni ís-
lenzks atvinnulífs? Ef svo er,
hvað leggið þér þá til?
RÁÐHERRA: Ég hygg núver-
andi ástand Ijósasta sönnun þess,
hversu mikilvægt er að auka
fjölbreytni íslenzkra atvinnuvega
og fjölga þeim efnahagslegu stoð-
um, sem þjóðfélagið hvílir á. Fáir
andstæðingar álbræðslu og stór-
virkjunar í því sambandi kjósa nú
að halda þeirri afstöðu á lofti,
enda eru bæði þessi fyrirtæki eigi
aðeins mikilvægur vinnuveitandi
eins og sakir standa, heldur léttir
einnig gjaldeyrisöflunin vegna
þessara framkvæmda erfiðleika
okkar á því sviði. Vitanlega þarf
að efla núverandi atvinnuvegi og
auka framleiðni þeirra, en ég tel
einnig markvisst eiga að leita úr-
ræða til þess að hagnýta óbeizlað-
ar orkulindir landsinstilstóriðjuá
fleiri sviðum. Ef við vanrækjum
að hafa augun opin fyrir nýjum
úrræðum og hikum um of við að
hagnýta tækifærin, er þau bjóð-
ast, þá getum við ekki fylgzt með
í sókn hinna þróuðu þjóða til auk-
innar velmegunar. Hvað nákvæm-
lega eigi að gera nú á þessu sviði,
get ég ekki sagt, en ýmis mál
eru í athugun, m. a. á vegum hins
nýstofnaða iðnþróunarráðs, og ég
tel þurfa að þoka áleiðis öllum
þeim nýjum framkvæmdum, er
til hagsældar horfa fyrir þjóðina.