Frjáls verslun - 01.09.1967, Side 9
FRJÁLS VERZLUN
9
er ekki liklegt
ERFIÐLEIKAR IÐNAÐARINS.
F.V.: Ýmsir halda því fram, a3
íslenzkur iSnaður eigi nú við
tímabundna erfiðleika að stríða.
Eruð þér sammála?
RÁÐHERRA: Viðskiptafrelsið,
aukið vöruúrval og lækkun há-
tolla, hlaut að valda íslenzkum
iðnaði verulegum erfiðleikum,
enda á iðnaður margra landa við
svipaða erfiðleika að stríða. Af
tveimur ástæðum á þó íslenzkur
iðnaður við meiri erfiðleika að
fást en iðnaður annars staðar:
Verulegur hluti íslenzks iðnaðar
hefur orðið til og vaxið í skjóli
hærri verndartolla en tíðkast með
öðrum þjóðum, og markaður er
hér svo þröngur, að lítt er ger-
legt að hagnýta kosti stórfram-
leiðslu, ef fiskiðnaður og fá önn-
ur iðnfyrirtæki eru undan skilin.
Ýmis iðnfyrirtæki fá því vafa-
laust ekki staðizt breytta starfs-
aðstöðu, en ég er hins vegar sann-
færður um, að íslenzkir iðnrek-
endur eiga ekki síður framtak og
hugvit til að mæta þessum vanda
en starfsbræður þeirra erlendis,
svo sem í Noregi, þar sem aðýmsu
leyti er við svipaðan vanda að
glíma. Margvíslegur iðnaður hlýt-
ur að eiga vaxandi hlutverki að
gegna á íslandi sem með öðrum
þróuðum löndum, en áhugi manna
á að vernda íslenzkan iðnað má
þó ekki leiða þá á villigötur. Geti
íslenzkur iðnaður með hóflegri
tollvernd ekki keppt við erlend-
an iðnvarning, verður þjóðin
að sætta sig við kjaraskerðingu
til að vernda slíkan iðnað. Það
er hins vegar óhjákvæmilegt, að
iðnaðurinn fái eðlilegan aðlögun-
artíma og nauðsynlega aðstoð til
þess að auka hagkvæmni fram-
leiðslunnar og mæta samkeppn-
inni.
EBE — EFTA.
F.V.: HafiS þér myndað yður
nokkra skoðun um hugsanlega
aðild Islendinga að Fríverzlunar-
bandalaginu eða Efnahags-
bandalaginu?
RÁÐHERRA: Aðstaða okkar er
svo sérstæð, að ég tel hvorugan
kostinn góðan. Hins vegar er til-
vist þessara bandalaga tekin að
valda okkur svo miklum erfið-
leikum. sem fara vaxandi, að ég
tel okkur ekki komast lengur hjá
að taka til alvarlegrar yfirvegun-
ar, hvort við neyðumst ekki til
að tengjast þeim með einhverjum
hætti. Ekki virðast neinar líkur
til, að við getum notið þeirrar
sérstöðu hjá Efnahagsbandalag-
inu, að aðild að því yrði okkur
bærileg, en kvaðir Fríverzlunar-
bandalagsins eru annars eðlis og
því eðlilegt, að við könnum til
hlítar, hvort aðild að því gæti
verið okkur hagkvæm. Er þar þó
við mikla erfiðleika að fást, eink-
um vegna íslenzks iðnaðar.
Fyrir forgöngu Bandarikjanna
var með svonefndum Kennedy-við-
ræðum innan alþjóðatollamála-
stofnunarinnar reynt að brúabilið
milli bandalaga þessara og þjóða,
er utan við standa, til að komast
hjá tollastríði, en það hefur ekki
tekizt nema að litlu leyti. íslend-
ingar hafa tekið þátt í þeim við-
ræðum og lagt mikla rækt við að
kynna aðstöðu sína. Nokkuð hefur
áunnizt fyrir okkur, en þó alveg
ónóg. Er þetta tvímælalaust eitt
alvarlegasta vandamál, er við
stöndum nú andspænis, og hlýtur
að rýra mjög viðskiptaaðstöðu
okkar, ef ekki tekst að fá tolla-
ívilnanir. Undrast ég raunar,
hversu útflytjendur sýnast gefa
þessu vandamáli lítinn gaum.
fjármAlarAðherra.
F.V.: Því hefur oft verið fleygt,
aS embœtti fjármálaráðherra sé
einna erfiðast og óvinsœlast af
öllum ráðherraemb œ ttum. Hvem-
ig hefur yðar líkað að gegna
þessu embœtti?
RÁÐHERRA: Eðli málsins sam-
kvæmt er ekki líklegt, að em-
bætti fjármálaráðherra sé vin-
sælt, því að enn erum við víst
fæst orðin svo þroskuð að líta á
skattheimtu sem eðlilegt framlag
okkar til að halda uppi hinni
margþættu þjónustu nútíma þjóð-
félags við borgara sína — okkur
sjálf. Því er reyndin oftast sú, að
ráðherrum hinna ýmsu mála-
flokka er þakkað fyrir að hafa
náð peningum út úr fjármálaráð-
herranum til ýmissa vinsælla um-
bótamála, en fjármálaráðherrann
fær hins vegar skammirnar fyrir