Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.09.1967, Qupperneq 17
FRJÁLS VERZLUN 17 sóknardeildar. — Halda forráða- menn Mjólkursamsölunnar því fram, að þessi kostnaður sé það lágur miðað við önnur lönd, að kaupmenn geti ekki lækkað hann og því skuli Mjólkursamsalan enn annast dreifingu og vera aðal- söluaðili, eins og verið hefur hing- að til. Kaupmenn eru á öðru máli. En áður en vikið er að því, er rétt að minnast á hugsanlegt heim- sendingarkerfi Mjólkursamsölunn- ar. Heimsendingarkerfi Mjólkur- samsölunnar. Fyrir nokkrum ár- um gengu forráðamenn Neytenda- samtakanna á fund skrifstofustjóra Mjólkursamsölunnar og ræddu við hann um möguleikana á heimsend- ingu mjólkur. Skrifstofustjórinn dró þá upp úr pússi sínu áætlun um slíkt heimsendingarkerfi á veg- um samsölunnar. Var kostnaðurinn við hvern heimsendan lítra þar á aðra krónu, en síðan eru liðin ár og dagur. Neytendasam- takamenn höfðu ekki aðrar tölur til að styðjast við en þessar og féllust á þær, að sögn skrifstofu- stjórans, og er engin ástæða til að rengja útreikninga og orð þess tölufróða og ágæta manns. Nú er langt um liðið, eins og að var vik- ið, og vitaskuld hefur þessi kostn- aður hækkað eins og allt annað. Því er ágizkun Frjálsrar verzlunar um 10 kr. verð á heimsendum lítra engin goðgá. Þar var miðað við heimsendingu á vegum Mjólk- ursamsölunnar, en menn athugi, að húsmœður þœr, er blaðið hajði samband við, töldu þetta verð of hátt. Framhjá þessu verður ekki gengið, og heimsendingarkerfi, sem krefst svo mikils aukakostn- aðar, er ekki framkvæmanlegt, ef almenningur vill ekki leggja á sig þennan aukakostnað, en það virð- ist hann ekki vilja. Heimsending- arkerfi Mjólkursamsölunnar einn- ar virðist því ekki koma til greina. Nú kann einhver að spyrja: Hvers vegna kemur Mjólkursam- salan ekki á heimsendingarkerfi, en leggur niður óhagkvæmustu búðirnar og sparar þannig í rekstri til mótvægis. —- En forráðamenn Mjólkursarasölunnar segja, að fyr- ir stríð hafi mjólk verið send heim, en ekki hafi þurft að fjölga búð- unum, er heimsending lagðist af. Engin ástæða sé til að ætla, að þetta hafi breytzt. Svo er því að sjá, að engin grundvöllur sé fyrir heimsending- arkerfi á vegum Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík, en það skiptir hvort eð er engu máli, því að einkaframtakið kemur hér til bjargar eins og svo oft áður, er einokun og opinberir aðilarbrugð- ust. AFSTAÐA KAUPMANNA- SAMTAKANNA. Kaupmannasamtök íslands hafa látið mjólkursölumálin til sín taka. Hafa samtökin birt greinar- gerð um málið, en þar segir meðal annars svo: „Við teljum eðlilegast og hag- lcvæmast, að smásöluverzlanir al- mennt annist um sölu og dreif- ingu mjólkurvara. Til þess liggja margar ástæður: 1) Með því að mjólkin sé til sölu í venjulegum matvöruverzlun- um, skapast neytendum ákjós- anlegasta aðstaða, sem völ er á, til innkaupa á þessum mikla nauðsynjavarningi. 2) Möguleiki skapast á heimsend- ingu mjólkur eins og annarra matvæla, en taka verður þá upp hagkvæmari umbúðir undir mjólkina en nú eru í notkun, til að heimsendingin sé viðráð- anlegri. 3) Með því að leggja niður marg- ar smáar og rekstrarlega óhag- kvæmar mjólkurbúðir, á nú- verandi dreifingarkerfi, sem bændurnir sjálfir eiga, að geta losað sig við gífurlegan kostn- að, sem aftur hefði það í för með sér, að mjólkurframleið- endurnir, bændurnir, fengju meira í sinn hlut fyrir afurð- irnar. 4) Meiri og betri nýting verður á þeim mannafla, húsnæði, áhöld- um og tækjum, sem þegar er fyrir hendi í smásöludreifing- unni, m. ö. o., aukin framleiðni í smásöluverzluninni“. LOKAORÐ. Niðurstöður greinarinnar eru þessar: 1. Almenningur vill betri þjón- ustu í mjólkursölumálunum, m. a. heimsendingu, betri umbúðir og að mjólk verði seld í matvöru- verzlunum. 2. Mjólkursamsalan getur vart komið á eigin heimsendingarkerfi vegna mikils kostnaðar, sem því fylgir. 3. Matvörukaupmenn vilja senda heim og selja mjólk, verði um- búðunum breytt í samræmi við óskir þeirra. Forráðamenn Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík segja, að ekki verði unnt að auka fjölbreytni umbúða nema með ærnum til- kostnaði og lendi sá kostnaður vit- anlega á neytendum. Einnig má endurtaka fullyrðingar þeirra um hagkvæman rekstur mjólkurbúða. Þessu er til að svara, að það má spara með því að leggja niður margar mjólkurbúðir, lækka sölu- kostnaðinn að mun, því að þeim kaupmönnum, sem selja mjólk, eru ekki greidd nema 8—9% i sölulaun. Vilja kaupmenn senda mjólkina heim ásamt öðrum vör- um, og með „aukinni framleiðni í smásöluverzluninni“ mundi sú heimsendingarþjónusta hvergi nærri kosta neytendur það sama og kosta mundi, ef Mjólkursam- salan sendi mjólkina heim. Þó að nokkur kostnaður verði við upp- setningu nýrra vélasamstæðna breyttra umbúða, má benda á að Mjólkursamsalan gæti losað sig við mikið af söluhúsnæði sínu og feng'- ið þannig upp í kostnaðinn. Þetta mundi einnig bæta þjónustuna á annan hátt við neytendur, því að þannig losnar liúsnæði fyrir ýmsa þjónustustarfsemi, sem er tilfinn- anleg þörf fyrir í mörgum hverf- um. Tillögur kaupmanna horfa til stórbóta í þessum efnum, og styð- ur blaðið þær af alhug. Mjólkur- samsalan þarf að koma til móts við kaupmenn, og þe&sir aðiljar ættu þegar í stað að hefja við- ræður um tillögur kaupmanna. Mjólkursamsalan er þjónustufyrir- tæki, og þegar almenningur krefst bættrar þjónustu, verður ekki staðið móti kröfunum. Úti á landi er það réttlætismál, að allir þeir, sem fullnægja viss- um kröfum, fái að selja mjólk. Þar hefur kaupfélagsveldið misnotað einokunaraðstöðu sína á hinn ill- yrmilegasta hátt. Sú ósvinnaverð- ur vart öllu lengur liðin. — En almenningur í Reykjavík bíður betri þjónustu, og væri óskandi, að réttlæti og viðunandi þjónustu verði komið á sem fyrst í mjólk- ursölumálum landsmanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.